7.5.2009 | 10:49
Hafna fyrningarleið í sjávarútvegi/það hljóta allir að gera sem eru í sjávarútvegi !!!!
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafna harðlega svokallaðri fyrningarleið í sjávarútvegi sem sé lífæðin og grundvallaratvinnugrein byggðarinnar. Bæjarstjórn Grindavíkur segir í bókun að mikilvægt sé að skapa ró um sjávarútveg og fiskvinnslu þannig að horfa megi til lengri tímabókun sem bæjarráð Grindavíkur samþykkti í gær segir að bæjaryfirvöld í Grindavík séu sammála um að fyrningarleiðin sé ekki ásættanleg fyrir byggðina. Grindvíkingar hafi oftar en einu sinni verið settir í óvissu vegna umræðu innan stjórnmálaflokka um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nú sé mikilvægt að skapa ró um sjávarútveg og fiskvinnslu þannig að horfa megi til lengri tíma.
Í Grindavík hafa menn lagt sig alla fram um að skapa atvinnu og halda fyrirtækjum gangandi. Það á að vera keppikefli allra að byggja áfram á grunnstoðum sjávarútvegsins. Fiskveiðar og vinnsla hafa verið okkar haldreipi í gegnum tíðina, eins og hefur sýnt sig best í verstu kreppu sem riðið hefur yfir þjóðina. Þess vegna ber að halda kvóta í heimabyggð og sækja fram á við, hvað sem á dynur. Sterk fyrirtæki í Grindavík gagnast öðrum sveitarfélögum, eins og hefur sýnt sig. Atvinnulífið í Grindavík er með því besta sem gerist á landinu í dag. Bæjaryfirvöld standa umfram allt vörð um hagsmuni bæjarbúa og vara við því að hrykkt verði í þeim styrkum stoðum atvinnulífsins sem sjávarútvegurinn er, segir í bókun bæjarráðs Grindavíkur///Þetta mun ekki bara verða þarna í Grindavik,alstaðar mun þessi mótmæli vera,þetta setur öllum stólinn fyrir dyrnar/það er ekki svo burðug staða útgerða i dag,og ekki mun hún batna við þessar aðgerðir/Halli gamli
Hafna fyrningarleið í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn: Þú segir að staðan sé ekki burðug hjá útgerðinni. EN AF HVERJU ER H'UN SVONA SLÆM? Nú koma hér hver af öðrum og verja kerfið. Af hverju? Eru þeir ekki skuldum vafnir inn í kerfinu? Og af hverju samþykktu þessir sömu aðilar 30.000 tonna niðurskurð á þorski á síðasta ári, þá var það kallað ásættanlegt. Er ekki eitthvað svolítið að þarna?
Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 11:39
Hjartanlega sammála Haraldur.
Bjarni, 30.000 tonna niðurskurðurinn var afleiðing þess að minna var til af fiski í sjónum en menn töldu æskilegt. Það snéri ekki um það hvernig ætti að skipta kökunni heldur stærð kökunnar.
Fyrirtæki í öllum greinum landsins eru skuldum vafin eftir fyllerí undanfarinna ára. Þar er sjávarútvegurinn engin undantekning. Á hinn bóginn eru líka í öllum greinum fyrirtæki sem standa ágætlega þótt núverandi gjaldeyrishöft og vaxtastig geri þeim að sjálfsögðu erfitt fyrir. Ekkert af þessu verður leyst með því að rífa kvótann af þessum fyrirtækjum, kvóta sem þau hafa fjárfest í dýrum dómum.
Samkvæmt lögum um eignarupptökur þá þarf ríkið að gjalda sanngjarnt verð fyrir það sem það gerir upptækt hvar sem það er. Það hlýtur að eiga við um þetta líka. Ríkið getur ekki sett reglur einn daginn þar sem það segir fyrirtækjum að kaupa kvóta, komið síðan næsta daga og tekið hann til baka og síðan þriðja daginn og boðið þeim að leigja hann aftur. Þú myndir ekki sætta þig við að ríkið tæki af þér hús sem þú værir nýbúinn að kaupa og ætlaðist svo til að þú leigðir það daginn eftir.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.5.2009 kl. 11:55
Sæll Sigurður: Það var augljóst þegar niðurskurður á þorski var samþ á síðasta ári að brottkast myndi aukast töluvert við að ná í aðrar tegundir vega þess að það var alstaðar þorskur,þetta vissu útgerðarmenn. Þú veist hvað stendur í 1.gr í lögum um stjórn fiskveiða, eða hvað? Ef allir færu nú eftir þessu þá væri þetta bara allt í lagi,þetta eru bara skýrar reglur að fara eftir, er það ekki? Ætli þú mundir kaupa hús ef það stæði í kaupsamningnum að það gæti verið að etthver annar ætti það og það myndaðist ekki eignarréttur til þín bara afnotaréttur.
Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 13:10
Sæll Bjarni,
Það er alveg ljóst að það myndast ekki eignaréttur heldur afnotaréttur. Hins vegar hafa reglurnar verið þannig að fólk hefur lagt á sig miklar fjárfestingar til að kaupa til sín afnotaréttinn til að geta haldið starfsemi sinni gangandi.
Ég hef því miður ekki lausnina á því hvernig við losnum við brottkastið. Því hafa margir reynt að eyða en ekki tekist. Auðlindin sem við erum að nýta er takmörkuð og því eðlilegt að setja heildaraflamark. Breytingar á heildaraflamarkinu eiga að sjálfsögðu að ráðast af því hvað er að gerast í sjónum en ekki hvað er að gerast í landi og því eru það algerlega ábyrðgarlaus rök þegar, meira að segja alþingismenn, halda því fram að vegna kreppunnar eigi að veiða meira. Atburðir á landi mega ekki stjórna heildaraflamarkinu.
Kvótakerfið snýst síðan um það hvernig þessari heildarköku er skipt niður. Kvótakerfið snýst ekki um heildaraflamarkið sjálft, þ.e. stærð kökunnar. Hún breytist ekkert þótt fyrningarleiðin verði farin. Það á því að taka vinnuna frá þeim sem nú eiga afkomu sína undir sjávarútvegi og gefa hana þeim sem seldu frá sér kvótann á undanförnum árum.
Hvernig ætla menn síðan að deila kvótanum út aftur þegar búið er að taka hann af núverandi notendum? Ætla stjórnmálamennirnir að dreifa honum?
Hvað er það að dreifa honum á sanngjarnan hátt?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.5.2009 kl. 13:33
Það er ein góð leið að komast hjá brottkasti, það er að auka kvóta á þorski um 40.000 tonn. Brottkastið er búið að vera alveg rosalegt undanfarin ár, því það er alstaðar þorskur í meirihluta. Er nú ekki betra að koma með þetta í land eins og staðan er? Hvað mundi ske meira?, leigan lækkar, sem er aðal tekjulind sumra útgerðamanna, þess vegna eru þeir á móti að auka kvótan. Þarna erum við komnir að kjarnanum. Græðgi, peningar og frekja eru að koma þessum mönnum á kaldan klaka, þannig endar það yfirleitt. Takk fyrir skoðunnarskiptin Sigurður. Og þakka þér fyrir Halli, notkun á síðunni. kv B.K
Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.