Tvöfaldur munur á atkvæðavægi/hversvegna er þetta ekki leiðrétt????


Mynd 496293Ríflega tvöfalt fleiri kjósendur eru að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi. 4.850 kjósendur eru að baki hverju hinna 12 þingsæta í SV-kjördæmi en 2.366 kjósendur eru að baki hverju hinna 9 þingsæta í NV-kjördæmi. Rúmlega níu þúsund manns

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi eru nú 58.203 og í kjördæminu eru 12 þingmenn, 10 kjördæmakjörnir og 2 uppbótarsæti. Að baki hverju þingsæti eru því 4.850 kjósendur.

Ef skoðaðar eru kosningar til ársins 2003 sést að kjósendum að baki hverju þingsæti Í SV-kjördæmi hefur fjölgað úr 4.442 árið 2003 í 4.850 nú. Á sama tíma hefur kjósendum að baki hverju þingsæti í NV-kjördæmi fjölgað úr 2.122 árið 2003 í 2.366 nú. Þess ber að geta að eitt þingsæti hefur flust úr NV-kjördæmi í SV-kjördæmi kjósa í fyrsta sinn

Kjósendur að baki hverju þingsæti

Suðvesturkjördæmi:

  • 2003 - 11 þingmenn: 4.442 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 12 þingmenn: 4.549 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 12 þingmenn: 4.850 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

Norðvesturkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.122 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 -   9 þingmenn: 2.347 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 -   9 þingmenn: 2.366 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  • 2003 - 11 þingmenn: 3.885 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 11 þingmenn: 3.945 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 11 þingmenn: 3.977 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

Reykjavíkurkjördæmi norður:

  • 2003 - 11 þingmenn: 3.890 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

Suðurkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.837 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 10 þingmenn: 3.070 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 10 þingmenn: 3.250 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

Norðausturkjördæmi:

  • 2003 - 10 þingmenn: 2.732 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2007 - 10 þingmenn: 2.789 kjósendur að baki hverju þingsæti
  • 2009 - 10 þingmenn: 2.836 kjósendur að baki hverju þingsæti

 

 

3.617 að baki hverju þingsæti

Á kjörskrárstofni nú eru 227.896 kjósendur. Þingsætin eru 63 og eru því 3.617 kjósendur að baki hverju þingsætanna ef jafnt er skipt. Sex þingsæti flyttust þannig frá landsbyggðarkjördæmunum í Reykjavíkurkjördæmin og Kragann. Samtals yrðu því 23 þingsæti í landsbyggðarkjördæmunum þremur en 40 þingsæti samanlagt í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Með einföldum leik að tölum gæti skipting þingsæta í kjördæmin orðið þessi:

  • Reykjavíkurkjördæmi norður: 12 þingsæti  (eru 11)
  • Reykjavíkurkjördæmi suður:  12 þingsæti  (eru 11)
  • Suðvesturkjördæmi: 16 þingsæti  (eru 12)
  • Suðurkjördæmi: 9 þingsæti  (eru 10)
  • Norðausturkjördæmi: 8 þingsæti  (eru 10)
  • Norðvesturkjördæmi: 6 þingsæti  (eru 9)

 

Rúmlega níu þúsund kjósa í fyrsta sinn

Á kjörskrá fyrir kosningarnar á laugardag eru 227.896. Kjósendum fjölgar um 6.566 frá kosningunum vorið 2007 eða um tæp 3%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 9.924 eða 4,4% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 1.131 frá síðustu alþingiskosningum eða um 12,9%. Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 5.325 eða 2,6%. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1% af kjósendatölunni.

  • Reykjavík norður: 43.784 kjósendur - fjölgar um 28 frá 2007 eða 0,06%
  • Reykjavík suður: 43.748 kjósendur - fjölgar um 357 frá 2007 eða 0,8%
  • Suðvestur: 58.203 kjósendur - fjölgar um 3.619 frá 2007 eða 6,6%
  • Suður: 32.505 kjósendur - fjölgar um 1.913 frá 2007 eða 6,2%
  • Norðvestur: 21.294 kjósendur - fjölgar um 168 frá 2007 eða 0,8%
  • Norðaustur: 28.362 kjósendur - fjölgar um 481 frá 2007 eða 1,7%
  • Af hverju er ekki löngu búið að leiðrétta þetta,svona mismunum er ekki hægt,það eiga allir að vera með i því að þetta verði leiðrétt,það er svo margt sem þarf að leiðrétta í þessu öllu það það hálfa væri nóg/er þetta ekki öllum flokkum og mönnum að kenna/Halli gamli

mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Svona er þetta bara kallinn minn.

Þegar þið á Suðvesturhorninu verðið eins gáfuð og fólkið á NV og NA kjördæmum, þá má skoða að laga þetta.

Ólafur Þórðarson, 23.4.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband