2.6.2015 | 00:20
Píradar mælast mælast með 24 Alþingusmenn!!!!!!!!!!
Framlag Íslendinga til Feneyjartvíæringsins 2015. Verkið er unnið af listamanninum Christoph Büchel í nánu samstarfi við félög múslima á Íslandi og í Feneyjum. Moska verður sett upp í hinni fornfrægu kirkju Santa Maria della Misericordia í CannaregioMiður að moskunni hafi verið lokað Leikmenn Þórs/KA fagna ÍBV og Þór/KA með útisigra Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Myndin frá Hólasandi sem birtist á Facebook-síðu Landgræðslunnar. Úthagi landsins ekki tilbúinn undir beit Mynd með færslu París leyst úr ástarhlekkjunum MEST LESIÐ Á RÚV Í dagVikan Boðaður til skýrslutöku 19 árum eftir rán Gæti enn verið kærasta kynferðisbrotamanns 359 þúsund króna laun óviðunandi Níðingsverk, hneyksli eða fárviðri úr engu Erla gæti lagt ríki
ð í þriðja sinn SARPURINN Píratar mælast með 24 þingm Píratar bæta enn við sig fylgi í könnunum og mælast nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir samanlagt í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Gallup mældi fylgi við flokka frá 30.
apríl til 28. maí. Nokkrar breytingar hafa orðið á fylginu frá fyrri mánuði. Fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað jafn og þétt á kjörtímabilinu. Nú mælist hann með 8,9% fylgi og hefur ekki mælst með minna fylgi síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku í flokknum í byrjun árs 2009.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með 23% og Samfylkingin 12,4%. Vinstri græn mælast með 9,8%, Björt framtíð með 7,4% en Píratar fara enn með himinskautum og hafa aldrei mælst með meira fylgi eða 34,1%. Það er meira en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna tveggja.
4,3% segjast myndu kjósa aðra flokka. Tæplega þrjátíu og eitt prósent lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Stuðningurinn hefur ekki verið minni á kjörtímabilinu. Píratar fengju 24 menn á þing Yrðu þetta niðurstöður kosninga skiptust þingmenn þannig milli flokka að Píratar fengju 24 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 15, Samfylkingin 8 og Vinstri græn 6 en Framsóknarflokkur og Björt framtíð fengju hvor sína 5 þingmenn. Fréttastofa fékk Gallup til að reikna út fylgi við flokka í kjördæmum.
Þær upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að þar sem svörin eru mun færri en í könnuninni á landsvísu eru vikmörkin hærri. Píratar mælast stærstir í öllum kjördæmum nema norðvesturkjördæmi. Reykjavíkurkjördæmi suður - Píratar lang stærstir í höfuðborginni Þar mælast Píratar með 40,3%, Sjálfstæðismenn með 19,2% en Samfylkingin með 15,1%. 9,9% Myndu kjósa Vinstri græn, 6,7% Bjarta framtíð og 4,4% Framsóknarflokkinn.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er um 23%. Kjördæmakjörnir þingmenn skiptast þannig að Píratar fengju 5, Sjálfstæðismenn 3 en Samfylking og VG 1 kjördæmakjörinn mann hvor. Reykjavíkurkjördæmi norður - Framsókn með lítið fylgi í höfuðborginni Þar mælast Píratar með 40,4%, Sjálfstæðismenn með 18,8% en Samfylkingin með 16%. 10,9% myndu kjósa Vinstri græn, 6,2% Bjarta framtíð og 3,8% Framsóknarflokkinn.
Kjördæmakjörnir þingmenn skiptast þannig að Píratar fengju 5, Sjálfstæðisflokkkurinn 2, Samfylkingin 1 og VG 1. Fylgi Samfylkingarinnar og/eða Pírata þyrfti mjög lítið að breytast til að Píratar misstu sinn 5. kjördæmakjörna mann til Samfylkingarinnar. Píratar fengju ekki jöfnunarsæti í hans stað heldur fengi Framsóknarflokkurinn viðbótarjöfnunarsæti. Suðvesturkjördæmi - Píratar fá þriðjung fylgis en helming þingmanna Píratar mælast með 33,8% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 25,4%,
Samfylkingin með 12,4% en Björt framtíð með 10,1%. VG mælist með 8,3% en Framsóknarflokkurinn mælist með 6%. Þingmenn skiptast þannig að Píratar fengju 5 kjördæmakjörna menn, Sjálfstæðisflokkurinn 2, Samfylkingin 1, Björt framtíð 1 og VG 1. Norðvesturkjördæmi - Veikasta vígi Pírata Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu með 28,8%. Píratar koma næstir með 20,1% og Framsóknarflokkurinn með 19,5%.
Samfylkingin mælist með 13,5%, VG 9,9% og Björt framtíð með 4,9%. Þetta er sterkasta vígi ríkisstjórnarflokkanna.
Samanlagt fylgi þeirra nálgast helming atkvæða, 48,3%. Þingmenn skiptust þannig, yrðu þetta niðurstöður kosninga, að Sjálfstæðismenn fengju 2 kjördæmakjörna menn, Píratar 2, Framsóknarflokkurinn 1, Samfylkingin 1 og VG 1. Norðausturkjördæmi - Samfylkingin fengi ekki kjördæmakjörinn mann Píratar mælast með 23,4%, nánast jafn mikið fylgi og Sjálfstæðismenn sem mælast með 23,1%.
Framsóknarflokkurinn mælist með litlu minna, 20,8%. VG mælist með 14,1%, Björt framtíð með 8% en Samfylkingin á í vök að verjast, mælist með 6,2% í kjördæminu.
Þingmenn skiptast þannig að Píratar fengju 3 kjördæmakjörna menn, Sjálfstæðisflokkurinn 2 og Framsóknarflokkurinn 2. VG fengi 1 og Björt framtíð 1. Suðurkjördæmi - Píratar stærstir Píratar mælast með 34,2% en fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 26,1%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 11,8%, Samfylkingarinnar 8,2%, Vinstri grænna 7,4% og fylgi Bjartrar framtíðar 6%.
Skipting þingmanna yrði þannig að Píratar fengju 4 kjördæmakjörna menn, Sjálfstæðisflokkurinn 3, Framsóknarflokkurinn 1 og Samfylkingin 1.
Framkvæmd könnunarinnar Könnunin var netkönnun, gerð dagana 30. apríl til 28. maí. 8500 einstaklingar, valdir af handahófi, voru í úrtaki Gallup en svarhlutfallið var 57,2%.
Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?. 10,9% tóku ekki afstöðu milli flokka eða neituðu að svara en 10,8% sögðust skila auðu eða ekki myndu kjósa. 78,4% nefndu flokk.
Vikmörk á fylgi við flokka á landsvísu eru 0,8-1,5%./////////////////////////Þetta er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt!!! spáði í þetta og látið ykkar skoðanir í ljós///Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.