Vesturgata verður vistgata/ Eitt af atriðum við að koma okkur gamlingjum frá miðbænum!!!

Vesturgata verður vistgata
Innlent | mbl.is | 7.10.2009 | 12:59

Vesturgata verður vistgata Framkvæmdir hefjast nú í vikulok við að breyta Vesturgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar í vistgötu. Vesturgötu verður einnig á þessum kafla breytt í einstefnugötu til norðurs.

Gatan verður merkt sem vistgata og einnig verður hluti Hafnarstrætis frá Aðalstræti að Veltusundi merkt sem vistgata. Verkefnið er hluti af „grænum skrefum“ í Reykjavík.

Vistgata þýðir að gangandi og hjólandi vegfarendur hafa forgang fram yfir bílaumferð, eins og segir í umferðarlögum. Gangandi vegfarandi má þó ekki hindra för ökutækis að óþörfu.

Í vikunni var gengið frá samningum við verktaka en fyrir valinu varð fyrirtækið Hellur og gras ehf. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 10. nóvember. Verkeftirlit annast verkfræðistofan Hnit. Kostnaður við verkið í heild er áætlaður 7 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu.//Þetta er ágætt mál þegar vel viðrar á sumrin að hafa þetta bara gönguleiðir,en 7-8 mánuður ári er vetur og við gamlingjarnir sem höfum gaman að fara þarna keyrandi á að hefta aðgang,þetta kann ekki góðri lukku að stíra,en Vistgata ,Vesturgata hvað er i gangi,Aðalstræti !! þetta er mjög svo skrítin nálgun á hlutina, maður vann þarna i Slipp ´gamla daga norðanáttin er ekkert grín þarna!!!//Halli gamli


mbl.is Vesturgata verður vistgata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Vesturgötu verður einnig á þessum kafla breytt í einstefnugötu til norðurs".?????????????????

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.10.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Jóhann

Vistgata þýðir að gangandi og hjólandi vegfarendur hafa forgang fram yfir bílaumferð, eins og segir í umferðarlögum. Gangandi vegfarandi má þó ekki hindra för ökutækis að óþörfu.

Jóhann, 7.10.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband