Innlent | mbl.is | 3.12.2009 | 19:54
Ég átti fund með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag og þar viðurkenndu þeir að skuldirnar væru hærri en ekki hversu mikið eða hvers vegna, segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir erlenda sérfræðinga að miklu leyti sammála honum um að Ísland stefni í greiðsluþrot.
Þór sat fundinn fyrir hönd Hreyfingarinnar sem var um klukkustundar langur en fulltrúar sjóðsins hittu alla fulltrúa stjórnarandstöðunnar á einkafundum á Alþingi í dag.
Aðspurður hvort hann hafi geta fengið úr því skorið hjá fulltrúum sjóðsins hvort skuldir þjóðarbúsins væru komnar yfir þau 310% sem sjóðurinn áætlaði nývÞetta eru tölur sem að okkur finnst mjög einkennilegar, segir Þór. Þetta eru tölur um skuldaþol í rauninni. Upprunalega var skuldahlutfallið 160% og þá lýstu þeir því yfir að ef þær færu í 240% yrðu skuldirnar ósjálfbærar. Svo fór það upp fyrir það og það var allt í lagi og nú er það komið upp fyrir 310%. Þetta eru einkennilegar mælingar og einkennilegar réttlætingar hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það.
- Af hverju?
Í fyrsta lagi vegna þess að þeir skipta um skoðun í hvert einasta skipti sem að skuldirnar hækka. Ef skuldirnar færu í 240% átti skuldaþol Íslands að vera orðið ósjálfbært. Nú er það komið upp í 310% og það hringdi engum viðvörunarbjöllum. Þeir sögðu bara að þetta væri allt í lagi. Nú er það komið upp fyrir 310% og það er enn þá allt í lagi.
Með aðra samsetningu en Seðlabankinn
- Telur þú að ef skuldirnar eru komnar upp fyrir 310% að við ráðum ekki lengur við þær sem þjóðarbú?
Það er ekki einu sinni vitað hvað er inn í þessum 310%. Ég var að reyna að fá út úr þeim í dag hvað væri þarna að baki. Þeir eru með öðruvísi samsetningu á þessum skuldum en Seðlabankinn. Þeir hafa yfirleitt miðað við brúttóskuldir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og það er yfirleitt sú tala sem að notuð er en núna segja þeir að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að nettó skuldastaðan sé allt í lagi.
En nettó skuldastaða er aldrei notuð í svona mælingum. Þeir slá í og úr eftir því hvað hentar. Ég er menntaður hagfræðingur og ég hef aldrei séð svona tölur. Þetta er fordæmalaust. Bara skuldir ríkissjóðs eru brjálæðislegar miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu. Afborganir og greiðslur af þeim eru mjög háar.
Ríkið getur ekki borgað skuldirnar
- Getur ríkið staðið undir þessu?
Ég held ekki. Ég hef sagt það oft áður. Ég held ekki.
- Þú vilt sem sagt meina að Ísland stefni í greiðsluþrot?
Já. Ég vil meina að svo sé. Það varð ljóst fyrir talsvert löngu síðan en menn þráast við. Það stendur í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að skuldir Íslands næstu fimm árin eru ekki sjálfbærar.
Fráleit harka vegna Icesave
Inntur eftir því hvers vegna hann telji að fulltrúar sjóðsins séu ekki að segja Íslendingum alla söguna bendir Þór á þá kenningu að það sé vegna þrýstings af hálfu Breta og Hollendinga sem að þrýst sé á um að staðið verði við skuldbindingar vegna Icesave.
- Jafnvel þó að fulltrúar Breta og Hollendinga hjá sjóðnum viti að Ísland stefni mögulega í greiðsluþrot?
Já, jafnvel. Harka Breta og Hollendinga í þessu máli er náttúrulega alveg fráleit. Fulltrúar sjóðsins viðurkenndu það við mig í dag að það væri ekkert athugavert við fyrirvarana við Icesave-samkomulagið sem að samþykktir voru í sumar og að þeir hefðu lagt að Bretum og Hollendingum að samþykkja þá en þeir gerðu það ekki.
Þór segir aðgerðir stjórnvalda ganga gegn viðreisn efnahagslífsins.
Það er alltaf verið að róa í sömu átt, áfram fram af bjargbrúninni. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin viðurkenni skuldastöðu landsins og að hún sé ekki sjálfbær og að það þurfi að leita annarra leiða. Þeim rökum er hafnað.
Þór kveðst hafa í síðustu viku verið á fundi hjá OECD þar sem hann hafi fengið tækifæri til að ræða við erlenda sérfræðinga.
Þeir komast að svipaðri niðurstöðu og ég.
- Að Ísland stefni í greiðsluþrot?
Já, að skuldirnar sé orðnar of miklar til að við stöndum undir þeim. Nema hvað að hér er hægt að beita rúmenskum aðferðum og keyra allt niður í einhvers konar fátækt næstu 20 árin ef að menn vilja. En þá stöndum við frammi fyrir því að við missum fólkið úr landi í staðinn. Það dæmi mun ekki ganga upp heldur.////já svona er ástandið her á bæ liggur manni við að segja eftir þessa vitneskju,!ljótt er ef satt er" segir máltækið og þetta er mjög svo alvarlegt að taka verður mark á,hvernig getum við þá bætt við 100 milljónum á dag i vexti af lánum Icesave og siðar afborgunum eftir 2014,er von að menn þrugli og vilji láta reyna á þetta fyrir óvilhöllum dómi,skilur fólk virkilega ekki hvað þetta er alvarlegt,þetta að viðurkenna að við borgum þetta er dauðans alvara hjá þessari ríkisstjórn,við skulum vona að þeir sjái að sér þegar á liður annars bara gjaldþrot framundan/Halli gamli
Ísland stefnir í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.