Nú er flokkur minn ekki samkvæmur sjálfum sér,skoðanarfresi á þar að vera!!!

550663

JAKOB BJARNAR SKRIFAR: Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir því upp hvort ekki sé rétt að Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður segi sig úr flokknum.

Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sannarlega tekist að koma róti á landsmenn með ábendingum sínum, sem Fréttablaðið greindi frá í upphafi viku, að í fjárlagafrumvarpinu, þar sem útfærsla á hækkun virðisaukaskatts á matvæli er kynnt, sé miðað við að hver máltíð kosti einstakling 248 krónur.

Sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir og nú þegar hafa tveir þungavigtarmenn í flokknum beint spjótum sínum óbeint að henni.

Brynjar Níelsson þingmaður er þungorður í nýlegri Facebookfærslu.

Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar, ekkert er óeðlilegt við að menn hafi ólík sjónarmið uppi en „að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt.

Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið,“ skrifar Brynjar.

Ekki fer neitt á milli mála við hvern er átt en Bryndís hefur stofnað Facebookhóp sem hefur það að markmiði að berjast fyrir því að 7 prósenta virðisaukaskattur á matvæli verði, eftir sem áður.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði áður skrifar fremur úfna athugasemd á sinn Facebook-vegg þar sem hann segir ósatt að fjármálaráðuneytið gefi út neysluviðmið og algjör uppspuni og útúrsnúningur sé að venjuleg máltíð eigi að kosta 248 krónur.

Ekkert slíkt sé að finna í fjárlögum. Víst er að sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir fyrir framtakið, sem samkvæmt þessu hefur reynst flokknum verulega erfitt viðureignar.

Bryndís hefur, í samtali við Vísi, sagt að gríðarleg viðbrögð við ábendingum hennar hafi komið henni stórkostlega á óvart.

Hún hefur ekki kynnst öðru eins. Uppfært 12:30 Enginn þingmaður flokksins rætt við Bryndísi Bryndísi segist ekki hafa velt stöðu sinni innan flokksins neitt sérstaklega fyrir sér af þessu tilefni.

„Staða mín innan flokksins er sú að ég sit ekki í neinni launaðri nefnd eða ráði innan flokksins.

Og ef Brynjar vill víkja mér úr allsherjar- og menntamálefnanefnd, þar sem ég er nú á mínu öðru kjörtímabili, þá getur hann lagt það til.

“ En, er þér hreinlega vært innan flokksins, þetta eru kaldar kveðjur frá Brynjari, og Bjarna reyndar líka? „Ég hef enga stöðu innan flokksins, þannig.

Ég er kannski þrepi hærra en almennur flokksmaður.

Ég trúi á stefnu Sjálfstæðisflokksins, stétt með stétt. Það hefur enginn kjörinn fulltrúi komið að máli við mig vegna þessa.

Ef það er vilji þeirra að víkja mér úr flokknum þá verður það svo að vera.

“ Koma þér þessi viðbrögð, eða öllu heldur skortur á þeim úr þessari átt, á óvart? „Það veldur mér nokkrum vonbrigðum, en á móti kemur að ég hef fengið óhemju mikil viðbrögð frá almennum kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Kannski er það skrítin tilhugsun fyrir þá að það kunni að vera til vinsæll Sjálfstæðismaður nú um stundir?“

En, það er óneitanlega frost í þögninni? „Það er í raun engin breyting frá því sem verið hefur. Kjörnir fulltrúar hafa ekkert verið í sambandi við varaþingmenn.

Ég er ósammála þessari stefnu og finn mig ekki í þessari sýn Bjarna um aðeins eitt virðisaukaskattsþrep.

Það er bara eitt land í Evrópu sem miðar við slíkt og það er Danmörk með 25 prósent virðisaukaskatt á

öllum vörum,“ segir Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins./////////////////Gott svar hjá Bryndísi um þessa að för að okkur sem eru mótfallnir þessum gjörðum í Fjarlagafumvarpinu,og hvað þarf ekki hin almenni maður sem þennan flokk styður,og vinur fyrir einnig meira og mynna í kosningum og öðrum verkefnum ,þetta eru nýjar og athugandi skoðanir Lögfræðingana Bjarna Ben. og Brynjari Níelssyni,að annar sem Formaður flokksins og Fjármálaráðherra,er þetta bara skammarlegt af hans hálfu að viðja ekki endurskoða þetta,ég þarf ekki að ítreka það oftar að,eftir vel hugsað mál sem þetta ef samþykkt verður,segi ég með úr flokknum og þeir verða margir,Gleymduðu orðunum sem Bryndís sagði og ég oft stétt með stétt,//Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Haraldur.

Ég hélt að þegar fólk tekur sæti á Alþingi, þá undirrita þeir eið að fara eftir sannfæringu sinni.Enn það orð virðist ekki vera hjá Sjálfstæðismönnum. Þar gildir að vera í liði segir Brynjar og leggur til undir rós að Bryndís eigi að segja sig úr flokkum. Hugsið ykkur frekjuna yfir gang gangnvart Bryndísi. Varaþingmaður er að benda sínum félögum á með vinalegum hætti að reiknings formúla sé ekki rétt. Hún stofnar síðu þar sem þúsundir manna taka undir með henni. Haraldur þessi gamli frasi Sjálfstæðismanna Stétt með Stétt er ekki til. Þess vegna skil ég þig og aðra heiðarlega menn sem hafa hug á því að segja sig burt frá svona valdbeiningar valdi sem fótum treður skoðanir fólk.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 16.10.2014 kl. 07:01

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka þér fyrir vinur vð erum þarna mjög sammála,kær kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.10.2014 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband