HannaBirna nýtur stuðnings Innlent | mbl.is | 12.11.2014 | 15:22 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson á... Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra nýtur breiðs stuðnings innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins til að starfa áfram í ríkisstjórn.
Þetta var niðurstaða þingflokksfundar sjálfstæðismanna í dag að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í samtali við mbl.is.
Eins og fréttavefurinn greindi frá í dag var Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að leka trúnaðargögnum um hælisleitanda. Hún nýtur trausts til að halda áfram.
Hún nýtur óskoraðs trausts frá mér og það kom fram beiður stuðningur við ráðherrann á þingflokksfundinum.
Það er eðlilegt að menn spyrji sig þegar aðstoðarmaður ráðherra fær dóm á sig í refsimáli hvernig eigi að bregðast við.
Í mínum huga hefur ráðherrann get það sem í hennar valdi stendur til þess að bregðast við, sagði Bjarni.
Hún hafi reynt að aðstoða við að upplýsa málið þó einhver mistök hafi verið gerð undir rannsókn þess. Ekkert benti til þess að Hanna Birna hefði haft aðkomu að málinu.
Þá hefði hún sagt sig frá dómsmálunum og með því axlað ákveðna pólitíska ábyrgð. Hanna Birna var kosin á þing sem leiðtogi okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík, hún er varaformaður flokksins og fyrsti þingmaður Reykvíkinga.
Mér finnst hún líka hafa ábyrgð sem slíkur stjórnmálamaður sem ég veit að hún vill rísa undir. Það gerir hún best með því að halda sínu striki og hefur til þess traust frá mér, sagði Bjarni ennfremur og bætti við aðspurður að hann teldi málið ekki þannig vaxið að henni bæri að víkja sem ráðherra.
Spurður hvernig farið yrði með dómsmálin í framhaldinu sagði Bjarni að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yrðu að hans mati að ræða í framhaldinu hvernig þeim málum yrði fyrir komið til frambúðar.
Nú er þetta mál upplýst og það gefur að mínu mati tilefni fyrir mig og forsætisráðherra til þess að setjast niður og taka ákvörðun um það hvernig við skipum dómsmálunum út kjörtímabilið.
Það hefur legið fyrir frá því að Hanna Birna óskaði lausnar frá dómsmálunum að ákveðið bráðabirgðaástand hefur verið við lýði varðandi það ráðuneyti og það er langbest að koma því í varanlegar skorður sem fyrst.
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins stendur yfir en hann hófst klukkan 13:00. Um er að ræða hefðbundinn fund þingflokksins og fund aðrir þingflokkar á sama tíma.
Meðal mála sem gera má ráð fyrir að fjallað verði um á fundinum er lekamálið svonefnt en eins og mbl.is greindi frá í gær hefur Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, viðurkennt að hafa lekið trúnaðargögnum um hælisleitanda til fjölmiðla í nóvember síðastliðnum.
Hann var í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur./////////////////////////Þetta er það sem ég hefði viljað sjá hjá löndum mínum og flokksbræðrum,Ég veit ekki hver annar sem ég þekki ætti þetta skilið að halda sínu starfi áfram,auðvitað erum við ekki öll ánægð sem þessir blessaðir ráðherra okkar eru að framkvæma lög frá EES,það væri óeðlilegt ef við værum ekki óánægð með mikið af þeim reglum sem als ekki eiga hér heima,en störf hennar hafa verið farsæl og hún mikið samkvæm öllu okkar,nema með Flugvöllin okkar,og síðan hún varð ráðherra á hún að fara eftir samþykktum 1200 manna flokksþings sem fer fram annað hvert ár,hún mun að lokum sjá að þetta er vilji meirihlutans,og eftir honum á að fara,en ekki svikamillu Dags B. Borgarstjóra að ljúga sér til breytinga//Halli gamli
Hanna Birna nýtur stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Athugasemdir
Jamm og já. Fyrrverandi borgarstjóri Hsnns Birns Kristjánsdóttir talaði fjálglega á sínum tíma um samræðu pólitík. í augum allra var "samræðu-" pólitík Hönnu Birnu einræða hjá henni. Sjálfstæðismenn er fljótir að gleyma hnífasettunum sem hún notaði þegar Bjarni Ben kom kjökrandi í Kastljós og talaði um hvað Hanna Birna væri vond við sig að fara í mótframboð gegn honum, og að hún hafi látið gera skoðanakönnun fyrir sig. Síðan kemur ráðherrann Hanna Birna fram og segir hversu mikill og slæmur lygari Gísli sé. Skyldi Gísli vera að ljúga um að Hanna Birna hafi ekkert vitað?
thin (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 17:09
Algjörlega út úr kú sem þu segir,kveðja
Haraldur Haraldsson, 12.11.2014 kl. 19:37
Jamm. Ætlar þú að segja mér að Gísli sé ekki að ljúga................aftur????
Ráðherrann er orðin margsaga, spurning hvort að hún geri sér grein hvenær hún segi satt eða hvenær hún er að ljúga.
thin (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.