7.2.2015 | 22:41
Bandaríkja Forseti verður að stjórna með neitunarvaldi,vegna mynnihluta í báðum deildum Þingsins!!!
Eftir að demókratar misstu meirihluta sinn í báðum þingdeildum Bandaríkjaþings, nú í nóvember síðastliðnum, hefur Barack Obama æ oftar gripið til þess að hóta að beita neitunarvaldi sínu þetta hálfa kjörtímabil sem eftir er af valdatíð hans.
Repúblikanar hafa margir hverjir verið afar ósáttir við nokkur stærstu málin sem demókrötum hefur tekist að afgreiða á forsetatíð Obama, og vilja nú ólmir nota hina sterku stöðu sina til þess að kollvarpa þeim sumum eða gjörbreyta.
Þar á meðal eru heilbrigðistryggingalögin, sem hafa nú verið í gildi í nærri fimm ár og gjörbreytt lífi milljóna Bandaríkjamanna sem áður áttu engan kost á því að fá heilbrigðisþjónustu nema steypa sér í stórskuldir.
Nú í vikunni kynntu nokkrir þingmenn repúblikana enn eina tilraunina til þess að ógilda þessi lög, en það hafa þeir reynt að gera á hverju ári án nokkurs árangurs.
Neitunarvaldi hótað Í stefnuræðu sinni nú í janúar sagðist Obama ekki ætla að hika við að beita neitunarvaldi á allar tilraunir repúblikana til þess að kollvarpa þessum heilbrigðislögum.
Hann taldi jafnframt upp fleiri mál sem örugglega myndu verða til þess að hann beitti neitunarvaldi sínu, ætluðu repúblikanar að nota þingstyrk sinn til þess að fá þau samþykkt. Obama hefur til þessa aðeins tvisvar beitt neitunarvaldi sínu, fyrst í desember árið 2009 og svo í október 2010.
Hvorugt þessara frumvarpa, sem forsetinn neitaði að skrifa undir, teljast stór mál eða sérlega mikilvæg.
En athygli vekur að í bæði skiptin gerðist þetta á fyrstu árum hans í embættinu, á meðan demókratar höfðu enn traustan meirihluta í báðum þingdeildum.
Loforð og væntingar Þegar Obama var fyrst kosinn forseti voru miklar vonir bundnar við hann, enda hafði hann í kosningabaráttunni gefið stór loforð sem honum hefur þó síðar reynst erfitt að standa við.
Hann lofaði því meðal annars að Bandaríkjamenn hættu pyntingum, og vissulega hefur honum orðið að einhverju leyti ágengt í því efni.
Hann lofaði því einnig að bandaríski herinn hætti hernaðarþátttöku í Írak og Afganistan.
Í báðum löndunum geisar enn stríð og Bandaríkin eru engan veginn laus undan allri aðild þar, þótt formlega hafi þátttöku hersins í bardögum lokið.
Enn fremur lofaði hann að loka Guantanamo-fangabúðunum, sem ekki hefur tekist þótt meira en 600 fangar hafi vissulega verið látnir lausir og sendir til annarra landa.
Enn sitja samt rúmlega 120 fangar í Guantanamo, þar á meðal líklega nokkrir tugir sem ólíklegt er að Bandaríkin vilji nokkurn tímann sleppa hendinni af.
Styttist í kosningabaráttu Obama á nú aðeins tvö ár eftir í embættinu og þau mótast óhjákvæmilega af því að í nóvember 2016 verður kosinn nýr forseti í hans stað.
Hvort demókrati eða repúblikani hlýtur náð fyrir augum kjósenda ræðst að hluta til af því hvernig flokkarnir tveir standa sig á þingi næstu misserin, en einnig af því hvernig Obama sjálfur stendur sig í glímu við fjandsamlegt þing.
Með því að beita neitunarvaldinu af miklu kappi tekur Obama vissulega þá áhættu að ímynd hans umhverfist í ímynd hins þvermóðskufulla forseta, sem alltaf segir nei við öllu sem þingið reynir að gera.
Á móti geta repúblikanar á þingi skaðast á því að keyra í gegnum þingið hvert frumvarpið á fætur öðru, sem vitað er fyrirfram að Obama geti aldrei skrifað undir.
Þetta er reyndar bara ímyndarvandi, en gæti sem slíkur einmitt haft úrslitaáhrif þegar kemur að
kosningum til þings og forseta haustið 2016.////////////////////Svona standa málin i dag og þetta er svolítil pattstaða,að vera með stríðsáróður núna,en hann er á fullu við að koma Rússunum í bobba og eru að setja þá í hremmingar og einangra þá og með því er ESB einnig i áróðurstríði við þá einnig og nú síðast NATO komið í spilið og hótar að fara með vopn inni Úkraínu og segja Rússum þaðan burt,þetta er alvarlegt ástand mjög að Varnabandalag skuli verða árásarbandalag,og við erum þar innanborðs,Obama Forseti er þarna í klemmu að manni finnst,og vandfundið hvað veður þarna??Rússarnir gefa ekkert eftir það sem eru þeirra fólk þarna um allan austurhultan og Krímskaga einnig,svo er bara hvað eru menn að tala ekki saman,og semja það er aðal málið,ef ekki er komið aftur kalt stríð sem ekki er gott fyrir neinn/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.