Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir ættla að leggja fram þingsálitunatillögu,um þáttöku Lýðræði??

Þingmenn Vinstri grænna munu er þinghald hefst að nýju leggja fram tvö þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Katrín Jakobsdóttir leggur ásamt fleiri þingmönnum fram þingsályktunartillögu um þátttökulýðræði og Svandís Svavarsdóttir leggur ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um atvinnulýðræði.

„Í þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri, sem er fyrsta þingmál sinnar tegundar á Íslandi, er kveðið á um að skipa skuli nefnd um lýðræðisleg ákvarðanaferli með beinni þátttöku almennings í opinberri stefnumótun.

Markmiðið með vinnu nefndarinnar verði að auka þátttöku og aðkomu almennings í opinberum ákvörðunum í samræmi við hugmyndir um þátttökulýðræði.

Með orðinu „þátttökulýðræði“ er vísað til tegundar lýðræðis þar sem aukin áhersla er lögð á þátttöku almennings í opinberum ákvörðunum,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að slíkar hugmyndir hafi verið áberandi bæði í opinberri og fræðilegri umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa orðið talsverðar hræringar í þeim efnum hér á landi.

„Ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samkvæmt þessum hugmyndum á að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku, en aðkoma almennings getur verið af ýmsum toga, svo sem að forgangsraða, skilgreina markmið, leggja fram tillögur eða hlutast til um niðurstöðu.

Með tillögunni er lagt til að áfram verði unnið að lýðræðisumbótum í þessa veru með samvinnu stjórnmálamanna, embættismanna og háskólasamfélagsins.“

Í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur um atvinnulýðræði er lagt til að hefja vinnu við að þróa aðferðir og leiðir til að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og í skólum landsins.

„Í víðasta skilningi vísar hugtakið „atvinnulýðræði“ til allra ráðstafana sem gerðar eru til að auka áhrif starfsmanns á ákvarðanir ákvarðana sem tengjast daglegum störfum viðkomandi starfsmanns.

Í tillögunni er lagt til að sérstaklega skipuð nefnd geri í samráði við aðila vinnumarkaðarins tillögur að eflingu atvinnulýðræðis í þessum skilningi.

Meðal þeirra leiða sem nefndar eru í greinargerð tillögunnar er að starfsfólk hafi rétt á að

skipa fulltrúa í stjórn fyrirtækja og stofnana eins og tíðkast víða í Vestur-Evrópu.“////////////////////Þetta er svolítið skrítið að bara fram,vilja þær að lýðræðið verð svo að minnihlutinn ráði,þetta lið V.G. og Samfylkingar,eru að reyna að snúa við lýðræðinu eða helstu kenningar þessa.auðvitað er lýðræðið víðtækt og þar er ekki alstaðar að manni finnst það sama??Við getum öll samþykk að reyna að halda lýðræðið ,en fleira nefndir eru ekki til þess að koma því á við verðum að koma því á að kjósa um þessa hluti, en ekki láta suma mis vitramenn sjá okkur eins og Brussels sér um ESB  og að parti EES,er það lýðræði ef bara spyr???Þessar öfgar hjá þessu Vinstra fólki er að setja allt á annanna endann,en þessa heldur að berjast fyrir okkur sem mynna höfum,sem mínir menn virðast hafa gleymt af stórum hluta//Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband