Innlent | mbl | 3.10.2009 | 18:04
Fjármálaráðherrar G7 ríkjanna, vöruðu í dag við óstöðugleika á gjaldeyrismörkuðum og lögðu áherslu á að dollarinn þyrfti að vera sterkur og kínverska júan-ið að vera sveigjanlegt til þess að jafnvægi kæmist á í hagkerfi heimsins. Þeir funduðu í Istanbul í Tyrklandi í dag.
Við höfum staðfest þörfina á því að kinverski gjaldmiðillinn styrkist ... og við trúum því áfram að þörf sé á sterkum dollara, sagði fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, eftir viðræður í Istanbul í dag. Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer þar fram eftir helgina.
Í sameiginlegri yfirlýsingu segja fjármálaráðherrarnir líka að það sjáist merki um bata í alþjóðahagkerfinu en að ekkert rúm væri fyrir andvaraleysi í þeim efnum. Örvandi aðgerðir í fjármálum ríkja ættu að halda áfram.
Of miklar sveiflur og róstusamar hreyfingar í gengi gjaldmiðla hafa slæm áhrif fyrir efnahagslegan og fjárhagslegan stöðugleika, segir í yfirlýsingunni. Þar sagði að hærra gengi júansins myndi hjálpa til við að stuðla að hagvexti í Kína sem væri hóflegur, og sömuleiðis í heimshagkerfinu.
Merki um bata hafa haft áhrif til lækkunar á gengi bandaríkjadals, þar sem að venjulega forða menn sér í dollarann þegar ástandið er slæmt, en selja svo aftur dollarana í auknum mæli þegar ástandið fer að batna.
Kallað hefur verið á það að undanförnu að kínversk stjórnvöld, sem stjórna gengi júansins algerlega. leyfi því að styrkjast. Með því yrðu útflutningsvörur frá kína dýrari.
Á sama tíma er talað um að stjórnvöld í Washington séu að leyfa dollarnum að veikjast mikið til þess að styðja við bandarískar útflutningsgreinar, með því að gera vörur þeirra ódýrari. Sú aðferð myndi veikja samkeppnisstöðu útflutningsgreina í Evrópu.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner hefur reynt að slá á þessar áhyggjur að undanförnum, með því að segja að sterkur dollari sé mjög mikilvægur fyrir efnahag Bandaríkjanna///þessu stjórnar ekki ESB sem betur fer,/Halli gamli
Sterkan dollara og sveigjanlegt júan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að velta fyrir mér hvað þú ert að reyna að segja. Þú endurbirtir alla fréttina eins og hún leggur sig og skrifar svo 9 orð í restina.
Það er ekkert samhengi í þessu hjá þér og útilokað að sjá hvað þú ert að reyna að segja. Ertu að reyna segja eitthvað?
Ertu í alvöru bara að segja að það sé gott að ESB stjórni þessu ekki, bara af því að þá stjórnar ESB því ekki?
Af hverju tókstu ekki bara einhverja innlenda frétt og paste-aðir hana hérna, t.d. hugmyndir um sameiningu háskólanna og bættir svo við í restina ,,sem betur fer stjórnar ESB þessu ekki"? Af hverju tekur þú ekki bara allar fréttir sem birtast og lætur uppi ánægju þína með að ESB stjórni ekki því sem fram fer, í þeim tilfellum þar sem þeir stjórna ekki viðkomandi máli.
Hvað ertu að reyna segja með þessu?
Þetta er eitthvað mesta bull-blogg sem ég hef séð
S. (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:43
Ég get heilshugar tekið undir orð S. Þetta er hrein og klár timaeyðsla að pikka inn alla fréttina orð frá orði. Hins vegar langar mig að varpa fram eina spurningu; hví er það kostur að ESB hafi ekkert um málið að segja?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 19:28
S :það bara vill svo til að þarf þarf að segja fréttina til að geta um hana dæmt,þetta með að ESB stjórni þessu ekki,hvað aðrir gjöri utan þessa svæðis,er maður að fjalla um ,ef við gegnum þarna inn þyrftum við að bera allt undir þá,getum ekki verið sjálfstæð i utanríkisviðskiptum,það að taka fréttir og endursegja er ekkert saknæmt og ef það pirrar þig lestu þær bara ekki,en að skilja hvað ek eigi við i 9 orðum er alveg nóg þarna að mínu mati,svo mörg voru þau orð S /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 3.10.2009 kl. 19:36
Sæll aftur,
þetta svar er jafnvel enn furðulegra en bloggið. Þú festir bloggið við fréttina, þannig að það kemur sjálfkrafa fram í blogginu þegar þú gerir þetta, sem og við fréttina sjálfa, að það varði viðkomandi frétt, þess vegna liggur algerlega fyrir um hvaða frétt ræðir og vægast sagt furðulegt að endursegja hana.
Þess vegna hefði verið nóg að segja bara þessi orð og sleppa copy-paste á alla fréttina.
Varðandi innihald þeirra, þessara orða, er ekkert sem getur mögulega bent til þess að þar með sértu að segja að þetta sýni að utanríkisstefna okkar byði skaða ef við værum í ESB, það er sérmál sem stendur í engu samhengi við þessa frétt. Reyndar er þetta svar jafn stórkostlega úr samhengi og bloggið sjálft.
Fréttin sjálf varðar gengi helstu gjaldmiðla heimsins. USA hefur lengi gert kröfu um að juan-ið verði sett á flot því kínversk stjórnvöld eru að niðurgreiða kínverskan útflutning með því að halda genginu föstu, of lágu. ESB lýsir síðan áhyggjum sínum vegna sama atriðis, og að auki áhyggjum af því að stjórnvöld í USA keyri niður sitt gengi og skekki þar með samkeppnisstöðu evrunnar. Þetta eru hagfræðilega fullkomlega réttmætar áhyggjur ESB. Réttmætar kröfur á hagfræðilegum grunni, alveg sama hver á í hlut. Að auki er það hlutverk hagsmunaaðila að gæta sinna hagsmuna, ESB gætir sinna hagsmuna og USA sinna, Kína sinna o. s. frv. .
Þetta stendur í nákvæmlega engu einasta samhengi við það sem þú ert að segja. Þú setur þetta sem dæmi fyrir því að ef við gengjum í ESB þá getum við ekki verið ,,sjálfstæð í utanríkisviðskiptum". Þessi frétt stendur í engu einasta samhengi við neitt slíkt. Hvaða utanríkisviðskipti ertu svo að tala um? Þá staðreynd að ESB er tollabandalag og ríkin gera ekki fríversl.samninga hvert og eitt heldur Bandalagið fyrir þau öll. Er það það sem þú ert að meina? Eru það einhverjar fréttir, það er jafn alkunn staðreynd og að ESB er ESB.
Í fréttinni er verið að fjalla um gengi gjaldmiðla helstu iðnvelda og áhyggjum er lýst með að stjórnvöld þessara ríkja séu að eiga við gjaldmiðilinn og skekkja þar með samk.stöðu iðnveldanna. Þetta bull hjá þér stendur í engu samhengi við það.
Ég endurtek það sem ég sagði áður, ef þú ert bara að segja að ESB stjórni sem betur fer ekki því sem það stjórnar ekki, þá getur þú sett hvaða frétt sem þarna inn og sagt það sama, ef efni fréttarinnar fjallar um eitthvað sem ESB ræður ekki, t.d. val á forseta Íslands. Þá gætir þú skeytt fyrir aftan þá frétt ,,sem betur fer ræður ESB þessu ekki" og þá skv. því sem þú segir sjálfur, verið að segja með því að ef við gengjum í ESB þá ,,réðum við okkur ekki sjálfir".
Þetta er eitt það allra furðulegasta bull sem ég hef lesið á þessum bloggsíðum.
S. (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 20:06
S: hefur þér ekki dottið i hug að þetta hefur engin áhrif á mitt blogg,þeir lesa bara sem vilja/en af hverju ekki að skrifa undir nafni!!!!:að gerir Halli gamli og biður þig að taka það rólega/Kveðja samt
Haraldur Haraldsson, 3.10.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.