11.12.2009 | 17:33
„Erlendar skuldir 295% af vergri landsframleiðslu"/þetta getum við aldrei borgað!!!!
Viðskipti | mbl.is | 11.12.2009 | 15:36
Í kjölfar hruns allra stærstu banka Íslands í október 2008 hafa erlendar skuldir íslenska ríkisins aukist verulega. Erlendar skuldir Íslendinga eru mjög miklar hvort sem litið er á vergar eða hreinar skuldir. IFS Greining telur að erlendar skuldir Íslendinga nemi um 295% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í vefriti IFS Greiningar.
Meta hreinar skuldir 80% af vergri landsframleiðslu
Okkar mat er að hreinar skuldir Íslendinga nemi um 80% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2009. Við mat á sjálfbærni skuldastöðunnar höfum við byggt á þeirri forsendu að Íslendingar þurfi að skapa gjaldeyri til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum.
Við notum svipaða aðferðafræði og AGS og Alþjóðabankinn (World Bank). Við mat á sjálfbærni erlenda skulda þarf að taka tillit til nokkurra þátta, t.a.m. verðmæti útflutnings, innflutnings, lánskjara erlendra lána og ávöxtun erlendra eigna íslendinga.Hrun íslenska bankakerfisins hefur haft veruleg áhrif á líf Íslendinga. Gengi íslensku krónunnar féll, sem hækkaði erlendar skuldir í krónum talið, kaupmáttur launa minnkaði og lífsgæði versnuðu. Innflutningur hefur dregist verulega saman. Ef Íslendingar ná ekki að skapa gjaldeyri til að mæta vöxtum og afborgunum verður þörf á frekari lántöku, sölu á íslenskum eignum til útlendinga eða erlendri fjárfestingu," að því er segir í vefriti IFS Greiningar.
Greiðslubyrði af erlendum lánum er þung og hátt hlutfall af vöru- og þjónustujöfnuði. Ef fisk og álverð helst svipað og það er um þessar mundir, munu íslendingar eiga í erfiðleikum með að borga af erlendum lánum.
Gæti reynst erfitt að standa í skilum en reddist ef ál- og fiskverð hækkar
Ef á hinn bóginn, ál- og fiskverð hækkar umtalsvert á næstu árum, þá geta Íslendingar borgað sínar erlendu skuldir. Þá reddast þetta allt saman. Aukning á fiskveiðikvóta myndi einnig hafa jákvæð áhrif.
Fyrir hrun bankanna var allt tal um veika skuldastöðu bankanna talið óábyrgt þar sem umræðan var talin geta veikt enn frekar stöðu þeirra. Það virðist sem að sumir telji að sömu rök gildi nú um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins. Ljóst er að staðan er mjög erfið og við teljum að greining og umræður um stöðuna séu æskilegar. Ef ytri þættir verða Íslendingum ekki hagfelldir mun reynast erfitt að standa skil á lánagreiðslum. Erfið skuldastaða verður þá til þess að raungengi krónunnar lækki enn frekar og lífskjör versni. Samfara versnandi lífgæðum gæti mikill fjöldi flutt úr landi," að því er segir í vefriti IFS Greiningar.
////þarf snjalla reiknismenn til að sjá´að þetta getum við ekki borgað,jafnvel þó Álverð hækki og fiskur og annað sem við flytjum út,þetta verum við að hafa i huga,þegar við ákveðum þetta með Isesave og anna sem verið er að tala um að borga,einfalt reiknisdæmi,það er ekki hægt/Halli gamli
Erlendar skuldir 295% af vergri landsframleiðslu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Icesave inn í þessu? því þessi tala lækkar verulega ef svo er ekki.
Landið (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.