Búið að malbika Bolungarvíkurgöng/einnig ber að tala um það sem vel er gert!!!!!

Búið að malbika Bolungarvíkurgöng
Innlent | Bæjarins besta | 27.8.2010 | 16:56

Malbikað í Bolungarvíkurgöngum. Lokið var við malbikun Bolungarvíkurganga í dag en malbikunin stóð yfir í tíu daga. Mikill hiti myndaðist í göngunum á meðan malbikuninni stóð.
Malbikið er um 150 gráður þegar það er lagt niður og var því örugglega upp í 40-50 gráðu hiti alveg við malbikið. Mennirnir lögðu það út á stuttermabolunum,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, aðstoðarverkefnastjóri hjá Ósafli, við vefinn bb.is.

Nú tekur við almennur frágangur og smáverk en göngin verða opnuð í lok næsta mánaðar. „Við eigum eftir að setja upp örlítið af rafmagnsbúnaði. Eftir eru prófanir á öllum öryggiskerfum, að þrífa göngin og laga til brunna,“ segir Einar. Áætlað var 12-13 þúsund tonn af malbiki hafi farið í Bolungarvíkurgöng.

Bolungarvíkurgöng eru 5,1 kílómetri að lengd og 8,7 metra breið. Áætlaður kostnaður við gerð þeirra er um fimm milljarðar króna. Þau eru byggð eftir norskum jarðgangastaðli og er miðast við þúsund bíla umferð á sólarhring eftir nokkur ár en göngin leysa af hólmi þjóðveginn um Óshlíð sem lengi hefur þótt hættulegur vegna hættu á ofanfalli og öðrum þáttum. Í gær voru 60 ár liðin frá vígslu Óshlíðarvegarins.////þegar maður talar um vestfyrði og vegi,ber manni einnig að tala um það sem vel er gert,það eru göngin þarna i Óshlið og Djúpið sem hefur tekið stakkaskiptum,og það gott en það er einnig mikið efir og það sem maður sagði um vestfirði stendur ennþá,að mestum hluta/en þetta er góður áfangi fyrir Bolungarvík/Halli gamli


mbl.is Búið að malbika Bolungarvíkurgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband