30.9.2014 | 21:23
Hét því að gleyma ekki að brosa oftar/Þetta er ekki allra að gera!!!!
Hét því að gleyma ekki að brosa oftar Innlent | Morgunblaðið | 30.9.2014 | 20:53 Stefán á góðri stund með hirðingjakonu í henni Afríku.
Horfi maður á Afríku frá öðrum sjónarhóli en þetta er allt vonlaust birtistmanni fegurð, töfrar og viðmótsþróttur sem á varla sinn líka. Og það er ást.
Þess vegna heitir bókin Ást við aðra sýn, segir Stefán Jón Hafstein um samnefnda bók sína um Afríku sem brátt kemur út.
Fólkið í Afríku er óvenju svipmikið og sterkir persónuleikar. Það er heil ævisaga, líf og örlög í hverju augnatilliti.
Mig langaði til að deila þessu með öðrum, segir Stefán Jón Hafstein um bók sína, Afríka Ást við aðra sýn, en hann bjó í eitt ár í Namibíu og fjögur ár í Malaví, þar sem hann starfaði fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
Auk þess vann hann áður fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu. Þetta er bland af persónulegri og tilfinningalegri upplifun minni og heimildum og upplýsingum.
Þessi bók er skrifuð fyrir Íslendinga, meðal annars um það hvernig það er að búa í fátæku landi, að vera alltaf þreyttur, alltaf veikur, alltaf svangur. Ég skoða líka Ísland út frá Afríku. Hvað ef Ísland hefði orðið eins og afrísk nýlenda? Þá hefðum við aldre
i orðið þjóð, aldrei orðið eitt land og hér væru töluð mörg tungumál.
Hvers konar manneskjur viljum við vera? Stefán segir líka í bókinni frá magnaðri náttúru og dýraríki í Afríku. Fólkið í sveitinni ferðast oft langan veg á tveimur jafnfljótum og stundum með eitthvað þungt ...
Fólkið í sveitinni ferðast oft langan veg á tveimur jafnfljótum og stundum með eitthvað þungt á höfðinu. Afríka hefur verndað risastór svæði fyrir villt dýr.
Í Namibíu var á sínum tíma friðað landsvæði sem er jafnstórt og Ísland. Náttúruperlan Okavango í Bótsvana var friðuð og sama er að segja um fugla- og gróðurparadís í Malaví.
Í þessu er lærdómur fyrir okkur. Fyrst fátæk Afríkuríki geta friðað stór svæði ættum við á Íslandi að geta friðað hálendið okkar.
Í bókinni spyr Stefán spurninga um það hvers konar manneskjur við viljum vera. Tveir flugvélafarmar af mæðrum deyja á dag í heiminum, langmest sunnan Sahara í Afríku.
Viljum við vera mannkyn sem lætur svona margar mæður deyja á dag? Af því það þarf ekki að vera svona.
Við kunnum allt sem þarf til að bæta úr þessu. Og það eru framfarir, því það dóu helmingi fleiri fyrir rúmum áratug. Þess vegna er mikilvægt að hætta ekki núna í baráttunni fyrir bættum heimi.
Sama er að segja um skólamálin; ef strákar á Íslandi eru illa læsir eftir tíu ár við bestu aðstæður er ekki hægt að búast við miklum árangri við verstu aðstæður, eins og í Afríku, þar sem kennararnir kunna kannski lítið og börnin eru alltaf svöng.
Auðskiptingin í heiminum er himinhrópandi ranglát, malavískur bóndi er fimm daga að vinna fyrir andvirði eins kaffibolla sem við kaupum okkur á kaffihúsi á Íslandi.
Eitt prósent jarðarbúa á helming allra eigna og við erum í mínus gagnvart náttúrunni. Þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar.
Bókin er innlegg í baráttuna, því aukinn skilningur skiptir máli. Sóun á orku að vera pirraður Eitt af því sem Stefán segist hafa lært úti í Afríku er að einfalda líf sitt. Við erum alltaf að flækja allt og safna drasli í kringum okkur.
Það var hrikalega erfitt fyrir mig Vesturlandabúann að vinna í Afríku, af því þar er engin stundvísi. Tíminn er ekki faktor þar.
Ég beið kannski hálfan dag eftir fundi, segir Stefán og hlær. Maður tekur svo margt með sér eftir dvöl í Afríku.
Ég hét því þegar ég kom aftur heim að gleyma ekki að brosa oftar. Enda er fyrsti kafli bókarinnar tileinkaður brosum.
Í Afríku hafa stór svæði verið vernduð fyrir villt dýr. Í Afríku hafa stór svæði verið vernduð fyrir villt dýr. Þótt fólk búi við rýran kost í Afríku þá er gleði og æðruleysi grundvallarviðhorf þar.
Og vingjarnleiki í nálgun við náungann. Þetta er eitt af því sem mig langaði að tileinka mér. Og það er ekki lítið.
Ég er snöggur í skapi og á það til að vera stuttur í spuna, en á Vesturlöndum erum við með ríkan rétt til að vera pirruð.
Það var ofboðsleg ögun fyrir mig að búa í Malaví af því að þar mátti ég ekki pirrast. Þá var ég búinn að tapa. Það var vonlaus barátta
. Það er svo mikil sóun á orku að vera pirraður. Í Afríku lærði ég auðmýkt og þolinmæði. Ég veit það hljómar væmið og klisjulegt, en það er satt
. Þeir sem vilja leggja útgáfu bókarinnar lið geta borgað að lágmarki 4.000 kr. inn á söfnun fyrir prentun
hennar sem fram fer á Karolinafund.
Þeir hinir sömu fá bókina senda heim.///////////////////Ég dáist að þessu hjálparstarfi okkar ,sem við tökum þátt í ,og Endilega lofa okkur að kynnst því betur í þessari bók hans Stefáns Jóns Hafsteins,ég mun endilega vilja fá eina,og ég veitt að fólk hefur áhuga ,ekki spurning,bara meiri þegar við höfum lesið hana,Stefá Jón á heiður skilið að gefa út þessa bók,sem við viljum endilega sjá/Halli gamli
Hét því að gleyma ekki að brosa oftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.