Stórfelld breyting á hlutverki RÚV blasir við Innlent | mbl.is | 1.12.2014 | 14:21 Ríkisútvarpið.
Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr ogsvo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr.
Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi RíkisútvarpsinsEf það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald.
Áskorunin í heild: Á undanförnum árum hafa framlög til Ríkisútvarpsins ítrekað verið skorin niður, mikið hefur verið hagrætt í starfseminni og dregið úr þjónustu.
Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórnendur félagsins gera sjálfstæða úttekt á fjármálum félagsins.
Niðurstaðan var sú að félagið er yfirskuldsett og er stærstur hluti skuldanna gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar.
Þá blasir við að tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem félagið veitir og grundvallast á útvarpslögum.
Í útvarpslögum eru skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarpsins og þær nánar útlistaðar í þjónustusamningi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins.
Til að standa undir þjónustunni er í útvarpslögum gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjald sem landsmenn og lögaðilar greiða nú. Útvarpsgjaldið er 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið hefur á undanförnum árum tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í algerlega ótengd verkefni.
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ítrekað að samræmi verði að vera milli þeirrar þjónustu sem félaginu ber að veita og þeirra tekna sem félagið fær til að standa undir þjónustunni.
Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til framtíðar.
Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafnaðan skuldavanda félagsins.
Útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu allar mun fjölmennari.
Framlag hvers Íslendings til Ríkisútvarpsins er t.d. mun lægra en þegnar Bretlands og Noregs (BBC, NRK) greiða til sinna ríkisstöðva og sambærilegt því sem þegnar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands (DR, YLE og SVT/​SR) greiða til sinna ríkisstöðva.
Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr.
Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins með stórtækari niðurskurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá félaginu.
Augljóst má vera að sú þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir tæki stakkaskiptum við þessa breytingu með samdrætti á öllum sviðum.
Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórnendur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í Gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á íslensku, leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu og bæta dreifikerfið um land allt.
Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald.
Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi.
Stjórn RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður. Ásthildur Sturludóttir, Björg Eva Erlendsdóttir,
Guðlaugur G. Sverrisson, Guðrún Nordal, Friðrik Rafnsson, Magnús Stefánsson, Margrét Frímann-
dóttir, Valgeir Vilhjálmsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.///////////////////Svo mörg voru þau orð og ekki alveg ný af nálinni,þetta er búið að tala um í mörg ár,og alltaf er þetta sem við köllum afturhald til að stoppa þetta,sama hvar menn eru i Pólitík að manni finnst þetta er barn síns tíma ,oog á bara að einkareka,og ekkert annað!!! Ég er að vona að þetta gangi eftir á næstu árum,og einnig með áfengissöluna að það verði eins og annarstaðar
Stórfelld breyting á hlutverki RÚV blasir við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Athugasemdir
íSLENSKA RÍKISÚTVARPIÐ/SJÓNVARPIÐ SKARTAR TÍSKUKLÆDDI FÓLKI OG HUNDRUÐUM STARFSMANNA SEM ERU AÐ GERA HVAÐ ?--- KOSTAR REKSTUR Á VIÐ MEÐAL SJÚKRAHÚS.
ÞAÐ MÁ LOKA ÞVÍ- ALFARIÐ.
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.12.2014 kl. 20:48
RÚV hefur ekkert hlutverk í nútímanum. Þeir sáu um að farga sér sjálfir með því að sturta niður megninu af gagnasafninu sínu. Núna reka þeir bara rassinn í einkareknu stöðvarnar eins og spikfeitur fíll í postulínsbúð.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.