Sagði Sjálfstæðisflokk bera ábyrgð///Margt er sér til gamans ,gert og kallað einelti!!!

Sagði Sjálfstæðisflokk bera ábyrgð Innlent | mbl.is | 2.2.2015 | 20:05 Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.„Það er sama hvar borið er niður í þessu máli, hann [Páll Heimisson] hefur ekki getað sýnt fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu,“ sagði vararíkissaksóknari fyrir Hæstarétti í morgun.

Verjandi Páls sagði ýmislegt hafa farið úrskeiðis en ekki þannig að refsivert væri.Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Pál í tólf mánaða fang­elsi í októ­ber 2013 fyr­ir umboðssvik en batt níu mánuði refs­ing­ar­inn­ar skil­orði.

Þá var hon­um gert að greiða Sjálf­stæðis­flokkn­um rúm­ar 19 millj­ón­ir króna

. Hann var sak­felld­ur fyr­ir að hafa mis­notað aðstöðu sína til að skuld­binda Sjálf­stæðis­flokk­inn þegar hann í alls 321 skipti notaði kred­it­kort flokks­ins til út­tekta á reiðufé og kaupa á vör­um og þjón­ustu.

Hnot­skurn Grun­semd­ir vöknuðu á skrif­stofu Sjálf­stæðis­flokks­ins og fór svo að flokk­ur­inn kærði Pál til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í apríl 2011.

Þegar málið kom upp hvarf Páll spor­laust. Ut­an­rík­is­ráðuneytið var beðið um aðstoð við að hafa upp á hon­um og fannst hann í New York.

Páll tók út 100 þúsund krón­ur úr ís­lensk­um hraðbönk­um í 82 skipti, til dæm­is 14 sinn­um frá 4. maí til 28. júní 2010. Einnig tók hann út 4., 5., 6., 8., 11. og 21. októ­ber 2010.

Alltaf 100 þúsund krón­ur. Hæsta ein­staka færsl­an nam 510 þúsund krón­um og var fram­kvæmd í Vín­ar­borg 7. sept­em­ber 2010 hjá Uhrmacher­meister Hu­ebn sem myndi á ís­lensku út­leggj­ast sem Úrsmíðameist­ar­inn Hu­ebn.

Jafn­framt er tölu­vert um að háar upp­hæðir rynnu til Icelanda­ir, vænt­an­lega til kaupa á flug­ferðum, og nam hæsta ein­staka upp­hæðin 273 þúsund krón­um. Páll áfrýjaði mál­inu og var það flutt fyr­ir Hæsta­rétti í morg­un.

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari, flutti málið fyr­ir hönd ákæru­valds­ins og gerði þá kröfu að sak­fell­ing­in yrði staðfest en refs­ing­in þyngd.

Einnig að Páli verði gert að greiða Sjálf­stæðis­flokkn­um um­rædda fjár­muni og all­an máls­kostnað fyr­ir héraði og Hæsta­rétti.

Frá ár­inu 2008 starfaði Páll sem rit­ari íhalds­hóps Norður­landaráðs og fram til vor­mánaða 2011 þegar hon­um var sagt upp störf­um.

Páll var með aðstöðu í Val­höll og tvö kred­it­kort skráð á Sjálf­stæðis­flokk­inn. Með öðru þeirra var hon­um ætlað að greiða út­gjöld tengd störf­um íhalds­hóps­ins.

Tók ít­rekað út 100 þúsund krón­ur Helgi Magnús sagði málið snú­ast um það hvort Páll hefði haft heim­ild til að greiða um­fram­gjöld með kred­it­kort­inu.

Flest­ar skýr­ing­ar hans séu á þá leið að kostnaður­inn hafi tengst for­mennsku hans í DEMYC, Evr­ópu­sam­tök­um ungra hægri manna.

Ekk­ert af þeim vitn­um sem komu fyr­ir héraðsdóm kann­ist hins veg­ar við að þátt­taka hans í því starfi hafi verið hluti af störf­um hans fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Páll Heimisson. Páll Heim­is­son. Þá benti Helgi Magnús á að þegar færsl­urn­ar séu skoðaðar komi í ljós 121 út­tekt úr hraðbönk­um á Íslandi upp á 10,6 millj­ón­ir króna.

Hjá lög­reglu hafi hann borið við að þess­ar út­tekt­ir hafi tengst um­ræddu DEMYC sam­starfi en ekki skýrt nán­ar hvað hafi orðið um pen­ing­ana. „Seint á ár­inu 2010 þá fer hann að taka út 100 þúsund krón­ur nán­ast marga daga í röð.

Ákærði hef­ur aldrei skýrt það og DEMYC er ekki einu sinni með rekst­ur hér á landi. Af hverju hann fór í hraðbanka til að taka út pen­ing með þess­um hætti hef­ur ekki verið skýrt.

“ Auk þess að hafa eng­ar skýr­ing­ar gefið þá liggi ekk­ert fyr­ir um að Páll hafi haft heim­ild til að greiða fyr­ir DEMYC sam­tök­in.

„Þetta voru pen­ing­ar hins nor­ræna íhalds­hóps,“ sagði Helgi Magnús og einnig að Páll hafi farið ansi frjáls­lega með þessa DEMYC-skýr­ingu sína. Helgi Magnús sagði enn­frem­ur að ef hann var að leggja út fyr­ir DEMYC þá hefði verið gott að ta

ka nótu fyr­ir þeim kostnaði.

Hins veg­ar hafi ekk­ert vitni verið leitt fyr­ir dóm­inn sem geti staðfest að hann hafi verið að leggja út fyr­ir DEMYC og eng­in gögn lögð fram því til stuðnings.

„Það hefði verið eðli­legt ef skýr­ing­arn­ar væru hald­bær­ar.“

Játaði sekt í tölvu­bréfi Vara­rík­is­sak­sókn­ari sagði at­hygl­is­verðast í mál­inu tölvu­bréf sem Páll ritaði þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins eft­ir að málið kom upp.

Í því seg­ist Páll taka fulla ábyrgð á mis­gjörðum í fjár­mál­um íhalds­hóps­ins.

 

„Ég er mjög hrygg­ur yfir því hvernig ég hef brugðist því trúnaðar­trausti sem þú og aðrir hafa sýnt mér í störf­um mín­um und­an­far­in ár, því miður á ég eng­ar máls­bæt­ur í þeim efn­um.“ Einnig sagðist hann átta sig á að hann hafi gerst brot­leg­ur við lög og að hann verði að sæta ábyrgð á gjörðum sín­um.

„Enn­frem­ur geri ég mér fulla grein fyr­ir því að þetta mál verði fengið til rann­sókn­ar þess til bærra yf­ir­valda og niðurstaða þeirr­ar rann­sókn­ar verði mér mjög þung­bær.“

Helgi Magnús sagði Pál ekki hafa skýrt það hvers vegna hann gang­ist við brot­um sín­um í tölvu­bréf­inu ef hann taldi greiðslurn­ar inn­an heim­ild­ar.

„Af hverju sagði hann ekki í tölvu­bréf­inu að þetta væri í sam­ræmi við venj­ur og í sam­ræmi við það sem rætt hefði verið um?“

Hann sagði ljóst að Páll hefði bundið Sjálf­stæðis­flokk­inn með þess­um greiðslum og með því mis­notað aðstöðu sína, 12 millj­ón­ir af 19,4 séu séu hrein út­tekt í reiðufé og eng­ir reikn­ing­ar hafi verið lagðir fram vegna þeirra út­tekta.

Að lok­um sagði hann héraðsdóm hafa verið nærri lagi þegar kom að ákvörðunar refs­ing­ar, Páll hafi ekki gerst sek­ur gagn­vart al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um áður og því heim­ilt að skil­orðsbinda refs­ing­una að miklu leyti.

Hefði átt að setja regl­ur um notk­un­ina Björn L. Bergs­son, verj­andi Páls, gerði þær kröf­ur að hann yrði sýknaður af ákæru rík­is­sak­sókn­ara og bóta­kröfu Sjálf­stæðis­flokks­ins vísað frá dómi. Hann sagði sak­ar­efnið nokkuð sér­stakt þar sem Páli væri gefið að sök að hafa mis­notað stöðu sína og skuld­bundið Sjálf­stæðis­flokk­inn.

„En í raun bein­ist brotið ekki að Sjálf­stæðis­flokkn­um held­ur nor­ræna íhalds­hópn­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var nokk­urs kon­ar milliliður og hann starfsmaður flokks­ins og fór ekki út fyr­ir þær heim­ild­ir sem hon­um voru markaðar.“

Hann sagði óum­deilt að Páll notaði greiðslu­kortið í þetta 321 skipti en að um­gjörðin væri allt önn­ur en gefið væri í skyn í ákæru. Hann hafi verið ráðinn til Sjálf­stæðis­flokks­ins og gegndi á þess­um árum starfi alþjóðafull­trúa hjá flokkn­um.

Kortið hafi verið notað til að fjár­magna þá stöðu.

Los­ara­brag­ur hafi verið á fjár­mála­stjórn­inni sem sé miður, en það sé ekki Páli al­farið að kenna.

Hvað varðar tölvu­bréfið til fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði Björn að Páll hefði verið svo meðvirk­ur að hann hefði verið reiðubú­inn að taka allt málið á sig. „Þetta fór úr­skeiðis og þar átti hann hlut að máli, en ekki þannig að refsi­vert hafi verið.“ Sjálf­stæðis­flokkn­um hafi borið að setja regl­ur um korta­notk­un­ina.

Dóm­ar­arn­ir iðnir við að spyrja Dóm­ar­ar máls­ins voru nokkuð iðnir við að spyrja verj­anda Páls út í at­vik máls. Þannig var hann spurður að því hvers vegna Páll hefði nær ávallt tekið út pen­inga í ís­lensk­um krón­um ef þær tengd­ust DEMYC-sam­tök­un­um.

Á því kunni verj­and­inn eng­ar skýr­ing­ar. „Það er hluti af því sem lögmaður­inn kann ekki að skýra um­fram það sem kem­ur fram í gögn­um máls­ins.“

Hann sagði hins veg­ar að það væri ein­dreg­in afstaða Páls að þarna hefði hann verið að taka út fé fyr­ir DEMYC eða mögu­lega fyr­ir íhalds­hóp­inn nor­ræna.

Erfitt sé að greina á milli þar sem Páll hélt ekki bók­hald. Þegar hann var spurður út í út­tekt­ir úr herrafata­versl­un og hvernig það geti tengst DEMYC sagði verj­and­inn telja að um hafi verið að ræða þarf­ir fyr­ir ein­staka fund­ar­gesti.

„Þjón­ust­an við fund­ar­gesti hafi verið alþjón­usta.“ Björn áréttaði að notk­un­in hefði verið fyr­ir íhalds­hóp­inn nor­ræna og DEMYC og að Páll hefði eng­in fyr­ir­mæli fengið um kortatnotk­un­ina né hafi verið sett­ar starfs­regl­ur.

„Þess­ar regl­ur voru ekki til og voru í smíðum haustið 2010. Hann gat því ekki farið eft­ir þeim. Það var verið að smíða þær 18 mánuðum eft­ir að hann tók til starfa.“ Það geti því ekki verið umboðssvik þegar eng­um regl­um var að fylgja.

Aðild­ar­skort­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins Þá sagði hann ábyrgð Sjálf­stæðis­flokks­ins mikla. Sam­starfs­menn Páls hafi vitað að hann starfaði fyr­ir DEMYC og flokk­ur­inn hafi haft öll ráð til að grípa inn í ef þeir héldu að hann færi glæfra­lega með fjár­mun­ina.

Ef ekk­ert eft­ir­lit hafi verið haft með korta­notk­un­inni þá sé það veru­leg yf­ir­sjón, að láta starfs­mann fá kred­it­kort í 26 korta­tíma­bil og hafa ekk­ert eft­ir­lit.

Hvað varðar bóta­kröfu Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði Björn að sú álykt­un að flokk­ur­inn muni bera það tjón sem fólst af notk­un Páls eigi sér ekki stoð í framb­urði þáver­andi fram­kvæmda­stjóra flokks­ins.

Hann hafi sagt að það verði rætt eft­ir að niðurstaða ligg­ur fyr­ir í dóms­mál­inu hvort upp­hæðin verði greidd til baka.

„Þarna hafa fjár­mun­ir glat­ast en ekki úr vasa Sjálf­stæðis­flokks­ins og því get­ur flokk­ur­inn ekki verið aðili að þess­ari bóta­kröfu.“

Hann sagði einnig að flokk­ur­inn hafi ekki mál­sókn­ar­um­boð fyr­ir nor­ræna íhalds­hóp­inn og því sé um aðild­ar­skort að ræða.

Að lokn­um ræðum var málið dóm­tekið og verður dóm­ur kveðinn upp á næst­unni. Frétt mbl.is:

Sagðist hafa haft heim­ild//////////////////////Svona flókin mál rata ennþá í dómstig og engin veit neitt að mann skilst,hvað er í gangi hjá okkur að láta þetta ske í mörg tómabil án þessa að æmta eða skræmta,þetta er skömm samt hverjum sem,en gott að málið kemst í blöð og til almennings og þörf á að upplýsa og hvað sem út kemur erum við hress með upplýsingar þarna ,svo lengi lærir sem lifir!!!En að maðurinn verði ekki dæmdur er skrítið og skil ég það ekki//Halli gamli


mbl.is Sagði Sjálfstæðisflokk bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alveg stórfurðulegt að það er alltaf einhverjum öðrum að kenna, en ekki þeim sem framdi glæpinn.

Hvenær ætlar þjóðin og kerfið að hætta að hlusta á; "ekki að kenna mér um að ég stal, það er þeim sem ég stal frá að kenna."

Henda þessum þjóðfélagsblóðsugum í fangelsi og týna lyklunum í 20 ár svo þeir komist ekki út aftur, kanski læra þeir eitthvað meðan að þeir hafa nægan tíma að hugsa um það sem þeir gerðu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.2.2015 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband