22.12.2014 | 23:06
Er jólahugurinn einhvers virði?/Þetta er ágæt pæling fyrir okkur að skoða!!
Er jólahugurinn einhvers virði? Viðskipti | mbl.is | 22.12.2014 | 15:41 Þiggjandinn metur gjöfina oftast ekki eins mikils og gefandinn.
Oft er sagt að það sé hugurinn sem gildir hvað jólagjafirvarðar.
Hins vegar er ljóst að þiggjandinn metur gjöfina sjaldnast jafnmikils og gjöfin kostaði gefandann.
Áætla má að munurinn á verðmati gefanda og þiggjanda á gjöfum nemi um 0,8 til 2,5 milljörðum.
Mismunurinn á virði jólagjafa er nefndur allratap og áætla má að um 10 til 30 prósent af kaupvirði jólagjafa endi þar.
Hugtakið er runnið frá bandarískum prófessor við Yale, Joel Waldfogel, en hann spurði nemendur sína annars vegar að því hversu mikið þiggjandinn væri sjálfur tilbúinn að greiða fyrir gjöfina og hins vegar hversu mikið hann þyrfti að fá greitt fyrir að láta gjöfina af hendi.
Nefndu flestir hærri tölu í síðarnefnda tilvikinu.
Mesta tapið vegna gjafa frá ömmu og afa Þetta kemur fram í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka.
Allratapið er yfirleitt mest vegna gjafa frá ömmum og öfum, frænkum og frændum eða þeim sem eru langt frá þiggjandanum félagslega eða í aldri.
Gjafir frá foreldrum eða mökum eru aftur á móti mun líklegri til að hitta í mark, enda líklegt að þeir þekki viðkomandi, smekk hans og þarfir betur.
Gjafir geta verið ákveðið tækifæri fyrir fólk að sýna væntumþykju Gjafir geta verið ákveðið tækifæri fyrir fólk að sýna væntumþykju mbl.is/​Golli Reiknað er með að heildarvelta vegna jólaverslunar verði um 14,7 milljarðar í ár, þar af 6,4 milljarðar vegna dagvöru en 8,3 milljarðar vegna sérvöru.
Ef gert er ráð fyrir að sérvaran sé öll vegna jólagjafa og að dagvaran sé matvara má áætlað að allratap vegna jólagjafa á Íslandi í ár, eða áætlaður kostnaður við það að sýna okkar nánustu fram á hlýju og væntumþykju, verði á bilinu 0,8 til 2,5 milljarðar króna.
Það er ekki furða að hagfræðin séu kölluð hin döpru vísindi, segir greiningardeildin. Reiðufjárgjafir ekki alltaf viðeigandi Samkvæmt hagfræðinni veitir reiðufé besta notagildið í krónum talið miðað við hvað gefandinn þurfti að leggja út fyrir.
En hví gefur fólk þá síður reiðufé í gjafir? spyr greiningardeildin.
Er í fyrsta lagi talið að gefandinn sé að reyna vekja upp tilfinningaleg viðbrögð þar sem fjárhæðir á bankabók vekja síður upp tilfinningaleg viðbrögð - viðtakandinn hugsar líklega ekki jafnhlýlega til peningaseðils og bróderaða púðans frá Dídí frænku... og þó, segir greiningardeildin.
Í öðru lagi er þá nefnt að samfélagið hafi ákveðið að reiðufjárgjafir séu hreinlega ekki alltaf viðeigandi, til dæmis í tilfelli maka.
Þá segir að gjafir geti þó verið ákveðið tækifæri fyrir fólk að sýna væntumþykju með því að gefa merki um það að tekinn hafi verið tími sérstaklega í að hugsa vel og vandlega um að velja eitthvað með þiggjandann einan í huga.
Að rækta sambönd á þennan hátt er eitthvað sem sjaldnast er tekið með inn í útreikninga./////////////////Þessi hugleiðing er þörf víða ,og svo skoðast áfram,ég segi fyrir mig, að löngu síðan er þetta komið úr böndum,beist í hátíðleg jól sem beðið var í mikilli eftirvæntingu hér þegar á var barn,og farið á Þorlák og keypt eitthvað smávegis,þeir sem áttu þá fyrir því,en farið í kirkju mikið hátíðlegt, og svo heim og það var mjög gott í matinn hjá flestum en als ekki öllum,í minningunni var Pabbi ekki alltaf heima,fyrst á veiðum og síðar siglingum á Bretland,og nutum við þess á tímabili ,að hann kom með dót fyrir okkur þaðan og Jólatré og seríur,og ýmislegt matarkyns,En þó þetta hafi verið góður peningur þá sér maður það og hugsar að þetta var hættulegt mjög,og margur Togarin skotin niður eða sökkt,og það voru sorgleg Jól þá oft hjá fólki,ég mann þetta eins og hefði skeð í gær þegar Pabbi minn sem var Stýrimaður á B/V Jóni Ólafssyni þá einn af stærstu Togurum okkar,átti að vara heima og komin það og gaman,en það kom bíll og hann sóttur vegna þess að Hinn Stýrimaðurinn var komin á Fyllirí og Pabbi varð að fara,og það var hans hinsti túr,þeir fóru til Flyetwot og seldu vel ,að vanda og síðast sást til þeirra Þegar þeir sigldu frámúr öðrum íslenskum Togara þeir gengu svo millu hraðar,En hann var ekki talin af fyrr en í desember 1942 byrjun,þarna fórust 13 menn og þegar Myningarathöfnin var í Dómkirkjunni og var hún yfirfull,og sorgin var mikil og 23 börn urðu föðurlaus og þetta voru ekki skemmtileg Jól og tók á,ég er nú útfrá þessari grein um Jólin að láta þetta frá mér,það kom svo löngu síðar fram frá varnarmálaráði Þýskalands að Kafbátur sökkti togaranum Jóni Ólafssyni 20 mílum undan Hjörleifshöfða,skaut tveim tundurskeyti og sagði á eftir að hann hefði haldið þetta Fragtskip,en bara eigið gleðileg Jól sem getið//Halli gamli
![]() |
Er jólahugurinn einhvers virði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.