30.11.2014 | 15:44
Óveður á Reykjanesbraut/ Þetta mun verða svona um allt land,fárviðri!!!!
Óveður á Reykjanesbraut Innlent | mbl.is | 30.11.2014 | 12:44 Mynd 745643 Það er byrjað að hvessa á suðvesturhorni landsins og komið óveður á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Hviður verða 35-45 m/​s á utanverðu Kjalarnesi og Hafnarfjalli og eins varhugaverður vindur á Reykjanesbrautinni.
Lægir heldur í skamma stund síðdegis áður en skellur á með SV-átt, fyrst á Suðurnesjum.
Í kvöld og framan af nóttu verður sums staðar ofsaveður, meðalvindur allt að 25-30 m/​s, sérstaklega um landið norðvestanvert og á annesjum norðanlands undir miðnætti.
Það eru hálkublettir og éljagangur á Hellisheiði og Lyngdalsheiði og krapi og él á Mosfellsheiði en annars eru flestir vegir greiðfærir á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum en að mestu greiðfært á láglendi. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Hrafnseyrarheiði.
Á Norðurlandi vestra er að mestu greiðfært en hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Norðausturlandi.
Greiðfært er á láglendi á Austfjörðum en hálkublettir á flestum fjallvegum en þó er hálka á Oddskarði. Suðausturströndin er greiðfær.
Byrjað var að kalla út björgunarsveitarfólk í Vestmannaeyjum og Grindavík um hádegið en nú hafa björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og öllum Suðurnesjum verið kallaðar út.
Athygli vekur að þegar eru komin þrjú útköll á höfuðborgarsvæðinu vegna fjúkandi trampólína þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um að mesti veðurofsi í mörg ár væri væntanlegur í dag.
Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk um allt land sé í viðbragðsstöðu enda aftakaveður í kortunum.+
Nú er hvasst á suðvesturhorni landsins og komið óveður á öllu Reykjanesi, Kjalarnesi, undir Akrafjalli og Hafnarfjalli.
Einnig er óveður undir Eyjafjöllum og við Markarfljót. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll eftir hádegi (jafnvel yfir 50 m/​s þegar verst lætur) og engu ferðaveðri. Hættulegustu vindhviðurnar verða V-lands síðdegis, en á N-verðu landinu frá því seint í kvöld og fram á mánudagsmorgun.
Samkvæmt sjálfvirkum mælingum Vegagerðarinnar fer í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli. Veðrið á hins vegar eftir að versna enn frekar þegar líður á daginn og eru það eindregin skilaboð frá veðurfræðingum á Veðurstofu Íslands að fólk haldi sig heima enda ekkert ferðaveður og verður það ekki fyrr en þegar líður á daginn á morgun.
Búið er að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri og ljóst að ekkert verður flogið innanlands fyrr en á morgun.
Áætlun Strætó: Leið 51 frá Höfn kl.10:25 fellur niður vegna veðurs.
Leið 51 frá Mjódd kl.11:30 mun ekki aka lengra en á Selfoss (frá Selfossi kl.12:25 að Vík fellur niður vegna veðurs).
Leið 57 Allar ferðir falla niður vegna veðurs.
Leið 58 Allar ferðir falla niður vegna veðurs. Leið 59 Allar ferðir falla niður vegna veðurs.
Leið 82 Allar ferðir falla niður vegna veðurs.///////////////////Þetta er og verður svona um alt land þegar líður á daginn,og verður ofsaveður ef allt gengur eftir,sem það mun gera S.v. stormur og mikið úrfelli rigning!!! þetta,getur verið hættulegt mjög ef fólk fer ekki vel að hlutnum,og passar að vara ekki utanhúsþegar búið er að tala til utanhús,en við bara biðjum fyrir öllum að enginn slys verði,og það er málið allt flug fest niður og það gott og skipin komaa in eða í var//Halli gamli
Óveður á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.