Vill gjaldþrotaskipti á Glitni/Loksins kom maður með viti í þetta fjárhættuspil!!!

Viðskipti | mbl.is | 4.12.2014 | 19:20 HHeiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og kröfuhafi í bú Glitnis...eiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og kröfuhafi í bú Glitnis... Heiðar Már Guðjónsson, eigandi félags sem á almenna kröfu í bú Glitnis hf., hefur lagt inn gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur félaginu.

Telur Heiðar að hann eigi ekki að þurfa að bíða þess Glitnir taki þátt í ferli til afnáms gjaldeyrishafta, enda sé ekki vissa fyrir því hvort slíkt ferli gengi eftir.

Sam­kvæmt 2. og 3. ml. 4. mgr. 103. gr. laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki seg­ir að kröfu­hafi geti kraf­ist þess að bú fyr­ir­tæk­is í slitameðferð verði tekið til gjaldþrota­skipta.

Bygg­ir Heiðar gjaldþrota­skipta­kröfu sína á því að öll skil­yrði slíkr­ar kröfu séu upp­fyllt.

Í rök­stuðningi kröfu Heiðars, seg­ir að slita­stjórn hafi um margra ára bil leitað nauðasamn­ings án ár­ang­urs.

Svo virðist hon­um sem slita­stjórn­in ein­blíni á gerð nauðasamn­ings sem útheimti und­anþágu Seðlabanka Íslands, og að slita­stjórn­in virðist hafa gerst þátt­tak­andi í mót­un hug­mynda um af­nám fjár­magns­hafta.

Vand­séð sé að slíkt sam­rým­ist hlut­verki slita­stjórn­ar, sem er einkum að há­marka end­ur­heimt­ur eigna og út­hluta til kröfu­hafa við fyrsta mögu­lega tæki­færi, eft­ir því sem kem­ur fram í kynn­ingu slita­stjórn­ar Glitn­is hf.

mbl.is/​Friðrik Tryggva­son „Nú eru liðin 6 ár frá því að þess­ir bank­ar fóru á hliðina og það ætti að vera fyr­ir löngu búið að setja þá í þrot, en slita­sjtórn­in kom­in langt út fyr­ir verksvið sitt,“ seg­ir Heiðar Már í sam­tali við mbl.is.

„Slita­stjórn­in á bara að finna þá sem eru kröfu­haf­ar, og greiða út það sem er í bú­inu. Þessi slita­stjórn er hins veg­ar far­in að reyna að finna leiðir til þess að leysa gjald­eyr­is­höft­in og semja fyri hönd ein­hverra kröfu­hafa fram­hjá ís­lensk­um kröfu­höf­um, sem snúa að færslu fjár­muna frá land­inu.“

„Klára á málið í eitt skipti fyr­ir öll“ Heiðar seg­ir ekk­ert benda til þess að nauðasamn­ing­ar séu að náðst í bráð.

„Slita­stjórn­irn­ar í dag eru að rukka um 5 þúsund millj­ón­ir króna á hvert þrota­bú og miðað við vinnu­brögð þeirra viðskipta­áætl­un Glitn­is sem nær til árs­ins 2019 þá er ekk­ert út­lit fyr­ir að þeir séu að fara að leita ein­hverra samn­inga.

“ Glitnir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar. Glitn­ir Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, formaður slita­stjórn­ar. mbl.is/​Golli Sér­stak­lega komi þetta niður á ís­lensk­um kröfu­höf­um, að mati Heiðars.

„Það er ekki eðli­legt að þeir láti ekki ís­lenska og er­lenda kröfu­hafa bara sitja. Þeir eiga bara að ganga frá mál­in­um í eitt skipti fyr­ir öll.“

Aðspurður hvort tíma­setn­ing kröf­unn­ar sem nú komi fram eigi sér ástæðu, seg­ir Heiðar svo ekki vera. „Það er bara vildi þannig til að það var hægt að gera þetta núna.

Ég byrjaði að tala um það fyr­ir þrem­ur árum síðan, að það þyrfti að gera eitt­hvað í þessu, síðan hef­ur tekið um eitt ár að koma mér í þá stöðu að ég geti komið mér fram með þessa kröfu.

Það er betra seint en aldrei,“ seg­ir Heiðar. „Slita­stjórn­in hef­ur breytt þessu í sirk­us“ Aðspurður hvort hann haldi að fleiri kröfu­hafa séu sömu skoðunar og hann seg­ist Heiðar telja svo vera.

„Það held ég, það eru skýr­ir hags­myun­ir ís­lenskra kröfu­hafa að þessu sé slitið sem fyrst, og líka mikl­ir hags­mun­ir alþjóðlegra kröfu­hafa, því þess­ar slita­stjórn­ir hafa breytt þessu í ein­hvern sirk­us.“

Slita­stjórn Glitn­is hef­ur nú fram til 11. janú­ar að koma með sína hlið á mál­inu fyr­ir dóm­stól­um.

„Síðan verður bara dóm­stoll­inn sem skipaði í slita­stjórn­ina að sjá að nú eru komið á sjö­unda ár frá því að slita­stjórn­in var skipuð, og málið hef­ur ekk­ert þokast.

Er ekki rétt bara að klára þetta? Á meðan líður ís­lensk­ur al­menn­ing­ur og ís­lenskt efna­hags­líf

fyr­ir það að þessi höft séu ennþá til staðar vegna þess að það er ekki enn búið að gera upp

gömlu bank­ana,“ seg­ir Heiðar að lok­um./////////////////Það er lengi búið að tala um þetta ,en hefur engan árangur borið,en slitastjórnir hafa uppúr þessu milljarða,og það er þjóðarskömm milljarða tap á tapið sem vara áður,en skal málið varða tekið föstum tökum núna væri það gott að komst að öllu svindlinu,og láta þetta fólk vera ábyrgð///Halli gamli 


mbl.is Vill gjaldþrotaskipti á Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband