Öskufall í Reykjavík á fimmtudag?/vonum bara það besta,að þetta sé buið !!!!!

Öskufall í Reykjavík á fimmtudag?
Innlent | mbl.is | 19.4.2010 | 10:32

Gríðarlegt öskufall er undir Eyjafjöllum í dag. Ákveðið hefur verið að ef komi til öskufalls í Reykjavík frá Eyjafjallajökli skuli foreldrar styðjast við áætlun um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Miðað við spá Veðurstofu um öskufall gæti aska falli á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag og föstudag.

Almannavarnir meta ástandið þannig að þörf sé á viðbrögðum ef öskufall verður á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt reglum sem gefnar voru út um röskun á skólastarfi vegna óveðurs er það á ábyrgð foreldra að taka ákvörðun um hvort senda eigi börn í skólann þegar veður er vont.

 Viðbúnaðarstigin eru tvö. Í reglum um fyrra viðbúnaðarstig segir: „ Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – foreldrar fylgi börnum í skólann.

VIÐBÚNAÐARSTIG 2: Skólahald fellur niður.“

Spá Veðurstofu um öskufall

 

Mánudagur: Aðfaranótt mánudags snýst vindur til ákveðinnar norðanáttar sem beinir gosmekkinum til suðurs frá Eyjafjallajökli. Öskufall því einkum suður af gosstöðinni, en einnig má búast við einhverju öskufalli yfir Austur-Landeyjar og jafnvel í Vestmannaeyjum. Léttskýjað að mestu og ágætt útsýni úr fjarlægð til gosmakkar. Hægari vindur þegar líður nær kvöldi.

Þriðjudagur: Hæg breytileg átt á láglendi, en stíf norðvestanátt í hærri loftlögum (í meira en 3 km hæð). Búast má við að gosaska berst ekki langt frá gosstöðinni og þá einkum til suðausturs í átt að Vík í Mýrdal, en gæti þó dreifst talsvert umhverfis gosstöðina. Bjartviðri að mestu og gott skyggni, en þykknar upp um kvöldið.

Miðvikudagur: Norðan- og norðaustanátt og skýjað með köflum. Reikna má með að öskufall verði einkum bundið við svæðið undir Eyjafjallajökli sunnanverðum. Einnig má búast við einhverju öskufalli í Austur-Landeyjum og Vestmannaeyjum.

Fimmtudagur og föstudagur: Útlit fyrir austlæga átt og að gosmökkur beinist til vesturs. Líklega verður vindur ekki hvass og því ekki útlit fyrir að aska berist mjög langt frá eldstöðinni.////vonum bara að þetta verði hætt þá, þetta öskugos,það virðist ver að breytast i hraungos,en allur er varin góðurt og við skulum undirbúa okkur fyrur þetta ,og ekki hundsa þetta að þetta gæti gerst og við eigum að ver aá verði/Halli gamli


mbl.is Öskufall í Reykjavík á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig verður þetta þá í næstu viku?

Ívar (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1045747

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband