23.4.2009 | 14:21
Tvöfaldur munur á atkvæðavægi/hversvegna er þetta ekki leiðrétt????
Ríflega tvöfalt fleiri kjósendur eru að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi. 4.850 kjósendur eru að baki hverju hinna 12 þingsæta í SV-kjördæmi en 2.366 kjósendur eru að baki hverju hinna 9 þingsæta í NV-kjördæmi. Rúmlega níu þúsund manns
Kjósendur í Suðvesturkjördæmi eru nú 58.203 og í kjördæminu eru 12 þingmenn, 10 kjördæmakjörnir og 2 uppbótarsæti. Að baki hverju þingsæti eru því 4.850 kjósendur.
Ef skoðaðar eru kosningar til ársins 2003 sést að kjósendum að baki hverju þingsæti Í SV-kjördæmi hefur fjölgað úr 4.442 árið 2003 í 4.850 nú. Á sama tíma hefur kjósendum að baki hverju þingsæti í NV-kjördæmi fjölgað úr 2.122 árið 2003 í 2.366 nú. Þess ber að geta að eitt þingsæti hefur flust úr NV-kjördæmi í SV-kjördæmi kjósa í fyrsta sinn
Kjósendur að baki hverju þingsæti
Suðvesturkjördæmi:
- 2003 - 11 þingmenn: 4.442 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 12 þingmenn: 4.549 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 12 þingmenn: 4.850 kjósendur að baki hverju þingsæti
Norðvesturkjördæmi:
- 2003 - 10 þingmenn: 2.122 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 9 þingmenn: 2.347 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 9 þingmenn: 2.366 kjósendur að baki hverju þingsæti
Reykjavíkurkjördæmi suður:
- 2003 - 11 þingmenn: 3.885 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 11 þingmenn: 3.945 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 11 þingmenn: 3.977 kjósendur að baki hverju þingsæti
Reykjavíkurkjördæmi norður:
- 2003 - 11 þingmenn: 3.890 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 11 þingmenn: 3.980 kjósendur að baki hverju þingsæti
Suðurkjördæmi:
- 2003 - 10 þingmenn: 2.837 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 10 þingmenn: 3.070 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 10 þingmenn: 3.250 kjósendur að baki hverju þingsæti
Norðausturkjördæmi:
- 2003 - 10 þingmenn: 2.732 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2007 - 10 þingmenn: 2.789 kjósendur að baki hverju þingsæti
- 2009 - 10 þingmenn: 2.836 kjósendur að baki hverju þingsæti
3.617 að baki hverju þingsæti
Á kjörskrárstofni nú eru 227.896 kjósendur. Þingsætin eru 63 og eru því 3.617 kjósendur að baki hverju þingsætanna ef jafnt er skipt. Sex þingsæti flyttust þannig frá landsbyggðarkjördæmunum í Reykjavíkurkjördæmin og Kragann. Samtals yrðu því 23 þingsæti í landsbyggðarkjördæmunum þremur en 40 þingsæti samanlagt í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Með einföldum leik að tölum gæti skipting þingsæta í kjördæmin orðið þessi:
- Reykjavíkurkjördæmi norður: 12 þingsæti (eru 11)
- Reykjavíkurkjördæmi suður: 12 þingsæti (eru 11)
- Suðvesturkjördæmi: 16 þingsæti (eru 12)
- Suðurkjördæmi: 9 þingsæti (eru 10)
- Norðausturkjördæmi: 8 þingsæti (eru 10)
- Norðvesturkjördæmi: 6 þingsæti (eru 9)
Rúmlega níu þúsund kjósa í fyrsta sinn
Á kjörskrá fyrir kosningarnar á laugardag eru 227.896. Kjósendum fjölgar um 6.566 frá kosningunum vorið 2007 eða um tæp 3%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 9.924 eða 4,4% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 1.131 frá síðustu alþingiskosningum eða um 12,9%. Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 5.325 eða 2,6%. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1% af kjósendatölunni.
- Reykjavík norður: 43.784 kjósendur - fjölgar um 28 frá 2007 eða 0,06%
- Reykjavík suður: 43.748 kjósendur - fjölgar um 357 frá 2007 eða 0,8%
- Suðvestur: 58.203 kjósendur - fjölgar um 3.619 frá 2007 eða 6,6%
- Suður: 32.505 kjósendur - fjölgar um 1.913 frá 2007 eða 6,2%
- Norðvestur: 21.294 kjósendur - fjölgar um 168 frá 2007 eða 0,8%
- Norðaustur: 28.362 kjósendur - fjölgar um 481 frá 2007 eða 1,7%
- Af hverju er ekki löngu búið að leiðrétta þetta,svona mismunum er ekki hægt,það eiga allir að vera með i því að þetta verði leiðrétt,það er svo margt sem þarf að leiðrétta í þessu öllu það það hálfa væri nóg/er þetta ekki öllum flokkum og mönnum að kenna/Halli gamli
Tvöfaldur munur á atkvæðavægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er þetta bara kallinn minn.
Þegar þið á Suðvesturhorninu verðið eins gáfuð og fólkið á NV og NA kjördæmum, þá má skoða að laga þetta.
Ólafur Þórðarson, 23.4.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.