15.12.2009 | 00:58
Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS/þurfum við þetta betur staðfest!!!
Innlent | mbl.is | 15.12.2009 | 0:01
Forsætisráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi, að í samtölum ráðherra í ríkisstjórn Íslands við ráðherra annarra Norðurlandaþjóða í haust hafi fengist staðfest að ekki kæmi til endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en endanleg niðurstaða væri fengin í Icesave-málinu.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fyrirspurn fyrir Jóhönnu og spurði m.a. hvenær hafi legið ljóst fyrir að afgreiðsla Icesave-málsins væri ein af forsendum þess að efnahagsáætlunin fyrir Ísland yrði endurskoðuð.
Jóhanna svarar, að um mitt ár 2009 hafi komið fram vissar vísbendingar um að litið væri á afgreiðslu Icesave- málsins, endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lánveitingar Norðurlandaþjóða og annarra vinveittra þjóða, fjárfestingar erlendra aðila og framtíðaruppbyggingu efnahags- og fjármálakerfisins hér á landi í sterku samhengi.
Meðal annars hafi verið settir skýrir fyrirvarar í þingskjöl við afgreiðslu þjóðþinga í Svíþjóð og Noregi á láni til Íslendinga um að lausn Icesave-málsins lægi fyrir áður en lánin yrðu greidd út, en þau lán eru hluti af efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Samhengið skýrðist
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákvað því að taka ekki fyrir endurskoðun efnahagsáætlunarinnar þann 7. ágúst 2009 eins og stefnt hafði verið að. Segir Jóhanna, að það hafi verið gert með þeim rökum að sjóðurinn hefði staðreynt að fjármögnun efnahagsáætlunarinnar með greiðslum frá utanaðkomandi aðilum, m.a. Norðurlöndunum, hefði ekki verið tryggð. Umsamin norræn lán væru mikilvægur hluti efnahagsáætlunarinnar og yrði aðgengi að þeim að vera að fullu tryggt áður en framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins teldi sig geta gengið frá endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.
Þetta samhengi skýrðist enn frekar þegar Alþingi hafði þann 28. ágúst sl. samþykkt lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., sbr. lög nr. 96/2009. Þegar í kjölfar samþykkis laganna óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar yrði tekin til umfjöllunar í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Yfirmenn sjóðsins upplýstu þá um fyrirstöðu annarra aðildarþjóða í því efni þar sem Icesave-málið teldist að þeirra mati ekki að fullu til lykta leitt.
Í samtölum ráðherra í ríkisstjórn Íslands við ráðherra annarra Norðurlandaþjóða fékkst jafnframt staðfest að ekki kæmi til endurskoðunar á efnahagsáætluninni fyrr en endanleg niðurstaða væri fengin í Icesave-málinu," segir orðrétt í svarinu.
Þá segir, að þegar nýtt frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hafði verið lagt fram á Alþingi 19. október sl. hafi þegar verið tilkynnt um, að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stefndi að því að taka endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands fyrir á fundi sínum 28. október, eins og raun varð á.
Töfunum oft mótmælt
Vigdís spurði Jóhönnu einnig hvort ríkisstjórnin hafi mótmælt töfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Jóhanna svarar, að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra hafi á fjölmörgum fundum með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi og erlendis og á fundum með fulltrúum þjóða sem eru aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gert alvarlegar athugasemdir við ítrekaðar tafir á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands árið 2009.
Þá hafi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra jafnframt ritað um þessar tafir, meðal annars á erlendum vettvangi og rætt um þær ítrekað á fundum og í samtölum við fulltrúa þeirra ríkja sem málið varði.////þurfum við frekari vitnanna við ,þarna er þetta staðfest!! og höfum kannski alltaf viðað,en svo er þetta í pottin búið og ætlum við að láta vaða svoa yfir okkur á skiltugum skónum,nei það megum við ekki gera ,þetta á ´að herða okkur ef eitthvað er,alls ekki lúffa fyrir þessum AGS ,það bara má ekki ,allt er betra en það,við eigum að semja uppá nýtt annað er ekki i stöðunni/Halli gamli
Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála það eru að koma jól en eftir jólin þá lofum við ekki friðsömum mótmælum ef svo fer að við fáum Icesave í jólagjöf.
Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 01:03
Nei þá fer að sverfa til stáls trúi ég.
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.