3.11.2014 | 19:09
Við verðum að forgansraða í þágu grunnþjónustu/Flott ef það stenst!!!
Við verðum að forgangsraða í þágu grunnþjónustu Blæðingin hefur verið stöðvuð.
Á komandi ári verður ríkissjóður rekinn án halla annað árið röð og gott betur.
Okkur hefur því tekist að stöðva skuldasöfnun ríkisins.
Vandinn er hins vegar sá að við munum að óbreyttu ekki hefja niðurgreiðslu skulda fyrr en árið 2017.
Skuldasöfnun hefur leitt til þess að vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldapóstur ríkisins, á eftir heilbrigðismálum og almannatryggingum.
Á komandi ári verður fjármagnskostnaður hærri en samanlagður rekstrarkostnaður Landspítala og öll útgjöld Sjúkratrygginga Íslands.
Auk skulda hvíla nær 1.300 milljarða króna ábyrgðir á ríkissjóði og munar þar mestu um 900 milljarða vegna Íbúðalánasjóðs og nær 400 milljarða vegna A-deildar Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna.
Á sama tíma og glímt er við þungar skuldir verðum við Íslendingar að ráðast í verulegar fjárfestingar í innviðum og þá ekki síst í heilbrigðiskerfinu enda eldist þjóðin hratt.
Á næstu tíu árum mun Íslendingum sem eru 67 ára og eldri fjölga um 50%.
Öfundarefni Fjölgun eldri borgara en ánægjuleg og er staðfesting á því hversu góðum árangri við höfum náð í bættum lífskjörum alls almennings.
Þar standa fáar þjóðir okkur framar.
Og á margan hátt eru við betur í stakk búin en aðrar þjóðir.
Lífeyriskerfi okkar og staða þess er öfundarefni flestra þjóða sem þurfa á næstu árum að kljást við gríðarlegan vanda vegna lífeyrisskuldbindinga.
Fyrirhyggjuleysi þessara þjóða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf og lífskjör allra aldurshópa.
En fjölgunin aldraðra felur engu að síður í sér miklar áskoranir fyrir okkur Íslendinga, ekki síst í heilbrigðismálum.
Við þurfum ekki aðeins að ráðast í uppbyggingu Landspítalans heldur ekki síður í umfangsmikla fjárfestingu á sviði þjónustu við þá sem lokið hafa góðri starfsævi.
Um leið verður að hækka lífeyrisaldur, tryggja sveigjanleika í starfslokum og jafna réttindaávinnslu.
Ég hef áður lagt áherslu á nauðsyn þess að ráðist verði í heildarstefnumótun í málefnum aldraðra, þar sem tekið er mið af fjölgun, breyttum þörfum og sanngjörnum kröfum um lífsgæði og sjálfstæði.
Samhliða því að gera áætlun um byggingu hjúkrunarheimila verður að móta fleiri valkosti með áherslu á heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Þannig að sómi sé að Við munum engum árangri ná, hvorki við að lækka skuldir (sem er forsenda bættra lífskjara í framtíðinni) eða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, án aga í ríkisfjármálum og forgangsröðunar í útgjöldum.
Við getum ekki leyft okkur að ákveða útgjöld í ný verkefni fyrir 7,2 milljarðar á nokkrum árum en skera á sama tíma niður framlög til rekstrar Landspítala.
Það mun ekki ganga að ákveða að auka útgjöld eftirlitsstofnana og safna um 50- 200% en halda að sér höndum í viðhaldi þjóðvega.
Á sama tíma og lítið svigrúm er til að draga úr tekjuskerðingum eldri borgara og öryrkja en sérkennilegt að ákveða að margfalda útgjöld vegna ýmissa verkefna utanríkisráðuneytisins.
Ef við ætlum að vera í stakk búin til að takast á við fjölgun eldri borgara á næstu árum þannig að sómi sé að, verður að forgangsraða þegar kemur að ákvörðun um ríkisútgjöld.
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur okkur tekist hægt og bítandi, að innleiða ný vinnubrögð eins og sést með auknum framlögum til heilbrigðismála og hækkun ellilífeyris.
En verkið er rétt hafið. Sem varaformaður fjárlaganefndar mun ég vinna með það að leiðarljósi að láta
fjármögnun grunnþjónustu ganga fyrir öllu öðru.///////////////////Það er gott hjá Guðlaugi Þór að koma hér fram ,og segjast ætla að forgangsraða rétt, og það er komin á það tími og vel það,ég ætla ekki að rengja þetta allt ,en sumt sem hann segir er ekki rétt,þetta mál sem ég er mikið inní með eldri Borgara er ekki satt þessi 2,9% hækkun hjá okkur er að engu orðin fyrir löngu,og við erum illa statt fólk,þó svo að við höfum lífeyrisjóð,þá sjá tryggingarnar um að lækka hann hjá sér sem þar inn kemur frá Lífeyrisjóði,En svo um margt annað sem Guðlaugur getur um þarna,erum við að vona að flokkurinn hans og míns taki sig á og standi að jöfnun kjara okkar,semsagt gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari,við vinnum að því Guðlaugur//Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.