11.10.2009 | 10:47
Eftirlitsmyndavélar í leigubíla/þarna fara menn offari,að mínu mati!!!!!
Innlent | mbl.is | 11.10.2009 | 9:58
Leigubílastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir fyrirhugar að koma fyrir eftirlitsmyndavélum í leigubílum á vegum stöðvarinnar og taki vélarnar myndir af aftur- og framsæti bílanna. Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við þetta svo framarlega sem upptökurnar eru ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur og farþegum verði veittar skýrar upplýsingar um vélarnar
Fram kemur á heimasíðu Persónuverndar, að leigubílastöðin vonist til að með þessu móti megi m.a. upplýsa um umferðaróhöpp eða brot á umferðarreglum, brot á hegðunarreglum farþega, þjófnaði og stemma stigu við hótunum og árásum gegn leigubílstjórum.
Fyrirhugað er að aðvara farþega með því að líma upplýsinga- og viðvörunarmiða í hliðarrúður afturhurða. Auk þess verði einn miði inni í hverri bifreið. Varðveisla þeirra persónuupplýsinga er allt frá 4 klukkustundum og upp í 51 klukkustund//þarna fara menn offari að mínu mati,ekki mundi maður eftir þessa ákvörðum, panta bil frá Hreyfli-Bæjarleiðir,þarna fara menn fammrúr sér ,þetta mun ekki verða vinsælt,en þetta er þeirra að ákveða , maður er einnig hissa á persónuvernd að samþykkja þetta,stóri bróðir er að taka völdin allstaðar,eins og sagt er/en þetta mun ekki verða þeim til framdráttar/Halli gamli
Eftirlitsmyndavélar í leigubíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er svona slæmt við þetta ? Persónulega ef ég væri leigubílstjóri þá væri ég til í að hafa svona myndavélar þar sem það er ógrynni af fólki sem stingur af frá reikningi, hótar bílstjórunum og ja eins og við öll vitum að þá hafa allavegana að minni vitneskju tveir verið skornir á háls !
Við erum ekki að tala um einhvern "stóra bróður" það þarf bara að fara eftir þeim reglum sem settar eru í kringum svona framkvæmdir og fylgja þeim eftir :) Þetta tryggir öryggi og rétt bílstjóranna og okkar sem farþega.
Berglind (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:55
Ég fagna þessu. Snarruglaður dópisti í leigubíl (tvö skipti), var ástæðan fyrir því að ég hætti að aka leigubíl. Það er mikil áhætta að aka leigubílum og það kemst ekki nema brot af vandamálum í blöðin.
Guðmundur Jónsson, 11.10.2009 kl. 10:56
Ég sé bara akkúrat ekkert óeðlilegt við þetta, leigubílstjóri um helgi niðri í bæ er ekkert hættulaust starf og þeir einu sem að geta verið hræddir við þetta eru þeir sem ætla sér að gera eitthvað sem ekki má, ég hef aldrei haft áhyggjur yfir því að verið sé að fylgjast með mér, enda er ég ekkert að plana að gera neitt af mér.
Andri (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:57
hvað er svona skelfilegt að sitja í bilum með myndavél ?? á meðan þú ert ekki að brjóta af þér en fyndið að láta það fljóta með að þetta sé til að upplýsa um umferðarbrot mun vélinn ekki verða beint inn i bilin ??
Jón Rúnar Ipsen, 11.10.2009 kl. 10:58
Halli gamli ferð þú aldrei í banka, þar ert þú myndaður í bak og fyrir meðan þú færð afgreiðslu hjá gjaldkera t.d. (oftast 2 myndavélar í einu). Er það eitthvað fyrir persónuvernd að hugsa um? Geta þá allir séð ef þú ferð í bankann þinn?
Nei þetta er hið besta mál eina sem ég sé skrítið við þessa "frétt" er að í upptalningunni er minnst á að þetta geti átt þátt í að upplýsa um umferðarlagabrot, ég spyr eins og Jón Rúnar á ekki að beina vélunum inn í bílinn?
ps. þetta er nefnilega unnið upp úr upplýsingum um að Hreyfill hafi kannað stöðu sína í sambandi við að setja þetta í bílana, en ekki að þeir séu að fara að setja þetta upp núna strax.
Sverrir Einarsson, 11.10.2009 kl. 11:15
Allir mega hafa sinar skoðanir á þessu einnig Halli gamli,segi bara mína og meina þetta sem maður segir!!!maður leigir bilin með bilstjóra og það á að vera friðhelgi mans að það sé ekki njósnað um mann þar!!!Það er svo ákvörðun Bifreiðastjórans hvort hann tekur farþega eða farþegana og getur vísa þeim út ef ekki semst/en gott að vita að menn hafa á þessu skoðanir!!! en hér áður tók maður margan leigubilin og hefði ekki sennilega gert ef þetta hefi verið/og mun ekki gera það er þarf,vonandi að þetta verði ekki sett i lög,svo fólkið hafi val!!!.maður er heldur ekki að gera litið úr þessari hættu sem leigubifreiðstjórar eru í ,en hvar er hún ekki???við eru öll þarna i þeirri hættu sem erum á ferðinni/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 11.10.2009 kl. 11:18
prófaðu að vera með geðsjúka dópista fyrir aftan þig um hánótt og hafa ekkert sem hindrar þá í að berja þig og ræna??? Þessi ráðstöfun mun allavega sjá til þess að þeir náist drepi þeir þig!!! ég veit hversu mikilvægt þetta er því ég er sjalfur leigubílsstjóri. talaðu frekar um eitthvað sem þú veist um næst.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:37
Það er löngu löngu kominn tími á myndavélar í leigubíla,framkoma sumra farþega í bílunum er svo með ólíkindum að fæstir myndu trúa,hótanir um ofbeldi,notkun hnífa hefur aukist,upplognar ásakanir um áreiti af hinu ýmsasta tagi,menn hafa gert þarfir sínar í sætin og svona mætti lengi telja.
Það að þurfa að huga að uppsetningu myndavéla er virkilega ill nauðsyn til verndar bílstjórans og líka farþegans þar sem sönnunar byrði ætti að auðvelda farþeganum að bera fram rökstuddar kvartanir.
Því miður er þetta Ísland í dag og veruleikin kaldur í heimi okkar í dag,ég var leigubílstjóri til fjölda ára og upplifði næturlíf rvk á þann hátt sem fæstir gera sér grein fyrir,sem betur fer
Sigurlaugur Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 11:50
Þarna komstu með það,öryggi leigubifreiðastóra hafa og verið rædd og það gott,það var talað um að hafa þetta eins og i Bretlandi að þeir væru i vörðu rúmi,en hvar er það mál/þetta með að þú tryggir ekki eftirá er þarna stórt mál !!!Þetta á við um aðra bifreiðastjóra einnig strætisvagna og hópferða/að tala um að maður hafi ekkert vit á hlutunum er ekki rétt maður hefur lifað fimana tvenna og öllu vanur i slíku/en þetta er ekki illa meint/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 11.10.2009 kl. 12:00
Ég er algjörlega sammála þessu með það að setja upptökuvélar inní leigubílana. Ég tek ofan fyrir Hreyfli/Bæjarleiðum að gera þetta. Einnig vil ég að lögreglan setji upp upptökuvélar vítt og breitt um flestöll gatnamót höfuðborgarsvæðisins. Mér finnst Persónuvernd sem ég hef heyrt að standi í vegi fyrir að settar séu upp myndavélar á helstu gatnamótum höfuðborgarsvæðins hugsi meir um þjófana en heiðvirða íslendinga sem lenda oft í klóm þeirra.
Helgi (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 13:18
myndavélar gera bílstjóra ekki öruggari fyrir brjálæðingum, en skotheld rúða á milli rýma gerir það. Ég hef svosem enga skoðun á þessu, en ég fæ ekki séð að vélarnar auki öryggi bílstjóra..þær auka aðeins líkurnar á að brjálæðingarnir náist.
Haraldur Davíðsson, 12.10.2009 kl. 00:04
Það eru myndavélar í lestum, strætóum og um allt erlendis. Skothelt gler milli bílstjóra og farþega í leigubílum er eldgamalt og á ekkert að vera öðruvísi á Íslandi í dag. Hvað Þarf eiginlega að gerast til að þetta verði sjálfsagt mál á Íslandi? Nokkur morð, rán eða limlestingar? Öryggi bílstjóra er það sama og persónuvernd! Það ætti að vera nóg að fólk hættir að keyra leigubíla vegna slæmrar reynslu. Það segir allt sem segja þarf.
Óskar Arnórsson, 12.10.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.