Á 5. þúsund ósammála/að/// ganga i ESB


Fánar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins.Stofnaður hefur verið vefurinn osammala.is af fólki sem er ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg.
Síðuhaldarar telja að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið séu þeir sjálfstæð þjóð utan sambandsins og vilja að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri. Hægt er að leggja málstaðnum lið með því að skrá sig á vefnum. Í gærkvöldi hafði 4.421 gert það//Þetta er gott mal að berjast fyrir,að mínu áliti,það hljóta að skífa mjög margir undir þetta/það eru svo margir,allavega rúmur helmingur á móti því að afsala sér  frelsinu með að gana þarna inn i ESB/Halli gamli


mbl.is Á 5. þúsund ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Ég vil gera orð annars bloggara að mínum um þetta mál:

Ég hef ekkert á móti undirskriftasöfnun en það er sláandi munur á ósammála.is og www.sammala.is. Þú sérð ekkert hverjir eru á listanum hjá ósammála.is og það er engan veginn hægt að taka mark á tölum þeirra. Á www.sammala.is þarft að staðfesta undirskriftina auk þess sem sjálfboðaliðar fara yfir allar skráiningar. Á ósammála.is þarftu ekki annað en að slá inn einhverja kennitölu og netfang og leggja saman 2+3. Hvað veit ég nema nafnið mitt sé þarna en ég hef ekki sett það. Það getur bara enginn farið yfir þenna lista því þeir tóku hann út. Og af hverju tóku þeir hann út? Jú vegna þess að í ljós kom að listinn var kolrangur. Þessi listi er því einkis virði. Svolítið athyglisvert að Mogginn í dag skuli taka þennan ómarktæka lista á ósammála.is og benda á að á fimmta þúsund hafi skrifað sig á hann (sem sennilega er bull) en minnast ekki einu orði á að á fimmtánda þúsund hafa skrifað sig á www.sammala.is sem er réttur listi.

Hulduheimar, 4.5.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eftir stendur samt :hvað sem tautar og raular að það er meirihluti á móti ESB/annað er ekki svarið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.5.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Hulduheimar

Það veist þú bara ekkert um fyrr en kosið hefur verið um samninginn enda veist þú ekkert hvernig sá samningur verður. Ekki frekar en nokkur annar fyrr en aðildarviðræðum lýkur.

Hulduheimar, 4.5.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Meinarðu að að þarna gyldi máltækið"sá sem ekki vill þegar að hann fær,fær ekki þegar hann vill" það er einlægt hægt að þrasa um þetta endalaust nema eins og þá segir getur gerst að við sækjum um og fáum að vita allt,og þá fellir þjóðin eða samþykkir/ en þetta sem þú heldur að við græðum á þessu ????,kemur ekki strax langt i það/en við töpum einnig frelsinu það er vist/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.5.2009 kl. 23:22

5 identicon

Listinn var tekinn út til þess að hægt væri að vinna í honum.  Og fara yfir skráningarnar.

Hinsvegar höfum við aðstandendur síðunnar ekki komist til þess verks ennþá sökum anna og því hefur listinn ekki verið birtur aftur en nú er vinna hafin við að yfirfara undirskriftirnar og verða kröfurnar fyrir skráningu ekki minni en þær kröfur sem sammála.is setja.

Listinn verður síðan í kjölfarið birtur í heild sinni, hafi einhverjir aðilar eitthvað út á það að setja að nafn þeirra sé á listanum þá eru gögn sem segja frá hvaða ip tölu og hvenar skráningin kom þannig þeir aðilar sem hafa verið settir þarna af einhverjum öðrum munu hafa allar forsendur til þess að taka á þeim málum eftir þeirra eigin óskum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Hulduheimar

Töpum frelsinu Halli?!! Þetta er gott dæmi um hvernig bullið í andstæðingum ESB nær til fólks. Heldur þú að Svíþjóð, Danmörk, Bretland, Frakka og restin af þeim 27 ríkjum innan ESB séu ófrjáls ríki. Held þú ættir að líta þér nær. Hversu "frjálst" er Ísland?!

Hulduheimar, 5.5.2009 kl. 21:39

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er ekki bull,hvað segja menn  og konur sem ganga hjónaband,er það ekki frelsissvipting???eða hvað viltu kallaða/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.5.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband