16.10.2014 | 16:10
Skora á alla að loka á deildu.net//Þróunin er ör og við bara skoðum þetta!!!
Skora á alla að loka á deildu.net Innlent | mbl | 16.10.2014 | 15:10 Deildu.net Við vonumst eftir því að önnurfjarskiptafyrirtæki en þau sem úrskurðurinn lítur að muni fallast á það að fylgja fordæminu og við höfum nú þegar skorað á þau að gera það, segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Vodafone og Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að deildu.net og Piratebay, en þar er deilt höfundarvörðu efni.
Hvorugt fjarskiptafyrirtækjanna hefur lokað aðgangi að síðunum, enda hefur sýslumaður ekki lagt á lögbann. Við ásamt þeim rétthafasamtökum sem hófu með okkur þetta mál; Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda, SMÁís - samtök myndrétthafa og Félag hljómplötuframleiðanda höfum verið að ráða ráðum okkar um næstu skref, segir Guðrún, en málinu var vísað til sýslumanns og mun hann boða fyrirtöku.
Guðrún Björk Bjarnadóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Við bíðum bara eftir því núna og vonum að það verði á allra næstu dögum, segir Guðrún. Höfðuðu mál á hendur fimm fjarskiptafyrirtækjum Upphaflega var lögbannskrafan lögð fram þann 6. september 2013. Guðrún segir að þá hafi verið ákveðið að fara í lögbannsmál á hendur fimm fjarskiptafyrirtækjum; Símanum, 365 miðlum, Tal, Vodafone og Hringdu.
Á þeim tíma hugleiddum við að taka Nova líka en þá voru þeir aðallega í farsímaþjónustu, segir Guðrún. Unnið er að því innan innanríkisráðuneytisins að koma með tillögur um hvernig haga skuli meðferð ...
Unnið er að því innan innanríkisráðuneytisins að koma með tillögur um hvernig haga skuli meðferð og rannsóknum mála til að takmarka ólöglegt niðurhal á netinu AFP En engu að síður lítum við þannig á að fordæmið gildi jafnt gagnvart öllum fjarskiptafyrirtækjum.
Úrskurðurinn lítur aðeins að Vodafone og Hringdu eins og stendur, en stjórnendur 365 miðla ákváðu strax í upphafi að hlíta lögbanninu.
Þá lýsti dómari í málinu gegn Tal sig vanhæfan, svo málið bíður enn í dómskerfinu að sögn Guðrúnar.
Ef stjórnendur Tals fallast ekki á að hlíta fordæminu mun væntanlega þurfa að skipa nýjan dómara. Vegna formgalla var máli Símans vísað frá, en hafa stefnendur óskað eftir endurupptöku.
Guðrún segir ferlið hafa verið langt og strangt, og segir hún það sýna sig að lögbannsleiðin sé ekki mjög skilvirk.
Þetta er búið að taka langan tíma, kosta okkur mjög mikla fjármuni og fara margar krókaleiðir í kerfinu. Það er greinilegt að við þurfum að leita annarra leiða til að koma í veg fyrir þessa starfsemi.
Vinna að því að takmarka ólöglegt niðurhal á netinu Ég heyri ekki annað en að í okkar geira vilji menn beita sér gegn þessum glæpum, segir Guðrún. Hún segir þó margt þurfa að koma til svo að hægt verði að stoppa ólöglega dreifingu efnis.
Það þarf að vera meiri fræðsla um höfundarétt og hugverkarétt, jafnvel fyrir grunnskólabörn. Svo þarf að koma til stuðningur stjórnvalda við löglega starfsemi, meðal annars með því að uppræta ólöglega starfsemi.
Loks þarf að reyna að skapa umhverfi sem er hvetjandi fyrir fólk til að fara út í það að bjóða upp á efni löglega.
Þegar er starfandi nefnd innan innanríkisráðuneytisins, undir formennsku Brynjars Níelssonar, sem vinnur að því að koma með tillögur um hvernig haga skuli meðferð og rannsóknum mála til að takmarka ólöglegt niðurhal á netinu.
Þá er það skoðað hvort hægt sé að koma á frekari sérhæfingu innan lögreglu og ákæruvalds á þessum tegundum tölvuglæpa.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir sorglegt fyrir internetið að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Vodafone og Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að deildu.net og Piratebay, en þar er deilt höfundarvörðu efni.
Hann segir að vandamálið snúist um skort á löglegu framboði. Helgi tekur hins vegar fram að það sé eitt gott við þessa niðurstöðu og eitt slæmt.
Það góða er að þetta mun ekki virka. Aðspurður segir hann að eftirspurnin sé gríðarleg - og í raun óseðjandi - og aðferðir séu til staðar sem geri fólki kleift að nálgast efnið með sama hætti og áður.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratar, ræðir málin á Alþingi. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratar, ræðir málin á Alþingi. mbl.is/​Eggert Ef viðkomandi ætlar sér að komast fram hjá svona vörnum þá mun hann komast fram hjá svona vörnum.
Óttast gerræði Það slæma við þetta er, að þegar menn uppgötva að þetta sé ekki að virka og geti ekki virkað þá vilja þeir [yfirvöld] ganga lengra.
Þá fara þeir sennilega að tortryggja þær aðferðir sem hægt er að nota til að komast fram hjá þessu - og þær aðferðir sem er hægt að nota til að komast framhjá þessu eru mjög lögmætar og eru víða notaðar. Þær eru í raun og veru hluti af því hvernig internetið sjálft virkar, segir Helgi.
Hann bendir á að þessi að ekki sé hægt að takmarka aðgengi fólks að höfundarréttarvörðu efni á netinu með tæknilegum leiðum nema með gerræði.
Það þarf að ganga alla leið, segir Helgi og bætir að þetta muni ekki virka fyrr en hlutirnir komist á það stig. Það sé hættulegt. Fólk er til í að greiða fyrir góða þjónstu Helgi segir að hugsa þurfi málið upp á nýtt, þ.e. á hvaða forsendum viðskiptamódel með höfundarréttarvörðu efni eigi að byggja.
Það sem Smáís og Stef ættu miklu frekar að gera er að aðstoða - og gagnrýna reyndar - lagalega framboðið. Vandinn er í sjálfu sér skortur á löglegu framboði.
Fólk er alveg til í að borga fyrir efni, Netflix og Spotify sanna það. En lagaumhverfið í kringum þau eru kannski ekki endilega hentug fyrir listamenn og framleiðendur.
Þar ætti fókusinn að vera, segir hann, þ.e. að uppfæra viðskiptamódelið í takt við tæknina. Fólk vill bara almennilega þjónustu á almennilegu verði.
Ætli menn sér að standa í því að berjast við tæknina þá þurfi menn að ganga mjög langt, í raun mun lengra heldur en menn vilji gera í lýðræðissamfélagi.
Vandamálið sé það að á meðan tækninni fleygir fram þá er löggjafinn ávallt mörgum skrefum á eftir.
Löggjafinn mörgum skrefum á eftir tækninni Það eina sem gerir þessa tæknibyltingu öðruvísi en hinar er að hún gerist svo hratt. Það tók rafmagnið einhver 50 ár að umbylta heiminum, á meðan internetið er búið að gera það á um 10-15 árum, segir Helgi og bætir við að viðskiptamódel í tengslum við netið hafi einnig úrelst hratt.
Netflix og Spotify séu til að mynda enn tilraunir og það eigi eftir að koma í ljós hvort þær muni ganga upp.
Sjálfur segist Helgi lítið nota síður á borð við Piratebay.
Hann geri það helst til að nálgast ókeypis efni sem sé vandfundið annars staðar, t.d. heimildarmyndir og fræðsluefni.
Á heimasíðu deildu.net er vakin athygli á því að síðan hafi fært sig yfir á annað lén, eða iceland.pm.
Spurður út í það segir Helgi að væntalega vilji menn banna það líka.
Það eru sömu rök og sömu aðferðir.
Þá finna þeir nýtt lén og svo koll af kolli. Þetta verður eins og hundur sem er að eltast við skottið á sér. Þetta mun aldrei takast.
Spurningin er hvenær á að hugsa þetta upp á nýtt og gefast upp á þessari vitleysu, segir Helgi að lokum.
Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík er lögbannsbeiðnin ekki komin inn á borð
embættisins.////////////////////Þetta er ekki alvarlegt mál að manni finnst það er tækninn sem flýgur fram ,og við kaupum þetta sem við eigum að fá,þessi boð og bönn eru að fara með þetta þjóðfélag,við bara neitum þessu og fáum bara lokun á börnin okkar sem ekki hafa gott af að sjá margt sem þar fer fram,við bara mótmælum þessu/Halli gamli
Skora á alla að loka á deildu.net | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.