30.12.2007 | 15:15
Bankarnir vilja 'Ibúðarlánsjóð feigan!!!!!!!!
þetta hefur verið svo að Bankarnir vilja 'Ibúðalánasjoð feigan,segja að þetta sé timaskekja,og þeir einir eigi að lána fé ,svo vilja þeir alls ekki lána landsbyggðinni ,en þetta er eina haldreipi þeirra þessi sjóður sem vilja byggja þar/ Auðvitað verður hann að vera til ,það er til að styrkja byggðir landsins ef má segja svo/en svona er þetta og það er ljótt mál!!!!!!/ Halli gamli
Dregur úr umsvifum Íbúðalánasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að vita að þarna úti er einhver sem lætur í sér heyra.
Íbúðarlánasjóður er í grundvallaratriðum öðruvísi en bankarnir, vegna þess að hann starfar ekki útfrá gróðasjónarmiðum, heldur var hann settur á stofn til að gera landsmönnum kleift að eignast húsnæði. Bönkunum er skítsama um það, þeir eru aðeins að ávaxta fé. Að sjálfsögðu vilja bankarnir sjóðinn feigan, hann minnkar gróða þeirra.
Lifðu heill.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 31.12.2007 kl. 00:58
Bankarnir fóru í ákveðið stríð við íbúðalánasjóð fyrir um tveim árum en nú eru þeir allir að bjóða mun verri kjör heldur en íLS. Ég reyndar er í kauphugleiðingum og þjónustufulltrúinn í mínum banka benti mér reyndar vinsamlega á að ég fengi mun betri kjör hjá ÍLS heldur en þeim (Kaupþing) svo ég er ekki alveg sammála þessu eins og staðan er í dag.
Stefán Örn Viðarsson, 31.12.2007 kl. 01:34
Hér er lítilræði sem ég fann í greinasafni mbl.is þann 17 júní 2007.
Íbúðalánasjóður er ekki eini sjóðurinn í heiminum sem lánar til fjármögnunar íbúðarhúsnæðis með stuðningi eða atbeina stjórnvalda. Í þessu sambandi nægir að nefna Fannie Mae og Freddie Mac í Bandaríkjunum og SBAB í Svíþjóð. Öflun íbúðarhúsnæðis á bestu mögulegum kjörum, óháð efnahag og búsetu, er einfaldlega mikilvægt mál, sem stjórnvöld láta sig varða víðar en hér á landi. Þannig má viðhalda samkeppni á íbúðalánamarkaði og forðast markaðsbresti.
Sem sagt í sjálfum höfuðstöðvum frjálshyggjunar, frjálsa framtaki einstaklingsins, "lýðræðisins" þeas í Bandaríkjunum eru starfandi heildsöluíbúðalánassjóðir(Fannie Mae og Freddie Mac) sem voru eign Bandaríska alríkissins en hafa verið seldir á markað núna, EN ERU SAMT starfandi undir verndarvæng Bandaríska alríkissins í dag... sjóðir sem eru kannski ekki alveg eins uppbyggðir og íbúðalánasjóður er eru engu að síður undir atbeina og verndarvæng Bandaríska alríkissins. Hvað segir alþjóða gjaldeyrissjóðurinn við því? Eða íslansku bankarnir við því.....? Eiginhagsmunir íslensku bankana eru augljósir og algjör brandari þegar þeir voga sér að tala um Íbúðalánasjóð.
Hér er annra brandari varðandi Íbúðalánasjóð tekið af vald.org
[19. desember 2007] Síðasta sumar komu nokkrir spekingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands og ráðlögðu stjórnvöldum m.a. að leggja niður Íbúðarlánasjóð. Það fór greinilega í taugarnar á þessum talsmönnum einkakapítalsins að bankakerfið skyldu ekki eiga markaðinn með húð og hári. Alþjóðabankinn og systurstofnanir hans—allt apparöt sem Bandaríkjastjórn mikið til fjarstýrir—berjast stöðugt gegn ríkisafskiptum af öllu tagi og þá sérstaklega í viðskiptalífinu. Það eitt að þessir aðilar skuli vera meðvitaðir um að eitthvað fyrirfinnist sem heitir Íbúðarlánasjóður á fámennu skeri á norðurhjara veraldar sýnir ótrúlegan eldmóð í starfi.
En tvískinnungurinn talar hér tungum. Einkakapítalið í Bandaríkjunum er búið rústa fasteignamarkaðinum þar í landi og ríkið er komið með alla putta í málið. Fjármálaráðuneytið er að reyna að redda hlutunum á óteljandi stöðum með upphæðum sem hugurinn vart nemur. Það er að verða deginum ljósara að þessum "frjálsa" markaði verður aðeins bjargað með því að láta seðlabanka heimsins sitja uppi með billjónir í verðlausum pappírum þegar upp er staðið. Sauðsvartur almúginn borgar þá fyrir glæpinn í formi skatts sem heitir verðbólga. Hvað segja talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins núna um þessi sovésku vinnubrögð bandarísku stjórnarinnar, t.d. bein afskipti af fasteignasamningum sem eiga sér 200 ára hefð og peningamokstur úr ríkistengdum bönkum í gjaldþrota lánafyrirtæki? Ekki eitt stakt orð. Þeir eru sennilega enn of uppteknir af Íbúðarlánasjóði!
Það er ekkert rangt við frjálsa markaði og viðskiptafrelsi, en ríkisafskipti eiga fullan rétt á sér þegar svo ber undir. Samfélagið verður að tryggja eðlilega samkeppni og heiðarlega viðskiptahætti. Svo einfalt er það. Ef erlendir bankar t.d. lækka vaxtaokrið á Íslandi (það virðist vera borin von að íslensku bankarnir geri það) þá má jarða Íbúðarlánasjóð. Ágætur heimspekingur sagði einu sinni að tilveran væri leikur og leikreglurnar gengu út á að halda réttu jafnvægi á milli hafta og frelsis. Í gömlu Sovétríkjunum, þar sem verð á bókstaflega öllu var ákveðið í einni byggingu í Moskvu, gat haftakerfið ekki annað en hrunið. Að sama skapi þá hefur frelsi þúsunda sjóða til þess að braska af vild kallað yfir okkur fjármálakreppu og verulega hættu á efnahagshruni.
OOOOg ekki orð um það meir.....
gfs (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.