28.8.2009 | 12:09
Icesave-frumvarp samþykkt/ Borga skal skuldir óreiðumanna ?????
Frumvarp um ríkisábyrgð vegna lánasamninga við Breta og Hollendinga um skuldbindingar vegna Icesave-reikninga Landsbankans var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag.
Alls tóku 62 þingmenn þátt í atkvæðagreiðslunni en aðeins Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fjarverandi. Allir þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, 34 að tölu, greiddu atkvæði með frumvarpinu. 9 þingmenn Framsóknarflokksins, tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Árni Johnsen og Birgir Ármannsson, tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir og óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá sem og Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðan á atkvæðagreiðslunni stóð, að frumvarpið, sem verið var að afgreiða, ætti ekkert skylt við frumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í sumar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu átt stóran þátt í að móta málið eins og það lægi fyrir nú. Það breytti hins vegar ekki því, að ríkisábyrgðin væri nátengd þeim samningnum sem stjórnvöld skrifuðu undir og ríkisstjórnin hefði þar látið undir höfuð leggjast að gæta hagsmuna Íslendinga í samningum við önnur stjórnvöld. Sagði Bjarni að með hjásetu í atkvæðagreiðslunni lýsti hann ábyrgð á málinu á hendur ríkisstjórninni.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, sagði við atkvæðagreiðsluna að hann vísaði öllum ummælum um að einhver blekkingarleikur væri í gangi í sambandi við frumvarpið út í hafsauga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins lýsti mikilli andstöðu við frumvarpið og sagðist segja nei, nei, nei. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, sagðist telja að með samþykkt frumvarpsins væri verið að kúga íslenska þjóð til að taka á sig skuldbindingar sem hún þurfi ekki að taka á sig.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist treysta því að með frumvarpinu væri að vera til eins góður efniviður í farsæla lausn og kostur væri á. Hann sagði að þetta mál hefði staðið og myndi óleyst standa í vegi fyrir fjölmörgum óleystum verkefnum.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði að ekki væri hægt að gera þjóðina ábyrga fyrir gerðum einkafyrirtækis. Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði lækninguna í þessu tilfelli verri en sjúkdóminn.//eftir stendur að við erum að borga skuldir óreiðumann,er þetta sanngjarnt,nei það er það ekki,en svona fór sem fór og skoðum við framhaldið/þetta er stór dagur i sögu þessarar þjóðar,og okkur til mikillar skammar en þetta er lýðræðið eða er það er ekki þjóðaratkvæðagreiðsla það!!!! maður hefur á þessi skömm og verður lengi að jafna sig/Halli gamli
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.