33 þúsund fylgja lögreglunni Innlent | mbl | 20.9.2014 | 13:27 Svipurinn á lögregluþjóni þegar hann sá alla nýju fylgendurna.
Ég held þetta komi okkur sjálfum mest á óvart, segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður og yfirumsjónarmaður samfélagsmiðla lögreglunnar, sem nú hafa orðið vinsælir um allan heim.
Þar má helst nefna líflega Instagram-síðu lögreglunnar, sem nú hefur náð 33 þúsund fylgjendumÉg á orðið erfitt með að fylgjast með þessu.
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi þá voru komnir 24 þúsund áskrifendur að síðunni og þeir voru orðnir 32 þúsund þegar ég vaknaði, segir Þórir.
Þórir segir athyglina utan úr heimi hafa kviknað þegar bloggað var um síðuna í Rússlandi á miðvikudaginn, en þá rauk tala fylgjenda skyndilega upp.
Í kjölfarið var skrifuð grein á stóru rússnesku hlekkjasíðuna Adme.ru og þá fór boltinn að rúlla. Í gær birti svo vinsæla síðan BoredPanda færslu um íslensku lögregluna og lét myndir af Instagram-síðunni fylgja með.
Instagram Færslan fékk mjög jákvæð viðbrögð lesenda, sem lýstu aðdáun sinni í athugasemdakerfi síðunnar.
Þá hafa ítalskir- og kínverskir vefmiðlar einnig fjallað um málið.
Miðillinn er settur upp fyrir okkur og okkar svæði til að fólk geti fengið smá innsýn inn í lögreglustarfið.
Nú erum við komin með þúsundir áskrifenda sem búa ekki á svæðinu okkar, en það er samt sem áður mjög ánægjulegt, segir Þórir, en Twitter-síða lögreglunnar hefur einnig verið mikið sótt síðustu daga og var umferð á hana mikil í nótt, víðs vegar að úr heiminum.
Segir ekkert lögreglulið ná því íslenska í stærð Þórir segir aðeins örfá lögreglulið í heiminum halda úti sambærilegum Instagram-síðum, og hann segist ekki hafa fundið neitt lögreglulið sem nær því íslenska í stærð.
Ég held að lögreglulið hafi ekki séð tilganginn í því að vera með svona síðu. Mér finnst tilgangurinn samt skýr.
Við búum bæði til myndefni fyrir hina miðlana okkar og svo held ég að þetta slái einhvern tón hjá fólki því myndirnar eru búnar til af löggum. Instagram Þetta er alveg sjálfsprottið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið úti Facebook-síðu síðan árið 2010, og segir Þórir samfélagsmiðlaverkefnið í heild hafa verið mjög skemmtilegt.
Þegar við byrjuðum með Facebook-síðuna þá var það ekki sjálfsagt mál. Þá voru engar löggur á Facebook, segir hann.
Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og við reynum alltaf að sýna eitthvað sem er skemmtilegt og öðruvísi.
Þetta er svo mannlegt starf Þórir segir lögregluna munu halda áfram að birta líflegar myndir, en meginmarkmiðið sé þó að nota síðuna sem samskiptatæki við fólkið á svæðinu.
Þetta nær kannski að sýna fólki hvað verkefnin okkar eru ofboðslega mismunandi. Mér finnst líka mikilvægt að sýna að þetta er venjulegt fólk sem er að sinna þessum störfum.
Þetta er svo mannlegt starf.
Hann segir það líklega verða gert að reglu í kjölfar vinsældanna að allar færslur verði jafnframt skrifaðar á ensku.
Þórir segist ekki geta verið annað en ánægður með viðtökurnar.
Ég veit ekki hvar þetta endar ef þetta heldur svona áfram, segir hann hlæjandi.
Ef allt sem við díluðum við væri svona skemmtilegt þá væri þetta auðvelt starf.////////////////Þetta er frábær árangur og við lesum þetta og gjörum athugasemdir ef vill,þetta kemur mannlegu hliðina á framfæri og það gott,yfirborðsmennskan hverfur og menn kunna að meta það mjög,ég segi fyrir mig sem hefi lifað tímana tvenna i þessu gegnum tíðina,en ekki að,að þetta var málið,og vera vinir sem mest v,ið megum,en ekki að hnita í þá hluti sem erfiðir eru fyrir báða,og tjá sig þarna kurteislega á báða vegu//Halli gamli
33 þúsund fylgja lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.