Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave/??????

Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Innlent | mbl | 19.11.2009 | 15:38

Frá fundi fjárlaganefndar Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn...Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Alþingis segja að ef frumvarpið um Icesave verður samþykkt óbreytt, eins og meirihlutinn leggur til, sé einsýnt að forseti Íslands grípi í taumana og synji lögunum staðfestingar.

Þetta segir í minnihlutaáliti Sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd, sem birt var í dag. Álitið er samið af þeim Kristjáni Þór Júlíussyni, Einari Kristni Guðfinnssyni og Ásbirni Óttarssyni. ,,Þeir fyrirvarar sem mestu skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave-samninganna eru nánast að engu orðnir," segir í álitinu.

„Skuldbindingar íslenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd. Öllum má ljóst vera að fyrirvararnir sem settir voru fyrir ríkisábyrgðinni í haust geta ekki verið réttlæting fyrir því að samþykkja ríkisábyrgðina samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi," segir enn fremur þar.

Og þingmennirnir hvetja einnig Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, til þess að taka í taumana ef frumvarpið fer óbreytt í gegn:

„Með því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar hafa þeir fyrirvarar Alþingis sem forsetinn taldi svo mikilvæga þegar hann staðfesti hin fyrri Icesave-lög, og voru forsenda staðfestingar hans, verið að engu gerðir.

Verði frumvarpið samþykkt óbreytt sem lög frá Alþingi, eins og meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að gert verði, telur 3. minni hluti einsýnt að forseti lýðveldisins muni, í ljósi fyrri yfirlýsingar, synja lögunum staðfestingar, með vísan til hennar og 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Synji forseti lögunum staðfestingar er ljóst að Icesave-málið mun ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu," segja Sjálfstæðismennirnir í áliti sínu.///þetta er náttúrlega það stórt mál ,sennilega það stærsta sem við höfum áður staðið frammi fyrir að það er alveg eins hægt að segja það að Forsetin ætti að stoppa það svo við fáum þjóðarathvæðagreiðslu,og það er .það  sem   við eigum að að fá um svona umdeild mál ekki spurning!!!! /en vonandi að þetta komi og við fáum að greiða um þetta atkvæði,annars er þetta bara landráð/Halli gamli

ingar.

mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Rétt hjá þér, Haraldur. Þetta frumvarp ber að fella, og ef meirihluta Alþingis skortir til þess einurð og heiðarleika, þá ber forsetanum að standa við sín orð og synja þessum ólögum staðfestingar. – Horfum á útsendingu frá Alþingi. Kristján Þór Júlíusson er þar með afar góða ræðu um málið og rekur þar í ótal atriðum augljós og óásættanleg lagabrot sem felast í þessu öllu saman, þ.m.t. brot gegn ákvæðum stjórnarskrár um að dómsvald skuli vera hér í landi. Ótrúlegt mál allt saman. Mótmælum að Austurvelli kl. 12 á laugardag!

Kristin stjórnmálasamtök, 19.11.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1046429

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband