5.2.2015 | 16:07
Þetta er algjört reiðarslag/Ekki ættlar maður að gera grín að þessum óförum ,en það segir sig samt sjalft!!
Þetta er algjört reiðarslag Innlent | mbl | 5.2.2015 | 11:13 Mynd 791128 Við erum að vinna hörðum höndum í því sem að þessu snýr og passa upp á að þetta geti ekki komið fyrir aftur. Þetta er algjört reiðarslag, segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
um atburði gærdagsins þegar þroskaskert stúlka fannst í læstum bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Talið er að stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, hafi verið í bílnum í um sjö klukkustundir.
Jóhannes sat fund í morgun með borgarstjóra, fulltrúum sveitarstjórna sem reka Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem ákveðið var að bráðabirgðastjórn yrði síðar í dag skipuð yfir Ferðaþjónustu fatlaðra með aðkomu fulltrúa hagsmunasamtaka. Með þessu á að bregðast við málinu sem upp kom í gær.
Að sögn Jóhannesar mun stjórnin þá fylgjast með málum akstursþjónustunnar dag frá degi, og passa upp á að atvik sem þessi komi ekki upp aftur.
Hann segir skipan nefndarinnar ekki liggja fyrir, en hún verði þó skipuð fulltrúum hagsmunaaðila og fulltrúum velferðarsviða bæjarfélaganna með aðkomu stjórnar Strætó.
Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs mun leiða stjórnina.
Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó.
Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka.
Þetta er búin að vera brösug fæðing og miklu viðameira verkefni en menn áttu von á, segir Jóhannes. Nú er verið að setja töluvert meiri fókus í það að koma þessu í það horf sem þetta á að vera komið í.
Þá segir hann Strætó setja mikinn fókus á það að betrumbæta verkferla til að koma í veg fyrir að tilvik eins og upp kom í gær komi ekki fyrir aftur.
Boðað hefur verið til fundar með verktökum Strætó klukkan 13 í dag.
Þar munum við fara yfir málin og koma með bráðabirgðarreglur til að þessu mál komi ekki upp aftur, segir Jóhannes.
Þá segir hann fulltrúa Strætó hafa haft samband við fjölskyldu Ólafar strax í gær, þar sem þau voru beðin afsökunar.
Við viljum auðvitað að þeir sem nota þessa þjónustu upplifi sig örugga, svo við munum gera okkar besta í því að finna þessu farveg.
Þetta hefur ekki gengið eins og þetta á að ganga. Við vorum að vona að þetta væri að batna en þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýanlegt að svona yrði stigið inn í, sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á neyðarfundi um mál ferðaþjónustu fatlaðs fólks í ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu.
Borgarstjóri fundaði með bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu og stjórn Strætó og gengið var frá myndun neyðarstjórnar yfir ferðaþjónustu fatlaðra undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar.
Með þessu á að bregðast við máli sem upp kom í gær þegar Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka, týndist í um sjö klukkustundir.
Fannst hún í læstum bíl á vegum ferðaþjónustu fatlaðra undir kvöld. Dagur neitaði því ekki á fundinum að fara hefði mátt fyrr í aðgerðir sem þessar, en þar sem það hafi ekki verið gert fyrr en nú sé notast við aðferðafræði krísustjórnar.
Þá segir hann mál Ólafar hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Frá neyðarfundinum í dag. Frá neyðarfundinum í dag. mbl.is/âGolli Skipunartími stjórnarinnar verða fjórar vikur, en meginhlutverk hennar er að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er.
Stjórnin hefur fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar.
Auk Stefáns Eiríkssonar munu Þorkell Sigurlaugsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, Guðjón Erling Friðriksson sitja í stjórninni.
Starfsmaður stjórnarinnar verður Jóhannes Rúnarsson. Stjórnin hefur fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd.
Stjórnin hefur einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. Farið verður í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó.
Þá verði sérstök úttekt gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur. Bryndís Haraldsdóttir stjórnarformaður Strætó bs.
Bryndís Haraldsdóttir stjórnarformaður Strætó bs. mbl.is/âGolli Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu.
Lagt er til að erindisbréf stjórnarinnar verði gefið út á mánudaginn nk. og lagt fram til staðfestingar á stjórnarfundi SSH. Dauðsfall hefði getað átt sér stað Freyja Haraldsdóttir. stækka Freyja Haraldsdóttir.
Morgunblaðið/âErnir Vondar minningar eru erfiðar viðureignar.
Sérstaklega þegar þær hellast yfir okkur af þunga, svo við beygjum einfaldlega af og bugumst undan þeim.
Slíkar minningar helltust yfir mig í kvöld er ég las um unglingsstúlkuna með þroskahömlun sem gleymdist í ferðaþjónustubíl í marga klukkutíma.
Þetta skrifar Freyja Haraldsdóttir í pistli á vefsíðu Tabú í gær, sem ber titilinn: Þegar ferðaþjónustan gleymdi mér í fermingafræðslu: vanræksla er gömul saga og ný. mbl.is/âKristinn Ingvarsson Skrifar Freyja um slæma reynslu sína af ferðaþjónustu fatlaðra, og rifjar upp atvik þegar bílstjóri gleymdi að sækja hana í fermingafræðslu.
Eftir tæplega tveggja tíma bið sá ég bílljós fyrir utan kirkjuna og stuttu seinna kom pabbi inn. Ég hafði gleymst hjá ferðaþjónustunni.
Ég veit ekki hvernig það kom til enda var ég á þessu augnabliki einfaldlega bara fegin að pabbi væri kominn og að ég kæmist heim.
Segir hún minninguna úr kirkjunni ekki þá verstu í tengslum við ferðaþjónustuna, þar sem hún hafi vitað að á endanum kæmi einhver að sækja hana.
Ég á erfiðari minningar af öllum óttanum sem fylgdi höstugum og dónalegum bílstjórum, bílferðum þar sem hjólastóllinn minn var festur svo illa að ég þrykktist til og frá, öllum eftirmiðdögunum þar sem ég kom heim búin á því á sál og líkama eftir langa og erfiða bílferð.
Segir hún sálina hafa verið þreytta af óttanum, niðurlægingunni og valdaleysinu og líkaminn þreyttur og stundum slasaður eftir að hendast til og frá og/âeða eftir að vera öll stíf af hræðslu.
Því miður eru þessar minningar einar af þeim svörtustu frá minni barnæsku og unglingsárum. Þá segir hún fatlað fólk deyja daglega um allan heim, einkum fólk með þroskahömlun sökum vanrækslu og ofbeldis.
Í dag hefði slíkt dauðsfall geta átt sér stað.
Ég gæti verið ein þeirra sem hefði látið lífið í einhverjum þessara aðstæðna.
Mörg þeirra atvika sem sem hafa átt sér stað í lífi fatlaðs fólks eru mjög falin og því erfitt að vinna gegn þeim.
Vanrækslan gagnvart ofangreindrar unglingsstúlku komst þó upp. Við getum ekki ýtt því frá okkur.
Öllum hlutaðeigandi aðilum ber skylda til þess að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum og bregðast við með þeim hætti að slíkt gerist aldrei aftur.
Loks segir hún samfélagið vera skyldugt til að horfa ekki framhjá því þegar að samborgarar
sætta illri meðferð og linna ekki látum fyrr en að raunverulegar breytingar hafa átt sér stað.
Annars erum við líka ábyrg fyrir því misrétti sem hér á sér stað og í raun gerendur í kerfis-
lægu og menningarbundnu ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.//////////////////Þetta mal sem önnur er illa unnið mjög rá byrjun,Ég persónulega hafði viljað að ríkið sæi um þessi mál,þetta blessað fólk sem á við Örorku og lömun að ræða er alstaðar af af landinn en flytur auðvitað til kaupstaða og mikið til Borgarinnar okkar til að fá viðunandi meðferð sem hægt er að veita en kostar óhemjupening,og mikla vinnu og tíma til að koma þessu á varanlega meðferð,svo getur öllum orðið á en þetta verður alt lagað,en eins og með aðra þrýstihópa þurfa menn að þakka frekar en skíta þá út,eins og ég sagði,þetta að láta sveitafélögin borga 80% og Ríkið bara 20% er ósættanlegt hefði átt að byrja á 50% hvor um sig,en mikill vill meira of þetta grípur,og einkver mörk verður að setja og þau eru það en samt er kvartað!!!!Ég verð að segja það að þessum málum verður komið í lag svo viðunandi verður,en það er Dýrt mál mjög og ekki gengur þá betur með þrenginguna gatna og eyðileggingu blæjahluta sem Bruðlarar vinstri flokkanna setja á oddinn,Ekkert vegafé í Borginni okkar næstu árin og Stór R.víkur svæðið borgar skattana allt að 70% en fá ekkert til bóta vegakerfinu,Sundabraut sett í frost sem er nauðsyn algjörlega,svo og Flugvöllinn burt og byggja Landspítala í Kvossini,er ekki nóg komið af bruðlinu og gera gangskor í að komst um Borgina okkar/Halli gamli
![]() |
Þetta er algjört reiðarslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1047479
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Reynslumesti leikmaður Noregs ekki með
- Glódís gæti misst af EM
- Erfiðara að verja titil en að vinna hann
- Frá Íslandsmeisturunum til FH
- Líka erfitt fyrir Glódísi
- Óþægileg stund í lyftunni með dómaranum
- Brassinn frá út tímabilið hjá Arsenal
- Finnst það eiginlega skandall
- Hvað má bjóða þér á hlaðborði íþróttanna?
- Enga hugmynd um hvað tekur við
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.