1.8.2009 | 16:53
Einn sá ríkasti í heimi gjaldþrota/Hvað varð af öllum auðnum??????
Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, óskaði í gær eftir gjaldþrotaskiptum. Er þetta stærsta einstaklingsgjaldþrot Íslandssögunnar. Skuldir hans og persónuábyrgðir nemaað því er fram kemur í beiðni um gjaldþrotaskipti til Héraðsdóms Reykjavíkur. Helsta ástæða gjaldþrotsins er að hann gekk í geysiháar ábyrgðir á lánum sem hann gat engan veginn staðið við þegar fjaraði hratt undan viðskiptaveldi hans í fjármálakreppu.
Næststærsta einstaklingsgjaldþrot Íslandssögunnar blasti við fyrr í sumar þegar bú Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga Björgólfs, var tekið til gjaldþrotaskipta að beiðni Straums fjárfestingabanka sem átti kröfu á hann upp á rúmlega milljarð. Magnús er búsettur í Rússlandi.
Viðskiptaveldi Björgólfs er hrunið: Skilanefndir eru yfir Landsbankanum og Straumi, sem hann átti stóran hlut í. Hlutafé Eimskipafélagsins og Árvakurs var afskrifað en þau voru skuldum hlaðin og varð eign Björgólfs í félögunum því að engu. Hann hefur einnig misst enska knattspyrnufélagið West Ham í hendur lánardrottna. Uppkaupin á téðum fyrirtækjum hófust 2002 við einkavæðingu Landsbankans, hin voru keypt í kjölfarið. 96 milljörðum króna
Saga Björgólfs Guðmundssonar minnir um margt á ævi Thors Jensen (1863-1947) kaupsýslumanns og afa eiginkonu Björgólfs, Margrétar Þóru Hallgrímsson. Sonur þeirra, Björgólfur Thor, ber nafn útgerðarmannsins danska, sem fór tvívegis á höfuðið en varð Íslendinga ríkastur þegar best lét.
Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sagði Björgólf 799. ríkasta mann heims í mars 2007 og mat auð hans á 1,2 milljónir dollara eða 81 milljarð króna að þávirði. Fyrstur Íslendinga til að komast á þennan lista var sonur hans, Björgólfur Thor.
Björgólfur lauk prófi frá Verslunarskólanum 1961, stofnaði Dósagerðina hf. 24 ára og rak hana í tólf ár. Því næst var hann framkvæmdastjóri Hafskipa í átta ár, en skipafélagið fór í gjaldþrot 1985. Hæstiréttur dæmdi í kjölfarið Björgólf til skilorðsbundinnar fangelsisvistar í eitt ár fyrir fjárdrátt, bókhaldsóreiðu og umboðssvik, samkvæmt fréttum.
Drög að endurrisi Björgólfs í viðskiptalífinu voru lögð þegar hann, Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson stofnuðu bjórverksmiðjuna Bravo International í Rússlandi 1993, sem seld var til Heineken 2002. Þeir keyptu í Pharmaco (síðar Actavis) um aldamótin. Í kjölfarið hófst merkilegur kafli í viðskiptasögunni sem hér með er lokið. Björgólfur er 68 ára/það bera margir Björgólfi mjög vel söguna,sjálfur man maður eftir honum sem forstjóra Dósagerðarinnar,talaði stundum við hann þá,mjög gott að tala við hann,prúður og stilltur maður,en svona er fyrir honum komið og við,berum skaða að hluta öll /Því miður !!!!,en hvað varð af öllum auðnum lætur maður aðra eftir að finna/Halli gamli
Einn sá ríkasti í heimi gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sjálfsagt "prúður og stilltur maður" en alveg örugglega gjörsamlega sneyddur öllu viðskiptaviti,og ekki býst ég við að hann einsog margir sem hann hefur komið í þa stöðu leiti til fjölskylduhjálparinnar.náunginn var í fríi erlendis fyrir nokkrum dögum,svoldið sem flestir sem orðnir eru gjaldþrota geta ekki leyft sér.
zappa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:05
Sæll kæri bloggvinur! Ég hafði sama álit á umræddum manni. Og fv Hafskipsfólk er ábyggilega líka sammála þér. En mig langar til að benda þér á bloggfærslu hjá mér þar sem ég rifja upp atburði og skip sem ég hugsa að þú munir eftir http://solir.blog.is/blog/solir/entry/920604/#comments Að lokum sértu ávallt kært kvaddur gamli vinur
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.