29.4.2010 | 10:54
Skipstjórum hrýs hugur við úthafinu/er það nema von!!!!!!
Innlent | Morgunblaðið | 29.4.2010 | 10:30
Ekki er hægt að sækja slasaða eða veika sjómenn á haf út nema með tveimur þyrlum. Landhelgisgæslan hefur ekki fjárveitingar til að vera með tvær þyrluáhafnir á vakt allan sólarhringinn.
Vegna samdráttar í rekstri Landhelgisgæslunnar hefur dregið úr möguleikum hennar til björgunar, sérstaklega þegar sækja þarf sjúka eða slasaða sjómenn með þyrlu meira en 20 mílur frá landi. Sjómenn hafa af þessu miklar áhyggjur og telja að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær ótímabært dauðsfall ber að höndum vegna þessa. Mönnum er sérstaklega hugsað til sjómanna sem verða við úthafskarfaveiðar á næstu vikum.
Því er ekki að neita að vegna árferðis hefur Landhelgisgæslan þurft að draga saman í rekstri eins og aðrir. Þó hefur okkur tekist með breyttu skipulagi og verklagi að draga mjög mikið úr því tjóni sem annars hefði orðið vegna fjárskorts. Við höfum notið skilnings stjórnvalda en vildum geta gert miklu betur, segir Georg Lárusson forstjóri.
Yfirleitt ein þyrla til taks
Gæslan er með þrjár þyrlur, tvær stórar björgunarþyrlur og eina litla. Til þess að tryggja björgun á sjó þurfa ávallt tvær þyrlur að vera til taks. Til þess að það sé mögulegt þarf fjórar þyrlur og tvær vaktir. Tvær vaktir allan sólarhringinn, allan ársins hring, kalla á sex og hálfa áhöfn í rekstri.
Georg segir að stofnunin sé nú aðeins með fimm þyrluáhafnir og þær nái að dekka eina vakt og einn þriðja úr annarri. Það þýðir að yfirleitt er aðeins ein björgunarþyrla til taks og ekki hægt að treysta því að mögulegt sé að manna aðra þyrluna þótt hún sé tiltæk að öðru leyti.
Sparnaðurinn kemur einnig niður á úthaldi skipa Landhelgisgæslunnar. Týr er eina varðskipið sem gert er út í sumar. Það takmarkar einnig björgunargetu Gæslunnar.
Sjómenn vilja að líf þeirra verði metið jafn dýrmætt og annarra þjóðfélagsþegna. Til þess að hægt sé að halda því fram með rökum að svo sé þarf að vera lágmarks viðbúnaður hjá Gæslunni, segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Árni segist hafa orðið mjög var við áhyggjur skipstjórnarmanna og öryggisleysi, sérstaklega þeirra sem sækja langt. Þeim hrýs hugur við því að halda út á þetta hafsvæði með það á bakinu að geta lenti í slæmri stöðu þar sem enga þyrlu er að fá, segir hann.
Hann segir að sjómenn telji að setja þurfi björgunarmálin ofar í forgangsröðina. Ríkið sé að leggja fé í ýmislegt annað sem megi bíða.
Úthafskarfaveiðarnar eru að hefjast. Þá verður væntanlega fjöldi íslenskra skipa að veiðum langt undan landi. Björgunarþyrlurnar fara helst ekki meira en 20 mílur frá landi nema önnur þyrla sé tiltæk. Georg segir þó að aðstæður séu metnar í hverju tilviki. Það veiti öryggi ef skip eru í leiðinni, sérstaklega björgunarskip, þar sem hægt er að taka eldsneyti. Við reynum að vera með skip sem mest á karfaslóðinni, segir Georg um úthafskarfaveiðarnar. Hann segir að samvinna sé við aðrar þjóðir og þegar íslenskt varðskip geti ekki verið úti séu þar skip frá öðrum þjóðum.
332 bjargað af sjó
Á 15 ára tímabili var 332 einstaklingum bjargað af sjó með loftförum Landhelgisgæslunnar, samkvæmt upplýsingum sem forstjóri Landhelgisgæslunnar kynnti fyrir samtökum sjómanna. Þar af var helmingur fyrir utan 20 mílur frá landi.
Á árunum 1994 til 2008 var alls 1344 einstaklingum bjargað með þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar, þar af fimmtungur af sjó. Af þeim 332 sem bjargað var af sjó var 143 bjargað að nóttu til.
Auk þyrlna og flugvélar hefur Gæslan yfir að ráða tveimur varðskipum. Ægir verður í verkefnum fyrir Evrópusambandið fram á haust og er Týr því einn eftir. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þetta verkefni sé mikilvægt fyrir Landhelgisgæsluna og geri það að verkum að ekki þurfi að segja upp heilli áhöfn. Nýtt og öflugt björgunarskip er í smíðum í Chile.
Flugvélin TF-SIF hefur sannað gildi sitt við upplýsingaöflun í eldgosunum að undanförnu. Hún verður væntanlega leigð í verkefni fyrir ESB í sumar./////ekki er þetta hughreistandi fyrir skipstjóra og sjómen að fara i úthafið svona,það er að koma sjómanndagur nú 6 jóni og eru þetta þakkirnar sem þeir fá sem draga mestan gjaldeyrir i bú okkar,þetta er svo alverlegt mál að það hálfa væri nóg!!! að þetta skuli vara 2010 er óskiljanlegt að þessu þurfi að fórna öryggi sjómanna,hvað er að ské við vitum að það er kreppa ,en svo haga menn ser ekki þar/Halli gamli
Skipstjórum hrýs hugur við úthafinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi ríkisstjórn hefur skorið niður á öllum röngum stöðum. Bæði heilbrigðiskerfið og landhelgisgæzlan er fjársvelt meðan Steingrímur hikaði ekki við á sínum tíma að dæla milljörðum í Sjóvá að óþörfu og í trássi við samkeppnislög.
Vendetta, 29.4.2010 kl. 11:40
Áður en nokkur aur fer til LHG þarf að taka til í þeim sauðahúsum sem eru að stórum hluta byggð af Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki langt síðan að það var komið á framfæri hvernig starfsmenn þar fara með hagsmuna fjár og var aftur í fréttum um daginn hvernig sætum er úthlutað í útsýnisflug TF-SIF yfir gosstöðvunum.
Best að nota tækifærið og minna á HVAR ER SKÍRSLAN UM FLUGATVIK GÖMLU TF-SIF?
Það er bara annað dæmi um hvernig það er hilmt yfir þessari stofnun. Jú þeir bjarga lífum en það þarf ekki að vera bruðl með almanna fé á sama tíma.
Þessi deild er rekinn af gömlum eiginhagsmuna púkum. Einkavæða þessa björgunar deild og endurskipa. Allir sjómenn munu hljóta góðs af, 24 tíma, 365 daga ársins og út fyrir 200mílna þjónustu.
Benedikt Segura (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:14
Það er best að leggja þyrlusveitina niður.
Það þarf enga puntsveit fyrir okkur sjómenn.
Það væri áhugavert að sjá kort af landinu og miðunum í kringum landið og sjá hvaða svæði gæslan getur sinnt og hvar "dauðu" svæðin eru.
En ég vil minna ykkur á að þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur alltaf verið svona og líka í uppsveiflunni rosalegu þó svo að fleiri þyrlur og skip hafi verið til taks.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:18
Ég man líka eftir einu spillingarmáli fyrir nokkrum árum, sem fólst í því að dóttur yfirmanns, sem var í flugnámi, var fyrirfram tryggð vinna hjá Gæzlunni sem flugmaður á kostnað annars sem hafði reynslu. Það setti ljótan blett á orðstír Gæzlunnar. Síðan heyrðist ekkert meir frá því máli, sennilega þaggað niður.
Vendetta, 29.4.2010 kl. 15:18
Gott fólk hér á undan,Halli gamli er ekki að mæla með spillingu hvar sem í flokki menn eru,um það er ekki deilan þessi ákvörðun er ekki tekin að sjálfstæðismönnum að leigja skip og flugvelar og þyrlur,það er ríkisapparatið sem ræður því,og hver stórnar því, L.H.G. er ekkert ríki i ríkinu henni er stjórnað af Ríkisstjórn vorri/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.4.2010 kl. 16:06
Af hverju afritar Halli gamli alltaf alla fréttina og setur síðan pínu bloggfærslu neðst
Ellert Júlíusson, 29.4.2010 kl. 16:59
Ellert truflar þetta þig mikið,þegar komentað er er eins gott að hafa þetta fyrir augunum en ekki vera að fletta því upp/svo er Halli gamli ekkert mjög fær að skífa mikið/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.4.2010 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.