24.8.2009 | 10:04
Lengsta sumarþing í 90 ár/það er einnig mikil þörf/aldrei meiri!!!!
Þingið, sem senn lýkur störfum, hefur algjöra sérstöðu á seinni tímum. Leita þarf aftur til ársins 1919 til að finna sumarþing, sem hefur staðið álíka lengi.
Alþingi, þjóðþing Íslendinga, hefur algera sérstöðu í heiminum eins og allir vita. Þingið var háð á Þingvöllum við Öxará frá stofnun, um 930, til ársins 1798. Þingið var haldið í Reykjavík 1799-1800, er það var lagt niður. Það var svo endurreist í Reykjavík 1845 og þá sem ráðgjafarþing. Með stjórnarskrá 5. janúar 1874 fékk Alþingi löggjafarvald í íslenskum sérmálum.
Árin 930-1271 var Alþingi allsherjarþing, sem hafði óskorað löggjafar- og dómsvald um allt Ísland til ársins 1262. Í bók Einars Laxness, Íslandssaga A-Ö, segir að Alþingi á Þingvöllum hafi staðið í tvær vikur en samkomutími hafi verið óviss fyrstu áratugina. Að sögn Ara fróða hófst þinghaldið fimmtudag í tíundu viku sumars til ársins 999. Eftir það hófst þinghaldið á fimmtudegi þegar tíu vikur voru liðnar af sumri (18. til 24. júní) og hélst sú tímasetning til árins 1271. Alþingi var á þjóðveldisöld (930-1262) helsti samkomustaður þjóðarinnar og þangað kom oft fjölmenni. Goðum og lögsögumanni var skylt að sækja Alþingi. Goðar söfnuðu stundum saman miklu liði, ef til átaka dró, eins og fram kemur í fornsögum.
Alþingi var lögþing 1271-1662. Löggjafavald var í höndum Noregskonungs (síðar Danakonungs) og Alþingis sameiginlega. Það hófst á Pétursmessu og Páls (29. júní) og stóð í þrjá til fjóra daga en stundum lengur. Árin 1662-1800 var Alþingi dómstóll og fór þinghaldið fram í júlí. Stóð þingið gjarna í hálfan mánuð.
Þegar Alþingi var endurreist kom þingið saman í Reykjavík 1. júlí 1845. Það var skipað 26 þingmönnum, 20 þjóðkjörnum en Danakonungur skipaði 6 þingmenn. Alþingi skyldi koma saman í byrjun júlí, annað hvert ár, og sitja í fjórar vikur
Endurreisn Alþingis 1845 var merkur áfangi á braut Íslendinga til aukins frelsis, segir Einar Laxness. Þingið var mikilvægur vettvangur umræðna um þjóðmál, aðhald fyrir stjórnvöld og gat komið fram ýmsum umbótum á löggæslu á landsstjórn. Jón Sigurðsson, frelsishetja Íslendinga, varð þegar í stað forystumaður í stjórnskipunarmálinu og öðrum framfaramálum.
Sama skipan hélst þegar Alþingi varð löggjafarþing 1875. Þing skyldi haldið annað hvert ár. Það var sett í júlíbyrjun og stóð venjulega í tvo mánuði.
Árin 1909 og 1911 var þing sett um miðjan febrúar og sami háttur var hafður á frá 1921 fram yfir seinni heimsstyrjöld. Síðan þá hefur þingið jafnan verið sett í októberbyrjun og það staðið fram á vor með löngu hléi yfir jól og áramót. Þetta er það fyrirkomulag sem við nútímamenn þekkjum en eins og sagan sýnir, hefur þingið lengst af sinnar sögu starfað að sumri til.
Ganga í öll störf
Hið langa sumarþing hefur sett margt úr skorðum hjá þingmönnum og starfsfólki Alþingis, sem ekki hefur komist í sumarleyfi eins og það hafði áformað.
Ekki hefur tíðkast að ráða sumarafleysingafólk á Alþingi. Vegna aðhaldsaðgerða var það ekki heldur gert í sumar þrátt fyrir mikið álag, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra. Fólk gengur hér hvert í annars störf, segir Helgi. Nefnir hann sem dæmi að forstöðumaður fasteigna hafi unnið á þingsviði og launafulltrúinn hafi unnið í mötuneytinu. Helgi segir að þeir sem starfi við sjálft þinghaldið, t.d. ritarar þingnefnda, hafi ekkert frí tekið. Hér hefur verið unnið allar helga og suma daga langt fram á nótt, segir Helgi.
Þegar þingið fer loks í frí getur starfsfólkið tekið langþráð sumarfrí. En hjá sumum verður það ekki lengi því þing kemur saman á nýjan leik 1. október.
Nýtt þing þarf að undirbúa vel og ærinn starfi bíður því starfsfólks Alþingis/Maður sér samansagt undrandi að skuli verið að væla yfir þessu aldrei hefur verið meiri ástæða til þessa /það verður að klára þessi mál og það er þjóðarnausin,Vinnubrögðin eru kannski ekki til að hæla þessu er haldið i gíslingu og litið gengur ,þeir ná ekki samkomulagi sem þarf i svona stóru máli,það er þessi ríkisstjórn sem ætlar að hafa sitt fram hvað sem það kostar/þetta eru vinnubrögð sem ekki ganga lengur,þetta er það stórt mál að þjóðin á heimtingu á að samstaða náist ,nóg er samt eftir í þessu hruni/Halli gamli
Lengsta sumarþing í 90 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.