3% skatt á 500 þúsund !!!!!!

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vísaði til þess  í Zetunni, nýjum viðtalsþætti á mbl.is, í hádeginu að hann hefði lagt fram frumvarp á Alþingi á síðasta ári með tillögu um útfærslu á álagi á hærri laun.

Þar er gert ráð fyrir 3% skatt tekjur einstaklinga yfir 500 þúsund krónur og hjóna sem hafa yfir 1 milljón á mánuð og 5% álag til viðbótar á tekjur yfir 700 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingum og 1400 þúsund krónur hjá hjónum/þetta er maðu nokkuð sammála Steingrími með/Halli gamli


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

já það er nefnilega svo gott að skattpína sjómenn og fjölskyldur þeirra.

Fannar frá Rifi, 23.3.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko Fannar frá Rifi það er alveg sama hvar tekjurnar eru miklar,það ber að skattleggja þær sem eru mestar/en ekki okkur sem litið hafa,þetta eru háar tekjur sem við erum að tala um engar þurftartekjur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2009 kl. 15:11

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður þekkir þetta svo mjög vel með tekjur sjómanna mikið af minu fólki er þarna við störf/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

skattþrep búa til stéttskipt land þar sem stórhópur mun aldrei fara yfir þau mörk sem núna er verið að setja. tekjur þeirra dragast saman ef menn fara úr 499 þúsund í 500 þúsund.

já banna fólkinu að vinna meira. það er rétta ráðið við kreppu. 

einn flatur skattur á alla. þeir sem hafa meiri tekjur borga meira. eða er ekki 40% af 500 þúsund meira en 40% af 250 þúsund?

Sjómenn munu minnka við sig vinnu og þar með minnka tekjur heimilisins. þessi hugmynd VG er vitlausari heldur en að auka við framlög til listamannalauna í kreppu. 

Fannar frá Rifi, 23.3.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fannar frá Rifi ,við ættum nú ekki að vera að þrátta um þetta,alls ekki,auðvitað hefur sá sem þénar 400 þus meira heldur en sá sem þénar 250 þus eftir skatt,hví skildum við sem höfum í persónuafslátt 176 þus ekki bara reina að lifa á því og borga enga skatta bara útsvar,þetta er endalaust hægt að þrasa um,jaðarskattar verða alltaf/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekki rétt hjá þér Fannar að tekjur dragist saman við að fara úr 499 þúsund í 500 þúsund. Hérna er niðurstaðan í dag og eftir tillögu VG (miðað við 37,2% skatta og 42205 kr. persónuafslátt).

Brúttólaun    Nettólaun í dag    Nettólaun eftir tillögu VG
150.000    136.405    136.405
200.000    167.805    167.805
300.000    230.605    230.605
400.000    293.405    293.405
490.000    349.925    349.925
500.000    356.205    356.205
510.000    362.485    362.185
600.000    419.005    416.005
700.000    481.805    475.805
800.000    544.605    530.605
900.000    607.405    585.405
1.000.000    670.205    640.205
2.000.000    1.298.205    1.188.205
5.000.000    3.182.205    2.832.205
10.000.000    6.322.205    5.572.205
 

Héðinn Björnsson, 23.3.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Bó

Þetta er það sem vænta mátti af Steingrími.

Þetta er auðvitað mesta óréttlæti sem fyrir finnst í nútíma - vestrænu samfélagi. Það að taka af einum laun, sem hann hefur með einum eða öðrum hætti áunnið sér, er það óréttlættasta sem er til.

Tek það fram (þó það skipti ekki máli en verð að gera það til að verjast árásum frá gráðugum vinstri mönnum sem ekkert vilja vinna sér inn sjálfir) að ég hef ekki há laun og hef aldrei haft há laun. Það breytir þó ekki þeirri sannfæringu minni að svona ógeðfeldar aðgerðir eru vægast sagt ósanngjarnar.

, 23.3.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband