17.10.2014 | 18:17
ASÍ tekur við Facebook-síðu Bryndísar/Það að vissu leiti gott,en því miður er Alþyðusambandið ekki ópólitíkst
ASÍ tekur við Facebook-síðu Bryndísar Innlent | mbl.is | 17.10.2014 | 12:25 Bryndís stofnaði Facebook-hópinnVerjum 7% matarskatt.
Ég hef ákveðið að fela ASÍ umsjón með Facebook-síðunni Verjum 7% matarskatt og hafa þeir nú tekið við henni, skrifar Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína.
Við höfum þegar sýnt fram á hversu margir hafa áhyggjur af þessari fyrirhuguðu skattabreytingu og að þörf er á betri útlistun frá hendi ráðuneytisins um áhrif hennar á kjör fólks í mismunandi tekjuhópum og fjölskyldustærðum.
Bryndís segist hafa leitað til ASÍ um að taka síðuna yfir áður en Brynjar Níelsson gerði athugasemdir við aðkomu Bryndísar að henni.
Bryndís Loftsdóttir og Brynjar Níelsson. Hans orð hafa engin áhrif á mig eða skoðanir mínar. Mér þótti einfaldlega augljóst að svona hópur væri best kominn í höndum óflokksbundinna samtaka launafólks í landinu og að þeir væru betur til þess fallnir að miðla upplýsingum um málið til almennings.
Ég þakka ykkur stuðninginn og allar góðu línurnar sem ég hef fengið í vikunni og hvet alla til þess að muna að því miður eru hér á landi margir sem lifa við kröpp kjör og leyfa sér lítinn munað umfram afborganir af húsnæði og mat.
Hækkun barnabóta gagnast aðeins hluta þess hóps. Áfram veginn í átt að góðu samfélagi fyrir alla, segir Bryndís, Það þrífast auðvitað margar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins og mér sárnar ef hann lítur svo á að mín skoðun, að ekki sé rétt að hafa bara eitt virðisaukaskattþrep, eigi ekki heima þar.
Hann hefur sjálfur fengið að hafa sínar skoðanir óáreittur, í það minnsta af minni hálfu. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar Níelsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi hana á Facebook-síðu sinni í dag fyrir að stofna hóp á samskiptasíðunni þar sem mótmælt er hækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í 12% eins og boðað er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Bryndís hefur m.a. vakið athygli á þeim neylsuviðmiðum sem höfð eru til hliðsjónar í greinargerð í frumvarpi fjármálaráðuneytisins vegna breytinga á lögum um virðisaukaskatt, vörugjalds og barnabóta.
Í greinargerðinni er miðað við að 248 krónur fari í máltíð fyrir einstakling og 2.980 krónur fyrir matarinnkaupum fjögurra manna fjölskyldu yfir daginn ef miðað er við útgjaldaflokkun úr neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. að 16,2% af útgjöldum heimilisins fari í mat.
Hefur málið vakið hörð viðbrögð meðal almennings.
Brynjar segir að eitt sé að einstakir stjórnarþingmenn eða varamenn þeirra viðri áhyggjur og sjónarmið vegna einstakra fjárlagaliða en annað sé ef þeir berjist gegn frumvarpinu opinberlega.
Veltir hann því fyrir sér hvort slíkir liðsmenn eigi hugsanlega heima annars staðar.
Ég er sjálfstæðismaður í eðli mínu og sárnar þetta í raun.
En hafi ég sagt eitthvað vitlaust eða rangt þá biðst ég að sjálfsögðu afsökunar á því, segir Bryndís.////////////////Þetta er kannski rétt hjá Bryndísi en því miður galli á gjöf Njarðar,að ópólitíkur eru þeir ekki,als ekki, en samt á málið einnig heima þar,og við viljum virka alla til að vinna ,með þeim sem mynna hafa,Ekki virðist Flokkurinn minn ætla að gera það,Heldur ekki Framsókn,nema sennilega nokkrir,En við Flokksbræður Bryndísar stöndum heilir, með henni flestir allavega, við sem mynna höfum og vel það//Halli gamli
ASÍ tekur við Facebook-síðu Bryndísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.