Lægstu laun verði hækkuð og vinnuvikan stytt,Af hveju stytt við num ekki endum saman,en það verður að hækka vel ,ekki spurning!!

Lægstu laun verði hækkuð og vinnuvik an stytt Innlent | mbl.is | 10.2.2015 | 16:34 Trúnaðarmannaráð SFR telur nauðsynlegt að hækka lægstu laun og millitekjur verulega í næstu kjarasamningum.

Næg innistæða er fyrir slíkum hækkunum og munu þær hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið.Þetta kem­ur fram í álykt­un sem trúnaðarmannaráð samþykkti á fundi sín­um í dag. Þá er lögð áhersla á stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.

Á fund­in­um hélt Ólaf­ur Darri Andra­son, hag­fræðing­ur ASÍ, er­indi um launaþróun hér á landi og sýndi slá­andi niður­stöður um sam­an­b­urð á laun­um hér á landi og á hinum Norður­lönd­un­um, að því er seg­ir á vef SFR.

Í máli hans kom m.a. fram að laun verka­fólks og þeirra sem starfa við þjón­ustu­störf eru langt­um lægri hér en á hinum Norður­lönd­un­um, þrátt fyr­ir að tekið hefði verið til­lit til verðlags og skatta.

Álykt­un trúnaðarmannaráðs er svohljóðandi: „Trúnaðarmannaráð SFR tel­ur nauðsyn­legt að hækka lægstu laun og milli­tekj­ur veru­lega í næstu kjara­samn­ing­um.

Næg inni­stæða er fyr­ir slík­um hækk­un­um og munu þær hafa já­kvæð áhrif á efna­hags­lífið.

 

Sporna þarf við auk­inni mis­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu enda er hún meiri en áður þekkt­ist og veld­ur

hún fá­tækt. Auka þarf kaup­mátt launa þar sem mörg heim­ili glíma við al­var­leg­an greiðslu­vanda.

Nauðsyn­legt er að gefa stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar aukið vægi í kom­andi kjara­samn­ing­um.

Miðað við Norður­lönd­in vinna Íslend­ing­ar flesta vinnu­tíma í fullu starfi og legg­ur

trúnaðarmannaráð SFR því áherslu á að tekið verði raun­hæf skref í átt að stytt­ingu vinnu­viku og

þar með fjöl­skyldu­vænna vinnu­um­hverfi.“///////////////Falleg hugsun þetta og góðra gjalda verð og allt það,en það sem vantar að stórum hluta er að endar ná ekki saman hjá fólki,það er málið og gott að setja þetta svona upp í framtíðinni ,en fyrst að leiðrétta launin og næst þá að hinum þessir samningar er  að við áum laun í áföngum næstu 3 árinn í 3oo þus á mánuðuði og .það er engi goðgá að gera við þurfum enga millistétt en hún skapast auðvitað með lærdómi í mörgum fögum,og þar verður að stighækka,en aftur hækka á þeim stórtekjumönnum aftur um skattþrep,þetta er byrjunin á Jöfnun fólksins i landinu okkar og engin önnur nema þetta bil aukist enn nú meira//Halli gamli 


mbl.is Lægstu laun verði hækkuð og vinnuvikan stytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband