Lánshæfishorfum breytt í stöðugar/fyrir hvað?? að skulda meira/hvernig er reiknað???

Lánshæfishorfum breytt í stöðugar
Viðskipti | mbl.is | 31.12.2009 | 14:57

 Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í dag að það hefði breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Fyrirtækið staðfesti einkunnir sínar fyrir skuldbindingar ríkissjóðs til langs og skamms tíma og vísar til samþykktar Alþingis á Icesave-frumvarpinu í því sambandi.

Einkunnir íslenska ríkisins eru BBB-/A-3 fyrir erlendar skuldbindingar og BBB+/A-2 fyrir innlendar skuldbindingar. BBB- matið fyrir skipti- og breytanleika var einnig staðfest.

Í tilkynningu frá S&P, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, segir að  endurskoðunin á horfunum byggist á því að Alþingi hafi í gær samþykkt frumvarp um ríkisábyrgð fyrir láni frá hollenskum og breskum stjórnvöldum til tryggingasjóðs innstæðueigenda. Með þessu láni uppfylli Ísland skuldbindingar sínar um að bæta eigendum Icesave-innstæðna í útibúum hins gjaldþrota Landsbanka í Hollandi og Bretlandi. Segist S&P vænta þess, að forseti Íslands muni undirrita lögin þegar þar að kemur.

„Þótt samþykkt Alþingis á Icesave-samningnum muni auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs er hún mikilvægt skref í þá átt að hægt verði að greiða út allt að 2,3 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tvíhliða lánin frá Norðurlöndunum,“ er haft eftir Moritz Kraemer sérfræðingi hjá Standard og Poor´s, í tilkynningu félagsins.

Hann segir, að þessir fjármunir muni styrkja lausafjárstöðu Íslands, sem sé ennþá veik, með því að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Með því að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn séu sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem voru sett síðla í nóvember 2008.

Fyrirtækið nefnir einnig, að lokið hafi verið við endurskipulagningu gjaldþrota banka og samþykkt aðhaldssamt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2010, sem sé stutt metnaðarfullri aðhaldsáætlun næstu misserin í því skyni að koma halla ríkissjóðs aftur í jafnvægi árið 2013.

„Þó að við teljum óvíst að þetta markmið náist gerum við ráð fyrir að áætlunin í ríkisfjármálum haldi heildarskuldum ríkissjóðs innan við 130% af vergri landsframleiðslu árið 2010, en eftir þann tíma álítum við að þær lækki smám saman. Ef staðið verður við hina aðhaldssömu áætlun í ríkisfjármálum árið 2010 og næstu ár þar á eftir verður hámark hreinna skulda ríkissjóðs að okkar mati áfram nálægt 100% af vergri landsframleiðslu. Þessar ályktanir byggjast á því að það takist að losa um höft á fjármagnshreyfingar án þess að það leiði til gengisfalls íslensku krónunnar að nýju, enda mundi það ekki aðeins leiða til hækkunar erlendra skulda í íslenskum krónum talið, heldur einnig grafa undan hagvexti í framtíðinni og þar með tekjuhorfum.

Samþykkt hins óvinsæla Icesave-samnings, sem hafði dregist mjög og olli miklum deilum á árinu 2009, mun að okkar mati efla traust fjárfesta á getu stjórnvalda til að setja fram og hrinda í framkvæmd heildstæðri stefnu og tryggja nauðsynlegt erlent fjármagn. Þetta er einnig talið draga úr líkum þess að afnám gjaldeyrishafta fari úr böndunum og ætti að breyttu breytanda að styðja við gengi krónunnar," segir í tilkynningu S&P.///hvernig er þetta reiknað,meiri skuldir betra lánshæfi,það getur ekkert verið að marka þetta ,einfalt að reikna það fyrir okkur ekki lengra koman!!! svo sjónhverfingar ganga ekki i mig og mína,skattahækkanir og allt á niðurleið heimilin að hrynja fyrirtækin einnig ,hvernig má þetta vera ,stórt spurt enn sennilega fátt um svör/Halli gamli


mbl.is Lánshæfishorfum breytt í stöðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skil ekki að lánshæfi aukist með auknum skuldum?

Sigurður Haraldsson, 3.1.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband