Mikið um að vera á sjómannadegi/ Messan góð og séra Hjálmar ræðusnillingur í Dómkirkju brugðust ekki,allt annað einnig gott!!!!

Mikið um að vera á sjómannadegi
Innlent | mbl.is | 6.6.2010 | 12:10

Sýning á allskonar fiskum fer fram á Grandagarði á Hátíð hafsins. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða hefur hátíðardagskrá staðið yfir síðan á fimmtudag en hápunkturinn er þó í dag. Sjómenn verða heiðraðir í dag og ræður fluttar í tilefni dagsins.

Stærstu hátíðirnar eru í Reykjavík, Hátíð hafsins, Sjóarinn síkáti í Grindavík og hátíðin í Hafnarfirði. Sýningin Íslenskir fiskar, sem Hafrannsóknarstofnunin stendur fyrir, er í fullum gangi á Grandagarðinum á Hátíð hafsins. Sportkafarar grilla skelfisk, andlitsmálun fyrir börn, fjölbreytileg leiktæki, kappróður og dillandi tónlist í allan dag, eins og segir á vef hátíðarinnar.

Sjómannadagsmessa fór fram í Dómkirkjunni í morgun og nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Ársæls verður vígður. Klukkan 14 í dag fer svo fram hátíðadagskrá Sjómannadagsráðs á útisviðinu á Grandagarði. Þar verða sjómenn heiðraðir, Gissur Páll Gissurarson tenór syngur og Gunnar Þórðar og Hjörleifur Valsson leika nýstárlegar útsetningar á sjómannalögum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mun flytja ávarp, listflugvélar sýna listir sínar, kappróðrakeppni fer fram og margt fleira.

Dagskrá Hátíðar hafsins lýkur með tónleikum Ljótu hálfvitanna kl. 16 í dag, en þeir vöktu fyrst athygli með sigurlaginu í sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins árið 2007, Aflakló.///////Maður hlustaði á messu dagsins í Dómkirkju og þar var ræðan snilld að hætti séra Hjalmars,og söngur góður,maður hugsar oft hvað þessi kristni kærleikur kemur oft í huga sjónmanna við erfiðar aðstæður og að er einmitt það sem er svo gott að geta treyst á það,þar verð menn bara að viðurkenna ,hverju sem þeir trúa!!! en þetta er allt gott og ekkert gert sem er betra en að halda þennan dag okkur reyndar allra frá ómmuatíð að sjór  og veiðar þar!!! hefur bjargað okkur í gegnum aldirnar/enda sjómenn vel að þessu komnir blessaðir/Halli gamli


mbl.is Mikið um að vera á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1045800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband