„Eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna“/að afnema þetta er þjóðarskömm!!!!

Eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna“
Innlent | mbl.is | 21.12.2009 | 12:11

Þráinn Bertelsson og Árni Johnsen „Það á að vera skylda okkar og metnaður að standa við bakið á sjómönnum. Þeir eru að stíga ölduna til þess að afla samfélaginu tekna. Þeir eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna,“ sagði Árni Johnsen í umræðu um tekjuöflun ríkisins á Alþingi og boðað afnám sjómannaafsláttar.
í þriðju umræðu um tekjuöflun ríkisins sem nú fer fram á Alþingi.  

Árni rifjaði upp orð þingmanna meirihlutans þess efnis að verið væri að breyta skattkerfinu hérlendis til samræmis við það sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Benti hann á að sjómannaafslátturinn hefði nýverið verið hækkaður í Noregi. Hann væri hærri á öllum hinum Norðurlöndunum. „Það vantar sjómenn á Íslandi, jafnvel á bestu báta í bestu plássum. Það sýnir að staðan er alvarleg,“ sagði Árni og tók einnig fram að ekkert væri hugsað um menntun sjómanna. þetta

„Sjómenn eru ekki þátttakendur í velsæld samfélagsins. Þeir eru að stíga ölduna til þess að afla samfélaginu tekna. Þeir eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna. Það er verið að hjóla í eina stétt af fjölmörgum sem hafa sérréttindi. Þá á að fórna sjómönnum,“ sagði Árni og tók að yrði lagabreytingin að lögum þá myndi um hæl hefjast barátta fyrir að koma sjómannaafslættinum aftur á sem fyrst. 

„Það á að vera skylda okkar og metnaður að standa við bakið á sjómönnum. Þeir eru að vinna fyrir okkur og fyrir hag samfélagsins í heild meira en aðrir landsmenn.“ ///þetta er og verður mjög svo umdeilt mál og á ekki að leggja af alls ekki þessir menn eru vel að þessu komnir,að það verði svo vinstri stjórn sem leggur þetta til og samþykkir er til að bita hausinn af skömminni það verða ekki margir sjómen sem kjósa þessa  komma yfir sig aftur að er næsta víst,þeir eiga þetta ,er komið sem hefð sem bara launahækkun,og útgerðin á þá að bætta þetta,en sami er gerningurinn kommana vina verkafókísins/Halli gamli


mbl.is „Eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að leggja sjómannaafsláttinn niður strax. Hann er til háborinnar skammar.  Þetta er innan við 1.000 kr. á dag sem sjómenn fá meðan þeir eru að heiman. Í staðinn ættu þeir að njóta sömu kjara og aðrir sem ferðast að heiman fyrir vinnuveitendur sína:

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

  1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 18.700
  2. Gisting í einn sólarhring kr. 10.400

Er þetta bara ekki sanngjarnt?  Sjómnenn taka þátt í rekstri skipanna sem þeir eru á og greiða fæðið líka.  Þetta er því bara eðlilegt framhald af því að leggja niður sjómannaafsláttinn að þeir taki upp dagpeninga í fjarveru sinni frá heimilum sínum.  Ef aðrir stafsmenn fá kostnað greiddan í fjarveru sinni að heiman, ættu sjómnenn að fá það líka.

Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eg er sammála Garðari: þetta er alveg rökrétt. Það ættu allir sjómenn að rísa upp og mótmæla olíugjaldinu, það yrði ágæt kjarabót, og síðan að fá greidda dagpeninga í takt við hina sem njóta þeirra, sjómannaafsláttinn má þá bara blása af, hann er hvort sem er ekki upp í nös á ketti.

Bjarni Kjartansson, 21.12.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband