Mótmæla álögum á heimilin í landinu/þetta gengur ekki lengur,við erum flest blönk!!!

Mótmæla álögum á heimilin í landinu
Innlent | mbl.is | 12.11.2009 | 12:36

Útifundur Hagsmunasamtök Heimillana á Austurvelli Hagsmunasamtök heimilanna mótmælta harðlega öllum hugmyndum um að auka álögur á heimilin í landinu. „Heimilin eru þegar að kikna undan þeirri greiðslubyrði sem á þau hefur verið lögð með óréttmætri stökkbreytingu á höfuðstóli lána þeirra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur á þessu ári rýrnað um hátt í 10% og mun sú þróun halda áfram á næsta ári," að því er segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Hækkun neysluskatta fer beint út í verðlagið og þaðan yfir í verðtryggð lán heimilanna. Skora samtökin því á stjórnvöld að leita annarra leiða til loka fjárlagagatinu.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa auglýst eftir því, að gerð sé hagspá fyrir heimilin í landinu. Slík spá nái út árið 2012. Hin miklu efnahagsumbrot undanfarinna ára hafa mikil áhrif á hag heimilanna, en þeim er ætlað af standa undir veltunni í þjóðfélaginu. Hækkanir á höfuðstóli lána, breyting á kaupmætti, verðbólguþróun, skattakerfisbreytingar, atvinnustig, allt hefur þetta áhrif afkomu heimilanna, en samt er ekki talin þörf á því að gera hagspá fyrir heimilin eins og þau séu einhver afgangsstærð. Hvetja samtökin stjórnvöld til að sjá til þess, að slík hagspá verði gerð hið bráðasta.

Hafa skal í huga, að samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands og niðurstöðum skoðunarkönnunar samtakanna, eru tæp 20.000 heimili með greiðslubyrði yfir hættumörkum og önnur 44.000 rétt svo ná endum saman, m.a. með því að ganga á sparnað. Hætt er við því, að hugsanlegar skattkerfisbreytingar stjórnvalda muni ýta verulegum fjölda heimila til viðbótar fram af hengifluginu. Er það virkilega það sem við þurfum?

Hagsmunasamtök heimilanna vilja, í ljósi upplýsinga í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um sannvirði skulda heimilanna og í erindi sem Eyvindur G. Gunnarsson flutti á fundi Orators 11. nóvember um ólögmæti gengistryggðra lána, hvetja fjármálafyrirtæki til að koma meira til móts við lántaka sína og viðskiptavini með tafarlausri niðurfærslu höfuðstóls lána. Rými til slíkra aðgerða virðist verulegt og langt umfram ýtrustu kröfur samtakanna, þó svigrúmið sé vissulega misjafnt milli fjármálafyrirtækja. Er það mat samtakanna að niðurfærsla strax muni gangast betur við endurreisn hagskerfisins, en afskriftir síðar. Skora samtökin því á fjármálafyrirtækin að setjast niður með hagsmunasamtökum neytenda, m.a. HH, og stjórnvöldum með það markmið að finna lausn/úrræði sem allir eru sáttir við og hjálpa okkur við endurreisn Íslands. Núverandi úrræði gera það ekki og munu sum hver auka á áhrif kreppunnar frekar en að lina þau.

Loks vilja Hagsmunasamtök heimilanna ítreka að heimilin í landinu eru ekki botnlaus sjálftökusjóður stjórnvalda og illa rekinna fjármálastofnanna. Heimilin eru viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna, ekki mjólkurkýr, og samskipti við þau skuli byggð á virðingu, sanngirni, réttlæti og jafnræði," að því er segir í tilkynningu///"hvað er lengi hægt að brýna deigt járn  til að það bíti" er manni bara spurn,þetta hlýtur að hafa takmörk og þau eru löngu komin,að ætla að skattleggja heimilin meira er bara óðs mans æði,það er þol á öllu og það löngu sprungið,auðvitað mætti breiðu bökin borga eitthvað meira !!! en það verður bar að skera niður i ríkisgeiranum það sem á vantar og burt með alla óþarfa styrki sem telja milljarða ,í bili allavega/Halli gamli


mbl.is Mótmæla álögum á heimilin í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband