Olís hækkar eldsneytisverð/heimsmarkaðsverð upp og niður !!!!!

Innlent | mbl.is | 25.8.2009 | 11:47
Mynd 502207Verð á bensíni hjá Olís er nú tveimur krónum hærra á bensínstöðvum Olís en hjá flestum öðrum olíufyrirtækjum. Samkvæmt vefnum gsmbensin.is kostar lítrinn af bensíni hjá Olís 191,90 krónur en algengt verð er 189,90 krónur. Lítrinn af dísil kostar 184,60 krónur hjá Olís en algengt verð annars staðar er 181,60 krónur// það stendur ekki á að hækka þarna ,heimsmarkaðsverð hefur verið að fara upp og niður,og krónan stendur i stað,hvað er i gangi þarna/er ekki hægt að fylgjast betur með þessu en gert er ,þetta varðar okkur öll,nema kannski Olíufélögin/Halli gamli


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halli gamli.

Mig langar að benda á að Ísland hefur það bara nokkuð gott hvað bensínverð varðar. 

Hér í Noregi er líterinn á littlar 244 kr ísl. og persónulega mundi ég glaður vilja skipta við ykkur á verði enda er þetta rugl hérna.
Hins vegar hjálpar að það eru yfirleitt sunnudags,mánudags og miðvikudags eða fimmtudagstilboð á bensíni þar sem maður getur nálgast líterinn á um 210-220 kr ísl.
Dísel er að jafnaði í kringum 220 krónur ísl.

Með krónuna þá hefur hún bara alls ekki staðið í stað og hækkar reglulega og hefur gert undanfarna mánuði. 

Norska krónan er í 21,283 núna en var í tæpum 16 fyrir nokkrum mánuðum. 

Ég fylgist mjög vel með þessu enda þarf ég að millifæra fé þangað mánaðarlega og hef gert s.l. 4 ár. 

Júlíus (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

svar mitt við þessu Július er að það er allt dyrt i Noregi,en launin eru meira en hellmingi hærri þar en hér,geymdirði þvi nokkuð/svo hefur krónan ekki veikst siðustu daga/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.8.2009 kl. 12:53

3 identicon

Ég veit vel hvernig verðlag og laun eru í Noregi og get sagt þér að ég hef aldrei búið í eins yndislegu landi og hef ég búið í þeim nokkrum.

Það er t.d. miklu meiri launajöfnuður hérna en á Íslandi.
Lán eru hagstæðari, t.d. húsnæðislánið okkar í rúmum 3% vöxtum og bílalán á rúmum 5% vöxtum.

Með gengið þá hefur það kannski ekki breyst mikið síðustu daga það er rétt. En fyrir nkl. mánuði síðan var norska í rétt rúmum 20 en er núna í rúmum 21 sem er rúmlega 1 kr munur á milli mánaða. 

Er það ekki líka rétt hjá mér að íslensku krónunni hefur ekki verið fleytt á flot á ný og því gefa bankar og þ.á.m. seðlabankinn ekki rétta mynd af því hvernig gengið er í raun og veru?

Júlíus (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Sigrún Óskars

þeir fylgjast vel með hækkunum - virðast aldrei kaupa olíubirgðir þegar verðið er lægra. Olían hefur óneitanlega hækkað síðustu viku - sjá linkinn fyrir neðan

http://oil-price.net/dashboard.php?lang=en#TINY_CHART

Sigrún Óskars, 25.8.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband