Icelandair á athugunarlista/hvað er til ráða??????

Icelandair á athugunarlista
Viðskipti | mbl.is | 3.5.2010 | 12:24

Mynd 523097Hlutabréf Icelandair Group hf.hafa verið færð á athugunarlista Kauphallarinnar með vísan til upplýsinga í tilkynningu með uppgjöri félagsins sem birt var á föstudag um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Tap Icelandair Group eftir skatta var 10,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 7,5 milljarðar króna árið 2008.

Handbært fé í lok ársins 2009 var 1,9 milljarðar króna, en var 4,1 milljarður árið áður.

Í tilkynningu félagsins frá því á föstudag kemur fram að erlendar fjárfestingar hafa verið félaginu erfiður ljár í þúfu. Á árinu 2009 voru 4,2 milljarðar króna gjaldfærðir vegna taprekstrar og afskrifta viðskiptakrafna og óefnislegra eigna vegna lettneska flugfélagsins SmartLynx.

Til viðbótar nam gjaldfærsla vegna tékkneska flugfélagsins Travel Service um 1,9 milljarði króna á árinu. Þar af nam gjaldfærsla eldsneytisvarna um einum milljarði króna og 900 milljónum vegna sölu á hlut í félaginu undir bókfærðu virði. Hvorugt félag tilheyrir kjarnastarfsemi Icelandair Group og stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að selja bæði félögin.

Stjórn Icelandair hefur ákveðið að hætta að skilgreina samstæðuna sem fjárfestingarfélag eins og ákvörðun stjórnar á sölu á eignarhlutum í SmartLynx, Bluebird og Travel Service sýnir, að því er segir í tilkynningu.

Fjárhagsleg endurskipulagning félagsins er á lokastigum. Það hefur legið fyrir lengi að Icelandair Group er of skuldsett og vaxtabyrði þess er of há. Nauðsynlegt er að sú endurskipulagning efnahagsreiknings sem stóð yfir allt árið 2009 klárist á næstunni þannig að tryggt sé að rekstur félagsins standi undir vaxta- og greiðslubyrði af lánum./////allt ber þetta að sama brunni,það er búið að stela svo mikið undan af fyrri eigendum að það hálfa væri nóg ,ef segja má svo,en þetta má ekki verða Ríkisflugfélag jafnvel þó Steingrímur V.G. vilji það, það yrði ekki betra ,en vonandi að þeir getir reddað þessu við verðum að eiga mynnst 2 flugfélög til að hafa samkeppni í lagi,en skoðum málin þarna eru klárir menn við stjórn i dag/Halli gamli


mbl.is Icelandair á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1045714

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband