Hafa ekkert nálgast niðurstöðu/er nokkur vilji fyrir hendi ??????

Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Innlent | mbl | 26.10.2009 | 23:33

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands... „Hvað ríkisstjórnin vill gera í þessu veit ég ekki alveg. En það einfaldlega ber mikið í milli. Látum liggja á milli hluta orðalagið í þessu, en það liggur fyrir að viðhorfið hefur ekkert breyst í þessum viðræðum sem hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Menn hafa ekkert nálgast í efninu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Fundir dagsins í dag á milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, með bréfasendingum á milli þeirra og ríkisstjórnarinnar, skiluðu engri niðurstöðu annarri en þeirri að enginn grundvöllur er fyrir áframhaldandi þátttöku SA og ASÍ í svokölluðum stöðugleikasáttmála.

„Þetta snýst annars vegar um hina tekjulægstu félagsmenn okkar og skattleysismörk þeirra og fleira. Hins vegar snýst þetta um fjárfestingar í atvinnulífinu á næsta ári, og ákveðnar ákvarðanir stjórnvalda sem hafa brugðið fæti fyrir þær,“ segir Gylfi.

Svipað hljóð var í Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA. Í samtali við mbl.is segir hann að ekki hafi verið komið mikið til móts við kröfur samtakanna af hálfu ríkisvaldsins í dag. Þess vegna hafi menn staðið í því að senda tillögur fram og til baka í allan dag. Hins vegar hafi málum lítið miðað með því. „Viðræðum hefur ekki miðað nógu hratt og ekki í rétta átt,“ sagði Vilhjálmur í kvöld.

Samtök atvinnulífsins taka á morgun afstöðu til þess hvort kjarasamningur samtakanna við Alþýðusamband Íslands verði framlengdur. Verði það ekki gert eru samnignarnir lausir 1. nóvember.///maður er komin á þá skoðun að engin vilji sé fyrir hendi að leysa þessa samninga,alls ekki bara vaða yfir allt og alla ,það hefur þeim tekist hingað til/og maður sér það ekki breytast,en gamla vopnið verkfall er það gerlegt,ja´það er það eins og alltaf þegar á reynir/Halli gamli 


mbl.is Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1046586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband