6.6.2009 | 07:25
Vextir af Icesave- láni 35 milljarðar á ári i 7 ár /er þetta hægt /spyr sá sem ekki vill!!!
Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári
Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið.
Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig.
Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna.
Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er.
Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun.
Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu.
Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar.
Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð.///Þetta er bara landráð og vonandi verður ekki samþykk,að þessi ríkisstjórn skulu voga sér að gera okkur þetta,ef þetta gengur i gegn verður her algjört öngþveiti og allt vitlaust,það mundi ekki vera látið viðgangast!!!!þetta getur ekki verið fólkið sem á að stjórna þessu landi áfram/við mótmælum öll/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1047471
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.