Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna/Mjög svo sennilegt!!!!!

Innlent | mbl.is | 23.7.2009 | 15:50
Mynd 504757Fram kemur í grein Economist um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu að fyrir liggi að leið Íslendinga inn í sambandið verði löng og torfær þrátt fyrir allar umræður um hugsanlega flýtimeðferð

Í greininni segir að þrátt fyrir að Ísland sé þegar aðili að evrópska efnahagssvæðinu og bjartsýnustu menn telji því að það geti fengið inngöngu í sambandið á sama tíma og Króatía árið 2012 eða 2013 séu a.m.k. þrjú ljón í veginum.

Litlar líkur verði að teljast á því því að Íslendingar fái undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins og staðfesta Íslendinga í þorskastríðunum gefi ekki til kynna að þeir muni gefa neitt eftir varðandi yfirráð yfir fiskimiðum sínum.

Þá sé ástand efnahagsmála á Íslandi skelfilegt og þýskir og hollenskir áhrifamenn hafi þegar gefið í skyn að ekki komi til greina að Íslendingar fái aðild að sambandinu fyrr en þeir hafi komið þeim málum ílag.

Mikil andstaða sé einnig við aðild á Íslandi þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt að hefja umsóknarferlið. Efna þurfi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegan aðildarsamning og skoðanakannanir bendi ekki til þess að hann verði samþykktur.

Mikil andstaða sé við sjávarútvegsstefnu sambandins á Íslandi auk þess sem margir Íslendingar reki efnahagshrunið að hluta til til aðstæðna sem hafi skapast vegna aðildar landsins að evrópska efnahagssvæðinu.

Það muni því að öllum líkindum reynast stjórnarandstöðunni létt verk að virkja andstöðu Íslendinga við aðild og að líklegt verði að teljast að Íslendingar muni fara að dæmi Norðmanna sem tvisvar hafi hafnað aðild eftir að samkomulag hafi verið í höfn.Þetta finnst manni mjög svo líklegt,og skoðanir mínar eru þarna ,við förum ekkert þarna inn,enda bestir sjálfir að leisa okkar mál,ættli Steingrímur sé ekki einnig sammála þessu og fl./Halli gamli


mbl.is Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband