Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu/en hvað má segja um núvernadi Ríkisstjórn????

Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Innlent | Morgunblaðið | 11.9.2010 | 10:30

Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún... Rannsóknarnefnd Alþingis var ekki falið að meta hvort ákæra ætti ráðherra fyrir lögbrot í starf, heldur er í skýrslu nefndarinnar tekið sérstaklega fram að það komi í hlut Alþingis að ákveða hvort slíkri málsmeðferð verði hrundið af stað.

Rannsóknarnefndinni var á hinn bóginn falið að leggja mat á „hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni,“ eins og segir í lögum um nefndina.

Gagnvart ráðherrum er fjallað um þetta í 7. bindi skýrslunnar, 21. kafla, m.a. frá bls. 291.

Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um mistök eða vanrækslu, í skilningi laga um nefndina. Það eru þeir Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson.

 

Forsætisráðherra átti að hafa frumkvæði

Geir H. Haarde tók við embætti forsætisráðherra í júní 2006. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að í aðdragandanum að falli bankanna hafi hann m.a. farið með mál sem vörðuðu hagstjórn almennt. „Af því leiddi að meginábyrgðin á því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, að því leyti sem sú ábyrgð var falin ráðherrum, hvíldi á honum sem forsætisráðherra.“ Á honum hvíldu jafnframt skyldur vegna verkstjórnar í ríkisstjórninni. Undir hann heyrðu einnig á þessum tíma málefni Seðlabankans. Samráð og upplýsingagjöf bankans gagnvart ríkisstjórninni fór að meginstefnu fram fyrir milligöngu hans.

 

Nefndin segir að þær alvarlegu upplýsingar um stöðu og horfur í rekstri íslensku bankanna sem fram komu á fyrstu mánuðum ársins 2008, hafi gefið Geir fullt tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum og gögnum og eftir atvikum tillögum um hvort nauðsyn væri á sérstökum aðgerðum.

 

Aðgerðir í síðasta lagi 15. maí

Það er mat nefndarinnar að í síðasta lagi á tímabilinu 7. febrúar til 15. maí 2008 hafi verið komnar fram nægjanlegar upplýsingar til að Geir „hefði mátt gera sér grein fyrir því að ríkir almannahagsmunir knúðu á um að hann hefði þá þegar frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins, eftir atvikum með sérstakri lagasetningu, til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins,“ segir í skýrslunni.

 

Dagsetningarnar sem hér er vísað til varða annars vegar fund bankastjórnar Seðlabanka Íslands með Geir, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur 7. febrúar og hins vegar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar gagnvart dönsku, norsku og sænsku seðlabönkunum um raunhæfar aðgerðir til að minnka íslenska bankakerfið.

Þar að auki hafi Geir haft fullt tilefni til að fylgja eftir og fullvissa sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag.

Nefndin telur að með athafnaleysi hafi Geir látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og þannig sýnt af sér vanrækslu.

 

Greip ekki til viðhlítandi ráðstafana

Rannsóknarnefndin telur sömuleiðis að Árni M. Mathiesen hafi sem fjármálaráðherra frá 2005 átt að hafa frumkvæði að ljá því atbeina sinn að ríkisvaldið brygðist við upplýsingum um stöðu bankanna. Jafnframt á því að láta vinna heildstæða greiningu. Hann hefði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana og því hefði hann sýnt af sér vanrækslu með athafnaleysi.

 

Björgvin G. Sigurðsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra í maí 2007, fór með mál sem vörðuðu fjármálamarkað og þar með málefni bankanna. Honum hafi því borið að hafa almennt eftirlit með því hver staðan væri í þessum málaflokki. Þær upplýsingar sem hann hafi fengið á fyrstu mánuðum ársins 2008 hefðu gefið honum fullt tilefni til að hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum. Tekið er fram að rannsóknarnefndin viti af því frumkvæði sem hann leitaðist við að sýna á fundi ríkisstjórnarinnar 12. ágúst. Mat nefndarinnar á einkum við atburðarásina fram að því tímamarki. Hann er gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi í málefnum Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fyrir að fylgja því ekki eftir að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga úr útibúi yfir í dótturfélag. Líkt og Geir og Árni hafi hann með athafnaleysi sýnt af sér vanrækslu.

Sem oddviti í þröngum hópi

Rannsóknarnefnd Alþingis telur ljóst að þáttur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í þeim málefnum sem snerta viðbrögð við upplýsingum um slæma stöðu bankanna sem komu fram á fyrstu mánuðum ársins 2008 hafi fyrst og fremst byggst á þeim pólitísku forsendum að hún var oddviti annars stjórnarflokksins og að hún gæti á grundvelli upplýsinga sem hún fékk á þessum fundum tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til að hún aðhefðist frekar. Ráðuneytið hafi ekki farið með framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi. Nefndin fann hins vegar að aðgerðaleysi ráðuneytisins í aðdraganda hruns bankanna, einkum í samskiptum við bresk stjórnvöld í tengslum við Icesave.

 

Að því leyti sem störf einstaklinga í þessum hópi komu til nánari athugunar vegna hugsanlegra mistaka eða vanrækslu í starfi, var það mat nefndarinnar að ekki væru forsendur til að fjalla frekar um störf Ingibjargar Sólrúnar í embætti utanríkisráðherra.////hvað mætti segja um núvernadi ríkisstjórn um athafnaleysi og svo framvegis, einnig bara lögbrot sem hún hefur framið, ef dæmt er i svona malum verður auðvitað framhald þar á og haldið áfram með að láta men standa við sina ábyrgð sem er auðvitað sjálfsagt ,maður verður að lesa þetta allt til að ger sér grein fyrir því sem þarna er verið að fjalla um ,og vel það,að dæma eftir þessu !!!!ef og ef þessir hefðu gert annað og svo framvegis er auðvitað alltaf hægt að deila um.   ,Ég held að það sé nóg búið að fjalla um þetta af okkur almenningi og við vitum ,að þetta verður á vörum manna lengi, hvað hefði átt að gera!!!!!,að vera vitur eftirá er alltaf gott ,og að er það sem  menn eru oftast en ekki alltaf þó,en ef úr þessu verður dómsmatur þá heldur málið endalaust áfram til þessarar ríkisstjórnar ekki spurning/Halli gamli


mbl.is Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband