Áhyggjur af lifibrauði bakara Viðskipti | mbl | 5.1.2015 | 15:26 Á síðasta ári voru 1.800 tonn af brauði flutt inn til landsins. Samþjöppun hefur orðið á bakkelsismarkaðnum og hafa bakaríin færst á færri hendur.
Þá hefur bökurum jafnframt fækkað og sífellt meira er flutt inn af brauði.
Þetta er nákvæmlega sama þróun og á Norðurlöndunum að sögn framkvæmdastjóra Landssambands bakarameistara.
Fækkað um 13 Skráðum félagsmönnum í Landssambandinu hefur fækkað nokkuð á liðnum árum. Í desember 2014 voru þeir 29 talsins en í lok árs 2001 voru þeir 42.
Þá voru þeir 39 í lok árs 2003. Fjöldi bakarísbúða innan félagsins hefur hins vegar verið nokkuð stöðugur í kringum sextíu og sýnir það að samþjöppun hefur orðið í greininni.
Þetta er nákvæmlega sama þróun og í nágrannalöndum okkar, bæði á Norðurlöndum og í Þýskalandi.
Rósa Braga Fyrirtækjum fækkar en þau stækka og sama þróun á sér stað í öðrum greinum, segir Ragnheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra bakarameistara og bendir til dæmis á Kornið, sem hefur verið að kaupa upp minni bakarí og er nú orðið stærsta bakarí landsins og rekur 12 bakarí sem þjónusta yfir 200 fyrirtæki.
Þá bendir hún á Lagkagehuset í Danmörku til samanburðar, sem sífellt fjölgar útibúum sínum. Brauðbarir eru þá einnig komnir í flesta stórmarkaði og innflutningur á brauði eykst með hverju ári en á síðasta ári voru um 1,800 tonn af brauði flutt inn til landsins.
Jafnvægi milli stórmarkaða og sérverslana Hún telur þó ekki tilefni til að ætla að bakarí líkt og við þekkjum þau í dag muni leggjast af líkt og mjólkurbúðirnar forðum daga.
Ég held frekar að það muni nást einhvers konar jafnvægi milli stórra matvöruverslana, s.s. lágvöruverðsverslana, og sérverslana með meiri þjónustu og vörur af tilteknum gæðum og uppruna, segir Ragnheiður Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bakarameistara, telur þá einnig að bakaríin muni halda velli í framtíðinni.
Hann segist þó vissulega hafa áhyggjur af fækkun í stéttinni. Þetta er okkar lifibrauð og auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur af því.
En ég lifi í voninni og tel að jafnvægi náist að lokum, segir hann.
Það munar alltaf ansi mikið þegar eina bakaríið hverfur úr byggðarlaginu, segir hann þó og bætir við að það hafi aðeins verið að gerast.
En ég hef ekki trú á því að bakaríin deyi út, segir Jón Albert.///////////////Svona er þetta í dag því miður segi ég hiklaust,og að þessu skal huga ,þetta er og verður,ef ekki ef átekið,þessi brauð sem flutt eru inn eru ekkert betri en Brauðkaup okkar í Bandarnaríkjunum,þau eru fábær það gera smá rotvarnarefni,þar er allur grófleiki og venjuleg ending á brauði án Ísskáps eru okkar aðall ,af hverju má ekki gera þetta hér,auðvitað græða bakarar á að þau eldist fljótt!!!Nú bíðum við eftir að bakarar lækki sætabrauðum sykurinn lækkaði um helming,en í öllum Bænum takið ykkur á, bakið brauð sem endist,án þess að mygla/Halli gamli
Áhyggjur af lifibrauði bakara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má ég heldur biðja um brauð sem myglar eftir 5 daga heldur en brauð sem er eins og nýtt eftir heilan mánuð á eldhúsbekknum. Amerísk verksmiðjubrauðgerð hefur nú ekki þótt sú fínasta í heimi hér.
Gísli Sigurðsson, 6.1.2015 kl. 15:34
Verði þér að góðu Gísi,kær kveðja.mygla er ekki óholl en vont frekar.kveðja
Haraldur Haraldsson, 6.1.2015 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.