Þetta er ólýsanlegt/alveg frábær þessi unga Fjallgöngukona og Pólfari!!


Vilborg við heimkomuna í dag.Þetta er ólýsanlegt“ Innlent | mbl | 12.10.2014 | 19:31 Vilborg við heimkomuna í dag. „Það er mjög góð tnning að vera komin heim.

Ég var spenntari fyrir því að koma heim núna en oft áður,“ segir Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, en hún kom í dag heim frá Tíbet, þar sem hún kleif tind Cho Oyo.

„Þetta var gríðarlega mikið álag í langan tíma svo ég var spennt að hitta fólkið mitt.“Vil­borg komst á topp Cho Oyo-tinds klukk­an 11 að nepölsk­um tíma 2. októ­ber sl.

Hún kleif tind­inn, sem er sjötta hæsta fjall ver­ald­ar (8.201 metri að hæð), án súr­efn­is, leiðsögu­manna og burðarmanna. „Maður þarf að halda út í mjög harðneskju­leg­um aðstæðum.

Ég vissi að ég væri að fara í minn erfiðasta fjalla­leiðang­ur og var búin að und­ir­búa mig, en svo er þetta bara mjög erfitt.

Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp Cho Oyo tinds á fimmtudag Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir komst á topp Cho Oyo tinds á fimmtu­dag

Af Face­booksíðu Vil­borg­ar Örnu Maður þarf að beita sig mikl­um aga,“ seg­ir hún.

Felldi tár á niður­leiðinni Ferðafé­lagi Vil­borg­ar, Atli Páls­son, þurfti frá að hverfa vegna hæðar­veiki í ann­arri hæðaraðlög­un­ar­um­ferð á fjallið.„Þetta var mjög erfitt and­lega.

Ég var ein í súr­efn­is­leys­inu, ein yfir 8.000 metr­un­um og ein í aðstæðum sem á ensku kall­ast „the de­ath zone“.

Maður þarf að sýna mikla ein­beit­ingu og mik­inn fókus svo það er gott að vera núna kom­inn í aðstæður þar sem maður get­ur slappað af.

“ Vil­borg seg­ir til­finn­ing­una hafa verið ótrú­lega þegar komið var á topp­inn. „Þetta er ólýs­an­legt. Maður er bú­inn að leggja ótrú­lega mikið á sig og upp­lif­ir svo þessa stór­kost­legu til­finn­ingu.

Ég viður­kenni að þegar ég labbaði niður komu nokk­ur tár í aug­un.“ Hún seg­ir niður­leiðina þó vera talda hættu­legri, svo mik­il­vægt hafi verið að missa ekki ein­beit­ingu.

Ætlar að reyna aft­ur við Ev­erest Framund­an hjá Vil­borgu er und­ir­bún­ing­ur fyr­ir Ev­erest, en hún hyggst reyna við tind­inn að nýju í mars næst­kom­andi.

Vilborg Arna og Atli. Vil­borg Arna og Atli. Af In­sta­gram-síðu Vil­borg­ar Örnu Vil­borg lauk ekki för sinni á tind Ev­erest fyrr á þessu ári, en hún upp­lifði mann­skæðasta slys í sögu fjalls­ins þegar stórt snjóflóð féll skammt frá grunn­búðunum þar sem hún dvaldi.

Sex­tán létu lífið, þar á meðal þrír úr henn­ar starfsliði.

„Maður kem­ur heim eft­ir að maður upp­lif­ir svona hræðilegt slys og maður veit ekki hvernig maður á að snúa sér.

Maður þarf svo­lítið að fara aft­ur á bak,“ seg­ir hún og bæt­ir við að í Tíbet hafi hún hitt marga af þeim fjalla­leiðsögu­mönn­um sem voru á Ev­erest í vor.

„Það var frá­bært að sjá að þeir voru stemmd­ir fyr­ir að fara aft­ur og það gerði mig spennt­ari fyr­ir göng­unni.

“ Vil­borg mun ein­göngu ein­beita sér að Ev­erest næstu fimm mánuðina, en seg­ir þó mögu­legt að hún fari

minni ferðir þangað til.////////////////////Þetta er mikill árangur hjá henni og bara afrek,ekki spurning,og þetta er ekki öllum gefið þessi sálarró og yfirvegun,það er nú það sem margan vantar sem fer í svona ferðir,en hún virðist hafa nóg af,við bara óskum henni til hamingju og áfram með Evurest/Halli gamli


mbl.is „Þetta er ólýsanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1047528

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband