Lettar taka um hanskann fyrir Ísland/þeir skilja okkur smáríkið Ísland,hvernig værum við innann ESB???

Lettar taka um hanskann fyrir Ísland
Innlent | mbl | 7.1.2010 | 11:59

Utanríksiráðherrar Norðurlandanna á sameiginlegum fundi....Forsætisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, hefur tekið upp hanskann fyrir Íslendinga og ákvörðun forseta Íslands, um að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar. Hann segir viðbrögð annarra þjóða ýkt og óverðskulduð og efast um að þau hefðu verið eins, ef Ísland væri ekki smáríki.

Lettar hafa, líkt og við Íslendingar, þurft á erlendri aðstoð að halda og leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir lánum. Riekstins tjáði sig um Icesave-málið í dag og gagnrýndi „hin ýktu viðbrögð" sumra ríkja við ákvörðun forsetans.

Sagði hann að ákvörðun Ólafs Ragnars hafi verið innan marka íslenskrar stjórnskipunar. Í tilkynningu, sem utanríkisráðuneyti Lettlands sendi frá sér, er vitnað í ráðherrann. Þar segir hann að hin ýktu viðbrögð sumra evrópskra stjórnmálamanna við ákvörðuninni, þar með talið að hóta einangrun Íslands frá alþjóðasamfélaginu, vektu ótta og efasemdir um rétt lýðræðisríkja til þess að taka ákvarðanir í samræmi við eigin lög og stjórnarskrá.

„Eru þessi viðbrögð til komin vegna þess að Ísland er smáríki? Það er erfitt að ímynda sér að svipaðar athugasemdir hefðu heyrst, ef til dæmis, skref sem þetta hefði verið stigið af forseta Frakklands," segir Riekstins.

Hann tók einnig fram að Ólafur Ragnar hefði tekið fram að Íslendingar viðurkenndu alþjóðlegar skuldbindingar sínar.//// skrítið að Lettar skuli ger þetta en ekki vinir okkar norðurlöndin nema Færeyjar svona er eru eiginhagsmunir ríkja miklir,hvernig væri á okkur tekið ef við gengum i ESB maður hugsa það ekki til enda/Halli gamli


mbl.is Lettar taka upp hanskann fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fleiri þjóðir eiga eftir að láta í sér heyra, Halli. Taktu eftir því. Málið er að engum stendur á sama þegar í ljós kemur að reynt hefur verið að níðast á öðrum, og fólk á það til að fyllast aðdáunar þegar hinn litli stendur í lappirnar og svarar hinum stóra fullum hálsi og óttalaust.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1045684

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband