Innlent | mbl | 8.1.2010 | 10:12
Haft er eftir Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á vef norska dagblaðsins Dagens Næringsliv, að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér ef þjóðin segir nei við ríkisábyrgð á Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á vefnum er tekið fram að ríkisstjórnin og Seðlabankinn leggi nú allt undir til þess að snúa almenningsálitinu í málinu á næstu tveimur mánuðum. Öll endurreisn efnahagslífsins á Íslandi hangi á því að málið verði klárað.
Einnig er vitnað í Má Guðmundsson seðlabankastjóra, sem segir að fólki þurfi aðeins að setjast niður og slaka á. Icesave-samningarnir boði ekki endalokin fyrir Ísland, heldur verði það miklu alvarlegra ef fólk segi nei við Icesave. Þá verði gjaldeyrishöft ekki afnumin, vextir verði áfram háir, aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum opnist ekki, lánshæfismat Íslands verði áfram í ruslflokki, hagvöxtur verði minni og endurreisn efnahagslífsins hægist mikið. Segi fólk já komumst við undan varanlegu áfalli. Við erum ekki í neyðarástandi ennþá," segir Már.
Í frétt DN er einnig fjallað um íslenska konu, einstæða móður, sem flutti til Noregs um áramótin. Konan, Anna Margrét Bjarnadóttir, tók dóttur sína með og vonast nú til að finna vinnu í Stafangri eða svæðinu þar í kring.
Dóttir mín á ekki að verða skuldaþræll. Hún er saklaus og ég vil bara að hún fái að lifa góðu lífi. Það get ég ekki gefið henni á Íslandi. Margir sem ég þekki hafa flutt burt og ég vonast til að vinna starf nálægt vinum dóttur minnar frá Íslandi," segir Anna Margrét.
Anna Margrét missti vinnuna á síðasta ári og glímir við erfiða skuldastöðu. Í viðtalinu segir hún það dapurlegt að Noregur og hin Norðurlöndin stilli sér upp við hlið Evrópusambandsins og styðji ekki við bakið á Íslendingum.
Sjálf var hún meðal þeirra sem skrifuðu undir áskorun til forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar.////hvernig getur Gylfi sagt þetta ,Raðherra sem hefur ekki atkvæðisrétt,þetta er furðuleg yfirlýsing svo ekki sé meira sagt/Halli gamli
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta liggur augum uppi. Verði mál ríkisstjórnar og meirihluta alþingis fellt í þjóðaratkvæði jafngildir það vantraustsyfirlýsingu.
Þá er efi um vald stjórnarinnar og umboð hennar. Ég er reyndar á því að Jóhanna eigi að biðjast lausnar strax á morgun þ.e. eftir að lög um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu hefur farið fram og bindandi dagsetning er kominn.
Þá er hægt að taka efnislega afstöðu til málsins án þess að líf ríkisstjórnar liggur við.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:21
Skelfilegt er að heira þenna hræðsluáróður ráðherra....Er Forsetin á Bessastöðum að skyggja á ykkur þessar heibrækur þarna í Alþingishúsinu? eða kanski óeigingjarnt framtak "óumbeðin" Eva Jolý sem er að setja stjórnarherrana á annan endan? væri ekki úr vegi að þið stjórnarherrar og dömur lærðu eftirfarandi vísu....hún segir mér eins og öllum öðrum hvers þið eruð megnug eftir 1 árs þras....um allt og ekkert...Þjóðin fékk lýðræði með ákvörðun Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar...og fékk hugrekki við snuprur Evu Jolý í garð Breta og Hollendinga.......vísan er svona:
Hausa ófríða hylur strí/
heima af kvíða gjamma/
gimbra síður gogga í/
og geyspa nýð til manna/
geiri (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.