Segir félagsmálaráðuneytið fara rangt með um öldrunarþjónustu !!!!

Segir félagsmálaráðuneytið fara rangt með um öldrunarþjónustu
Innlent | mbl | 19.12.2009 | 18:39

Guðlaugur Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir rangfærslur að finna í yfirlýsingu félagsmálaráðuneytisins um öldrunarþjónustu sem birt var í gær. 
fyrsta lagi segir Guðlaugur Þór það rangt sem segi í yfirlýsingunni að öldrunarþjónusta hafi verið færð til ráðuneytisins fyrir tveimur árum. Hið rétta sé að aðeins yfirstjórn öldrunarþjónustu hafi verið flutt þangað fyrir tveimur árum. ,,1. mgr. 3. gr. l. nr. 125/1999 segir orðrétt: Félags- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum þessum. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða.," segir í yfirlýsingu frá Guðlaugi Þór.

Guðlaugur Þór nefnir svo þrjú önnur atriði í yfirlýsingu ráðuneytisins sem hann telur rangfærslur:

„2. Í fréttatilkynningu ráðuneytis segir: ,,Í fjárlagafrumvarpi 2010 er gert ráð fyrir að fjárheimildir vegna öldrunarþjónustu færist frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins í byrjun næsta árs. Þar með er stigið síðasta skrefið í flutningi þessa málaflokks í eitt ráðuneyti."

Þetta er einnig rangt, því á hjúkrunarheimilunum eru ekki einungis aldraðir sjúklingar, heldur er einnig um að ræða heilbrigðisþjónustu fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga. Að halda því fram að hér sé því um eitthvert síðasta stig í flutningi öldrunarþjónustu, sem alltaf hafi staðið til að flytja, er því gróf mistúlkun, bæði sökum eðlis þjónustunnar, sem á ekki einungis við aldraðra, sem og vegna hins ótvíræða ákvæðis 3. gr. laga nr. 125/1999, þar sem skýrt er tekið fram að heilbrigðisþjónusta á hjúkrunarheimilum eigi heima hjá heilbrigðisráðuneytinu.

3. Ráðuneytið heldur því fram að hvorki notendur né starfsfólk finni fyrir breytingunni. Einhver kynni að spyrja hver tilgangurinn með breytingunni væri þá, en áður en farið er út í slíkar hugleiðingar er rétt að taka fram að þessi fullyrðing ráðuneytisins stenst engan veginn.

Flækjustig starfseminnar eykst til mikilla muna enda er önnur heilbrigðisþjónusta áfram í heilbrigðisráðuneytinu, eins og kemur fram í meðfylgjandi minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins, þar sem segir m.a að með flutningi á hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrýmum til félags- og tryggingamálaráðuneytisins sé hætt við að yfirsýn  rofni og mun erfiðara verði að samhæfa þjónustuna þannig að einstaklingar fái þá heilbrigðisþjónustu sem er eðlilegust miðað við þörf og ástand hins aldraða.

4. Fagleg og fjárhagsleg ábyrð verður ekki lengur á sömu hendi með þessari fyrirhuguðu breytingu eins og hjúkrunarfræðingar hafa bent á. Það er þvert á það sem stefnt hefur verið að annar staðar í heilbrigðsþjónustu. Það er enginn vafi að þetta kemur niður á heilbrigðisþjónustu og hefur til dæmis komið fram hjá forystumanni í samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að þetta þýði minni áherslu á heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum.“////maður er mikið sammála þessu hjá Guðlaugi Þór þetta eru röng skilaboð ,þó svo maður hefi ekki verið oft sáttur við sinn flokk i öldrunarmalum eða heilbrygðismálum!!!!!  er þetta nú fyrst sem gengur framaf manni þegar þessir menn komast að sem segjast fara eftir norrænu velfarakerfi eru komnir að jötunum og ekkert gert nema taka af okkur í bak og fyrir ,hver hefði trúað þvi að þessir flokkar V.G. og samfylking væri svona fjandsamleg gömlu fólki og öryrkjum sem raun ber vitni um/Halli gamli


mbl.is Segir félagsmálaráðuneytið fara rangt með um öldrunarþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband